Ashley óvinsælastur í deildinni - eigendur United og Arsenal þar á eftir Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 23:30 Mike Ashley, stofnandi og stærsti hluthafi Sports Direct, hefur aldrei verið vinsæll í Newcastle. Mynd/Getty SkyBet, veðmálafyrirtæki bresku Sky-samsteypunnar, framkvæmdi á dögunum könnun á meðal stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir voru spurðir um álit á eiganda þeirra liðs í deildinni. Eigendur aðeins sex liða eru með undir 50 prósent stuðning. Taílendingurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, er vinsælastur á meðal stuðningsmanna síns liðs samkvæmt könnuninni. 94,6 prósent stuðningsmanna Leicester City eru ánægðir með hans störf og vilja hann áfram við stjórnvölin. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester af föður sínum, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést aðeins sextugur að aldri í þyrluslysi fyrir utan King Power-völlinn, heimavöll Leicester, árið 2018. Póker og veðmálagúrúinn Tony Bloom er álíka vinsæll sem eigandi Brighton & Hove Albion en hann keypti 75% hluta í félaginu árið 2009 og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá æsku. Liðið hefur farið úr C-deild upp í efstu deild í eigandatíð hans og eru 94,4 prósent stuðningsmanna ánægðir með störf hans. Annar veðmálasérfræðingur, Matthew Benham, eigandi Brentford er sá þriðji sem er yfir 90 prósentunum, með 92,2 prósent stuðning. Leicester hefur unnið bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn í ár, sem eru fyrstu titlarnir í eigendatíð Aiyawatt Srivaddhanaprabha. Liðið vann ensku deildina þegar faðir hans átti liðið, fyrir andlát hans af slysförum árið 2018.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Mansour og Abramovich vinsælastir hjá stóru liðunum Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er vinsælastur af eigendum hjá stóru sex liðunum í deildinni. 82,1 prósent kveðast ánægðir með hans störf. 75,7 prósent stuðningsmanna Chelsea eru þá ánægðir með störf Roman Abramovich sem keypti Chelsea 2003. 54,2 prósent stuðningsmanna Liverpool eru hlynntir áframhaldandi starfi bandaríska fjárfestingafélagsins Fenway Sports Group og eigandans John W. Henry en eigendur hinna þriggja stóru liðanna eru öllu ósáttari við stjórnarhætti eigenda sinna. Bored of the board? Premier League fans were asked if they are happy to remain with their club's current owner Here's the breakdown #FanHopeSurvey pic.twitter.com/bYOFrvBSxU— Sky Bet (@SkyBet) August 16, 2021 Eigendur Liverpool hafa almennt verið vinsælir í Liverpool-borg síðustu ár en tilraun félagsins til að stofna Ofurdeild Evrópu, ásamt hinu stóru félögunum á Englandi, féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum. Sú tilraun hefur eflaust sitt að segja hjá hinum félögunum einnig. Bandarískir eigendur Arsenal og United ekki í náðinni Fjöldamótmæli voru haldin fyrir utan Old Trafford í Manchester-borg eftir að tilkynnt var um áætlanir varðandi Ofurdeild Evrópu.Nathan Stirk/Getty Images 25,8 prósent stuðningsmanna Tottenham Hotspur eru ánægðir með breska fjárfestingarfélagið ENIC International Ltd. sem á 85 prósent hlut í félaginu, og störf stjórnarformannsins Daniel Levy. Þá eru stuðningsmenn Manchester United og Arsenal óánægðir með bandaríska eigendur sinna félaga. Aðeins 9,8 prósent styðja Glazer-fjölskylduna sem á Manchester United, sem hefur lengi verið óvinsæl í Manchester-borg. 8,9 prósent styðja við bakið á Stan Kroenke sem á Arsenal. Langóvinsælastur er þó Sports Direct-kóngurinn Mike Ashley sem á Newcastle United. Regluleg mótmæli hafa verið haldin á St. James' Park frá því að hann keypti félagið árið 2007. Fjölmargar tilraunir hans til að selja félagið hafa runnið út í sandinn þar sem fáir vilja borga þá upphæð sem Ashley krefst fyrir sölu á félaginu. 3,1 prósent stuðningsmanna Newcastle styðja við bakið á Englendingnum. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Taílendingurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, er vinsælastur á meðal stuðningsmanna síns liðs samkvæmt könnuninni. 94,6 prósent stuðningsmanna Leicester City eru ánægðir með hans störf og vilja hann áfram við stjórnvölin. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester af föður sínum, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést aðeins sextugur að aldri í þyrluslysi fyrir utan King Power-völlinn, heimavöll Leicester, árið 2018. Póker og veðmálagúrúinn Tony Bloom er álíka vinsæll sem eigandi Brighton & Hove Albion en hann keypti 75% hluta í félaginu árið 2009 og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá æsku. Liðið hefur farið úr C-deild upp í efstu deild í eigandatíð hans og eru 94,4 prósent stuðningsmanna ánægðir með störf hans. Annar veðmálasérfræðingur, Matthew Benham, eigandi Brentford er sá þriðji sem er yfir 90 prósentunum, með 92,2 prósent stuðning. Leicester hefur unnið bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn í ár, sem eru fyrstu titlarnir í eigendatíð Aiyawatt Srivaddhanaprabha. Liðið vann ensku deildina þegar faðir hans átti liðið, fyrir andlát hans af slysförum árið 2018.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Mansour og Abramovich vinsælastir hjá stóru liðunum Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er vinsælastur af eigendum hjá stóru sex liðunum í deildinni. 82,1 prósent kveðast ánægðir með hans störf. 75,7 prósent stuðningsmanna Chelsea eru þá ánægðir með störf Roman Abramovich sem keypti Chelsea 2003. 54,2 prósent stuðningsmanna Liverpool eru hlynntir áframhaldandi starfi bandaríska fjárfestingafélagsins Fenway Sports Group og eigandans John W. Henry en eigendur hinna þriggja stóru liðanna eru öllu ósáttari við stjórnarhætti eigenda sinna. Bored of the board? Premier League fans were asked if they are happy to remain with their club's current owner Here's the breakdown #FanHopeSurvey pic.twitter.com/bYOFrvBSxU— Sky Bet (@SkyBet) August 16, 2021 Eigendur Liverpool hafa almennt verið vinsælir í Liverpool-borg síðustu ár en tilraun félagsins til að stofna Ofurdeild Evrópu, ásamt hinu stóru félögunum á Englandi, féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum. Sú tilraun hefur eflaust sitt að segja hjá hinum félögunum einnig. Bandarískir eigendur Arsenal og United ekki í náðinni Fjöldamótmæli voru haldin fyrir utan Old Trafford í Manchester-borg eftir að tilkynnt var um áætlanir varðandi Ofurdeild Evrópu.Nathan Stirk/Getty Images 25,8 prósent stuðningsmanna Tottenham Hotspur eru ánægðir með breska fjárfestingarfélagið ENIC International Ltd. sem á 85 prósent hlut í félaginu, og störf stjórnarformannsins Daniel Levy. Þá eru stuðningsmenn Manchester United og Arsenal óánægðir með bandaríska eigendur sinna félaga. Aðeins 9,8 prósent styðja Glazer-fjölskylduna sem á Manchester United, sem hefur lengi verið óvinsæl í Manchester-borg. 8,9 prósent styðja við bakið á Stan Kroenke sem á Arsenal. Langóvinsælastur er þó Sports Direct-kóngurinn Mike Ashley sem á Newcastle United. Regluleg mótmæli hafa verið haldin á St. James' Park frá því að hann keypti félagið árið 2007. Fjölmargar tilraunir hans til að selja félagið hafa runnið út í sandinn þar sem fáir vilja borga þá upphæð sem Ashley krefst fyrir sölu á félaginu. 3,1 prósent stuðningsmanna Newcastle styðja við bakið á Englendingnum.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira