„Ég var orðin of meðvituð um líkama minn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:08 Söngkonan Britney Spears segist hafa verið orðin of meðvituð um líkama sinn. Skjáskot/instagram Tónlistarkonan Britney Spears opnaði sig um líkamsímynd sína á Instagram á dögunum. Brjóstamyndir sem hún hefur birt af sjálfri sér hafa vakið athygli aðdáenda, en hún segir myndirnar tengjast ákveðinni frelsun. Britney birti fyrstu myndina í lok júlí. Það er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli en hún fékk rúmlega þrjár milljónir læk. Síðan þá hefur Britney birt að minnsta kosti sex myndir af sér þar sem hún stendur berbrjósta úti í garði og heldur utan um brjóstin. Þegar myndirnar fóru að birtast með reglulegu millibili, fóru aðdáendur þó að velta vöngum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég er svo ringlaður,“ skrifar einn. „Það er eitthvað grunsamlegt í gangi,“ skrifar annar. Þá veltu sumir fyrir sér hvort það væri raunverulega Britney sjálf sem stæði á bak við myndbirtinguna eða einhver annar. Britney virðist hafa fengið nóg af þessum vangaveltum í gær þegar hún ákvað að útskýra hvað lægi að baki. „Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir, þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég birti þær,“ skrifar söngkonan. Hún segir allar konur þekkja þá tilfinningu að líða vel með að fækka fötum þegar þeim sé heitt. „Þar af leiðandi finnst manni að maður líti betur út.“ „Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Britney segist hafa burðast um með heiminn á herðum sér en nú sé kominn tími til þess að létta á sér. „Ég er kona, falleg og viðkvæm kona sem þarf að fara horfa á sjálfa sig í sínu tærasta formi.“ „Nei ég fór ekki í brjóstastækkun í vikunni og ég er ekki ólétt. Ég er með brjóst á þessum myndum af því ég borða mat,“ segir hún. Nýlega tjáði söngkonan sig um myndbönd af sjálfri sér frá því fyrr í sumar, þar sem söngkonan hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segir að þrátt fyrir að hafa litið þéttari út, hafi hún verið hamingjusamari þá heldur en nú. Britney segist ekki ætla að vera berbrjósta það sem eftir er ævinnar, en það hjálpi henni þessa stundina. „Það er dýpri tilgangur á bak við Free Britney hreyfinguna en ykkur gæti nokkurn tíman grunað. Aðdáendur mínir hafa alltaf verið æðislegir og ég elska ykkur öll.“ Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Britney birti fyrstu myndina í lok júlí. Það er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli en hún fékk rúmlega þrjár milljónir læk. Síðan þá hefur Britney birt að minnsta kosti sex myndir af sér þar sem hún stendur berbrjósta úti í garði og heldur utan um brjóstin. Þegar myndirnar fóru að birtast með reglulegu millibili, fóru aðdáendur þó að velta vöngum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég er svo ringlaður,“ skrifar einn. „Það er eitthvað grunsamlegt í gangi,“ skrifar annar. Þá veltu sumir fyrir sér hvort það væri raunverulega Britney sjálf sem stæði á bak við myndbirtinguna eða einhver annar. Britney virðist hafa fengið nóg af þessum vangaveltum í gær þegar hún ákvað að útskýra hvað lægi að baki. „Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir, þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég birti þær,“ skrifar söngkonan. Hún segir allar konur þekkja þá tilfinningu að líða vel með að fækka fötum þegar þeim sé heitt. „Þar af leiðandi finnst manni að maður líti betur út.“ „Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Britney segist hafa burðast um með heiminn á herðum sér en nú sé kominn tími til þess að létta á sér. „Ég er kona, falleg og viðkvæm kona sem þarf að fara horfa á sjálfa sig í sínu tærasta formi.“ „Nei ég fór ekki í brjóstastækkun í vikunni og ég er ekki ólétt. Ég er með brjóst á þessum myndum af því ég borða mat,“ segir hún. Nýlega tjáði söngkonan sig um myndbönd af sjálfri sér frá því fyrr í sumar, þar sem söngkonan hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segir að þrátt fyrir að hafa litið þéttari út, hafi hún verið hamingjusamari þá heldur en nú. Britney segist ekki ætla að vera berbrjósta það sem eftir er ævinnar, en það hjálpi henni þessa stundina. „Það er dýpri tilgangur á bak við Free Britney hreyfinguna en ykkur gæti nokkurn tíman grunað. Aðdáendur mínir hafa alltaf verið æðislegir og ég elska ykkur öll.“
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira