Fyrstu mánuðir Maríu hjá Man. United voru þeir erfiðustu á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 09:01 María Þórisdóttir í leik með liði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Visionhaus Norsk-íslenska knattspyrnukonan María Þórisdóttir hefur gert upp fyrstu mánuði sína sem leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. María Þórisdóttir yfirgaf Chelsea á miðju síðasta tímabili og samdi við Manchester United. Hún spilaði fyrsta leikinn með United liðinu 7. febrúar. María ræddi þessa fyrstu mánuði hjá United í viðtali við Verdens Gang og þessi 28 ára gamli miðvörður viðurkenndi að þetta hafi ekki verið auðveld byrjun. Thorisdottir har lagt bak seg den vonde tiden https://t.co/dJwHso8IXd— VG Sporten (@vgsporten) August 17, 2021 „Þetta var erfitt og erfiðasti tíminn á mínum ferli. Ég kom á miðju tímabili, kórónuveiran var í gangi og ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í heila eilífð,“ sagði María í viðtalinu við VG en hún er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og hinnar norsku Kirsten Gaard. „Ég var ekki ég sjálf hvað varðar fótboltann og það var fullt af hlutum sem gengu ekki upp hjá mér,“ sagði María. María gekk í gegnum erfiða tíma hjá Manchester UNited í fyrra.Getty/Robbie Jay Barratt María komst heim til Jæren í Noregi í sumar og hefur fundið sig sjálfa á ný. „Ég náði að hlaða batteríin og núna vil ég sýna öllum hver ég er. Þeir hjá United hafa ekki séð þá útgáfu af Maríu,“ sagði María. „Nú þekki ég liðið betur og er meira inn í æfingaaðferðunum. Ég veit hvað er í gangi og minn tími byrjar núna,“ sagði María. María spilaði með Chelsea frá 2017 til 2021 en hún hefur líka leikið 49 landsleiki fyrir Noreg. Manchester United liðið endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en María segir að liðið ætli sér að berjast við titilinn á nýju tímabilið við Chelsea, Manchester City og Arsenal. „Við höfum misst nokkra leikmenn en við höfum líka fengið góða leikmenn í staðinn. Ég held að við getum verið mjög góðar. Við erum með sterkara lið en í fyrra. Ég veit líka að félagið ætlar sér að ná í fleiri leikmenn,“ sagði María. „Það eru fleiri lið sem hafa náð í nýja leikmenn og ekki bara toppliðin. Þess vegna held ég að enska úrvalsdeildin hafi aldrei verið betri. Þetta verður mjög spennandi tímabil,“ sagði María. Enjoying pre season camp with my norwegian friend pic.twitter.com/tup8HTXDCu— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) August 17, 2021 Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
María Þórisdóttir yfirgaf Chelsea á miðju síðasta tímabili og samdi við Manchester United. Hún spilaði fyrsta leikinn með United liðinu 7. febrúar. María ræddi þessa fyrstu mánuði hjá United í viðtali við Verdens Gang og þessi 28 ára gamli miðvörður viðurkenndi að þetta hafi ekki verið auðveld byrjun. Thorisdottir har lagt bak seg den vonde tiden https://t.co/dJwHso8IXd— VG Sporten (@vgsporten) August 17, 2021 „Þetta var erfitt og erfiðasti tíminn á mínum ferli. Ég kom á miðju tímabili, kórónuveiran var í gangi og ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í heila eilífð,“ sagði María í viðtalinu við VG en hún er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og hinnar norsku Kirsten Gaard. „Ég var ekki ég sjálf hvað varðar fótboltann og það var fullt af hlutum sem gengu ekki upp hjá mér,“ sagði María. María gekk í gegnum erfiða tíma hjá Manchester UNited í fyrra.Getty/Robbie Jay Barratt María komst heim til Jæren í Noregi í sumar og hefur fundið sig sjálfa á ný. „Ég náði að hlaða batteríin og núna vil ég sýna öllum hver ég er. Þeir hjá United hafa ekki séð þá útgáfu af Maríu,“ sagði María. „Nú þekki ég liðið betur og er meira inn í æfingaaðferðunum. Ég veit hvað er í gangi og minn tími byrjar núna,“ sagði María. María spilaði með Chelsea frá 2017 til 2021 en hún hefur líka leikið 49 landsleiki fyrir Noreg. Manchester United liðið endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en María segir að liðið ætli sér að berjast við titilinn á nýju tímabilið við Chelsea, Manchester City og Arsenal. „Við höfum misst nokkra leikmenn en við höfum líka fengið góða leikmenn í staðinn. Ég held að við getum verið mjög góðar. Við erum með sterkara lið en í fyrra. Ég veit líka að félagið ætlar sér að ná í fleiri leikmenn,“ sagði María. „Það eru fleiri lið sem hafa náð í nýja leikmenn og ekki bara toppliðin. Þess vegna held ég að enska úrvalsdeildin hafi aldrei verið betri. Þetta verður mjög spennandi tímabil,“ sagði María. Enjoying pre season camp with my norwegian friend pic.twitter.com/tup8HTXDCu— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) August 17, 2021
Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira