Að selja frá sér hugvitið Guðbrandur Einarsson skrifar 18. ágúst 2021 07:01 Það eru ekki margar afurðir á heimsmarkaði sem við Íslendingar getum eignað okkur. Lambakjötið okkar er oft nefnt í þessu sambandi en það er svo sem framleitt annars staðar þó að við í belgingi teljum okkur framleiða besta lambakjöt í heimi. Ein er þó afurð sem svo sannarlega er hægt að kenna við Ísland og sú afurð er íslenska skyrið. Hvergi í heiminum var að finna afurð sem var sambærileg við íslenska skyrið og maður hefði því haldið að hægt yrði að tryggja mjólkurframleiðendum betri afkomu vegna aukinna vinsælda íslenska skyrsins, en það fæst ekki séð að það hafi gerst, heldur er verið að flytja framleiðslu á þessari einstöku afurð úr landi og einhverjir aðrir en bændur njóta góðs af því. Tölur eru sláandi Það þarf ekki að leita lengi til þess að gera sér grein fyrir mikilli öfugþróun í þessum málum. Skv. frétt í Morgunblaðinu frá 19. september 2015 var greint frá nýjum samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Þar er m.a. sagt frá því að útflutningsheimildir íslenskra skyrframleiðeiðenda muni rúmlega tífaldast, fara úr 380 tonnum í 4.000 tonn með nýjum samningi. Hver er staðan? Hafa Íslendingar nýtt sér þessar auknu heimildir til útflutnings á skyri til hagsbóta fyrir íslenska bændur og erum við að nýta þær heimildir sem við höfum til útflutnings á vöru sem við getum svo sannarlega talið sem okkar vöru og ættum að hafa einkaleyfi á? Því fer víðs fjárri. Skv. upplýsingum frá Hagstofu hefur útflutningur á skyri verið að dragast mjög mikið saman. Frá árinu 2010 til ársins 2018 og með nýjum samningi við ESB, jókst útflutningur á skyri úr 20 tonnum í 1.422 tonn. Síðan þá hefur sigið verulega á ógæfuhliðina. Skv. tölum Hagstofu var útflutningur á skyri 922 tonn árið 2019 en ekki nema 516 tonn árið 2020. Útflutningur á skyri fer því að nálgast það sem hann var áður en samningurinn við ESB var undirritaður árið 2015. Eru útlendingar þá ekki að borða íslenskt skyr? Því fer hins vegar fjarri að ekki sé verið að borða íslenskt skyr í útlöndum. Skyr er að finna í verslunum í mörgum Evrópulöndum og einnig er hægt að nálgast það í Ameríku og Asíu. Hins vegar er verið að framleiða vöruna annars staðar en á Íslandi, úr erlendri mjólk Ákveðnir aðilar hafa ákveðið að fara með vöru, sem við hefðum getað haft einkarétt á, til framleiðslu í öðrum löndum þar sem hægt er að kaupa merkt íslenskt skyr á lægra verði en við njótum hér heima á Fróni. Við getum kannski farið að flytja inn íslenskt skyr. Heitir þetta ekki að pissa í skóinn sinn? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Landbúnaður Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar afurðir á heimsmarkaði sem við Íslendingar getum eignað okkur. Lambakjötið okkar er oft nefnt í þessu sambandi en það er svo sem framleitt annars staðar þó að við í belgingi teljum okkur framleiða besta lambakjöt í heimi. Ein er þó afurð sem svo sannarlega er hægt að kenna við Ísland og sú afurð er íslenska skyrið. Hvergi í heiminum var að finna afurð sem var sambærileg við íslenska skyrið og maður hefði því haldið að hægt yrði að tryggja mjólkurframleiðendum betri afkomu vegna aukinna vinsælda íslenska skyrsins, en það fæst ekki séð að það hafi gerst, heldur er verið að flytja framleiðslu á þessari einstöku afurð úr landi og einhverjir aðrir en bændur njóta góðs af því. Tölur eru sláandi Það þarf ekki að leita lengi til þess að gera sér grein fyrir mikilli öfugþróun í þessum málum. Skv. frétt í Morgunblaðinu frá 19. september 2015 var greint frá nýjum samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Þar er m.a. sagt frá því að útflutningsheimildir íslenskra skyrframleiðeiðenda muni rúmlega tífaldast, fara úr 380 tonnum í 4.000 tonn með nýjum samningi. Hver er staðan? Hafa Íslendingar nýtt sér þessar auknu heimildir til útflutnings á skyri til hagsbóta fyrir íslenska bændur og erum við að nýta þær heimildir sem við höfum til útflutnings á vöru sem við getum svo sannarlega talið sem okkar vöru og ættum að hafa einkaleyfi á? Því fer víðs fjárri. Skv. upplýsingum frá Hagstofu hefur útflutningur á skyri verið að dragast mjög mikið saman. Frá árinu 2010 til ársins 2018 og með nýjum samningi við ESB, jókst útflutningur á skyri úr 20 tonnum í 1.422 tonn. Síðan þá hefur sigið verulega á ógæfuhliðina. Skv. tölum Hagstofu var útflutningur á skyri 922 tonn árið 2019 en ekki nema 516 tonn árið 2020. Útflutningur á skyri fer því að nálgast það sem hann var áður en samningurinn við ESB var undirritaður árið 2015. Eru útlendingar þá ekki að borða íslenskt skyr? Því fer hins vegar fjarri að ekki sé verið að borða íslenskt skyr í útlöndum. Skyr er að finna í verslunum í mörgum Evrópulöndum og einnig er hægt að nálgast það í Ameríku og Asíu. Hins vegar er verið að framleiða vöruna annars staðar en á Íslandi, úr erlendri mjólk Ákveðnir aðilar hafa ákveðið að fara með vöru, sem við hefðum getað haft einkarétt á, til framleiðslu í öðrum löndum þar sem hægt er að kaupa merkt íslenskt skyr á lægra verði en við njótum hér heima á Fróni. Við getum kannski farið að flytja inn íslenskt skyr. Heitir þetta ekki að pissa í skóinn sinn? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun