Markadrottningin afgreiddi Valskonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 13:55 Nicole Billa skoraði sigurmark TSG 1899 Hoffenheim í dag. Getty/Alexander Scheube Verðandi Íslandsmeistarar Vals töpuðu 1-0 á móti þýska liðinu Hoffenheim í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag en leikið var í Zürich í Sviss. Valsliðið var án síns markahæsta leikmanns og tók ekki mikla áhættu í sínum leik í dag. Hoffenheim var sterkara liðið og vann sanngjarnt. Markadrottning síðasta tímabils í Bundesligunni, Nicole Billa, skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Eitt af fáum marktilraunum Valsliðsins var skot Dóru Maríu Lárusdóttur frá miðju úr upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Hoffenheim mætir annað hvort Zürich eða AC Milan í hreinum úrslitaleik um sæti í annarri umferð en Valskonur spila við tapliðið í hinum undanúrslitaleiknum um þriðja sætið í riðlinum. Valsmenn voru með Elínu Mettu Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en Elín hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa. Það munaði um minna að tveir bestu leikmenn Vals voru ekki klárar í slaginn. Hoffenheim var betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér hættulegasta færið. Gia Corley, sem kom til Hoffenheim frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, gerði vel og var nálægt því að skora á fjórtándu mínútu en Sandra Sigurðardóttir varði vel frá henni. Ída Marín Hermannsdóttir átti hættulegasta færi Valskvenna í fyrri hálfleiknum en oft áttu þær að geta betur í nokkrum lofandi skyndisóknum þar sem vantaði ekki mikið meira en eina góða sendingu í viðbót. Valsliðið var aftur á móti lítið með boltann og fáa leikmenn framarlega á vellinum. Hoffenheim var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en hafði heppnina með sér þegar Nicole Billa kom liðinu 1-0 á 57. mínútu. Skot Jule Brand fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Billa sem kom boltanum í markið framhjá Söndru. Billa var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra og sýndi þarna að hún er með gott markanef. Hoffenheim var líka nærri því að skora annað markið á 76. mínútu þegar Chantal Hagel átti skalla í stöng á opnu Valsmarkinu og aftur var það Jule Brand sem bjó til hættu fyrir Valsvörnina. Hoffenheim bætti við marki í uppbótartíma sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á leikinn en hann var í beinni á Vísi frá Letzigrund leikvanginum í Zürich. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Valsliðið var án síns markahæsta leikmanns og tók ekki mikla áhættu í sínum leik í dag. Hoffenheim var sterkara liðið og vann sanngjarnt. Markadrottning síðasta tímabils í Bundesligunni, Nicole Billa, skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Eitt af fáum marktilraunum Valsliðsins var skot Dóru Maríu Lárusdóttur frá miðju úr upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Hoffenheim mætir annað hvort Zürich eða AC Milan í hreinum úrslitaleik um sæti í annarri umferð en Valskonur spila við tapliðið í hinum undanúrslitaleiknum um þriðja sætið í riðlinum. Valsmenn voru með Elínu Mettu Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en Elín hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa. Það munaði um minna að tveir bestu leikmenn Vals voru ekki klárar í slaginn. Hoffenheim var betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér hættulegasta færið. Gia Corley, sem kom til Hoffenheim frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, gerði vel og var nálægt því að skora á fjórtándu mínútu en Sandra Sigurðardóttir varði vel frá henni. Ída Marín Hermannsdóttir átti hættulegasta færi Valskvenna í fyrri hálfleiknum en oft áttu þær að geta betur í nokkrum lofandi skyndisóknum þar sem vantaði ekki mikið meira en eina góða sendingu í viðbót. Valsliðið var aftur á móti lítið með boltann og fáa leikmenn framarlega á vellinum. Hoffenheim var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en hafði heppnina með sér þegar Nicole Billa kom liðinu 1-0 á 57. mínútu. Skot Jule Brand fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Billa sem kom boltanum í markið framhjá Söndru. Billa var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra og sýndi þarna að hún er með gott markanef. Hoffenheim var líka nærri því að skora annað markið á 76. mínútu þegar Chantal Hagel átti skalla í stöng á opnu Valsmarkinu og aftur var það Jule Brand sem bjó til hættu fyrir Valsvörnina. Hoffenheim bætti við marki í uppbótartíma sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á leikinn en hann var í beinni á Vísi frá Letzigrund leikvanginum í Zürich. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn