Markadrottningin afgreiddi Valskonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 13:55 Nicole Billa skoraði sigurmark TSG 1899 Hoffenheim í dag. Getty/Alexander Scheube Verðandi Íslandsmeistarar Vals töpuðu 1-0 á móti þýska liðinu Hoffenheim í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag en leikið var í Zürich í Sviss. Valsliðið var án síns markahæsta leikmanns og tók ekki mikla áhættu í sínum leik í dag. Hoffenheim var sterkara liðið og vann sanngjarnt. Markadrottning síðasta tímabils í Bundesligunni, Nicole Billa, skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Eitt af fáum marktilraunum Valsliðsins var skot Dóru Maríu Lárusdóttur frá miðju úr upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Hoffenheim mætir annað hvort Zürich eða AC Milan í hreinum úrslitaleik um sæti í annarri umferð en Valskonur spila við tapliðið í hinum undanúrslitaleiknum um þriðja sætið í riðlinum. Valsmenn voru með Elínu Mettu Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en Elín hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa. Það munaði um minna að tveir bestu leikmenn Vals voru ekki klárar í slaginn. Hoffenheim var betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér hættulegasta færið. Gia Corley, sem kom til Hoffenheim frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, gerði vel og var nálægt því að skora á fjórtándu mínútu en Sandra Sigurðardóttir varði vel frá henni. Ída Marín Hermannsdóttir átti hættulegasta færi Valskvenna í fyrri hálfleiknum en oft áttu þær að geta betur í nokkrum lofandi skyndisóknum þar sem vantaði ekki mikið meira en eina góða sendingu í viðbót. Valsliðið var aftur á móti lítið með boltann og fáa leikmenn framarlega á vellinum. Hoffenheim var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en hafði heppnina með sér þegar Nicole Billa kom liðinu 1-0 á 57. mínútu. Skot Jule Brand fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Billa sem kom boltanum í markið framhjá Söndru. Billa var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra og sýndi þarna að hún er með gott markanef. Hoffenheim var líka nærri því að skora annað markið á 76. mínútu þegar Chantal Hagel átti skalla í stöng á opnu Valsmarkinu og aftur var það Jule Brand sem bjó til hættu fyrir Valsvörnina. Hoffenheim bætti við marki í uppbótartíma sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á leikinn en hann var í beinni á Vísi frá Letzigrund leikvanginum í Zürich. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Valsliðið var án síns markahæsta leikmanns og tók ekki mikla áhættu í sínum leik í dag. Hoffenheim var sterkara liðið og vann sanngjarnt. Markadrottning síðasta tímabils í Bundesligunni, Nicole Billa, skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Eitt af fáum marktilraunum Valsliðsins var skot Dóru Maríu Lárusdóttur frá miðju úr upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Hoffenheim mætir annað hvort Zürich eða AC Milan í hreinum úrslitaleik um sæti í annarri umferð en Valskonur spila við tapliðið í hinum undanúrslitaleiknum um þriðja sætið í riðlinum. Valsmenn voru með Elínu Mettu Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en Elín hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa. Það munaði um minna að tveir bestu leikmenn Vals voru ekki klárar í slaginn. Hoffenheim var betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér hættulegasta færið. Gia Corley, sem kom til Hoffenheim frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, gerði vel og var nálægt því að skora á fjórtándu mínútu en Sandra Sigurðardóttir varði vel frá henni. Ída Marín Hermannsdóttir átti hættulegasta færi Valskvenna í fyrri hálfleiknum en oft áttu þær að geta betur í nokkrum lofandi skyndisóknum þar sem vantaði ekki mikið meira en eina góða sendingu í viðbót. Valsliðið var aftur á móti lítið með boltann og fáa leikmenn framarlega á vellinum. Hoffenheim var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en hafði heppnina með sér þegar Nicole Billa kom liðinu 1-0 á 57. mínútu. Skot Jule Brand fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Billa sem kom boltanum í markið framhjá Söndru. Billa var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra og sýndi þarna að hún er með gott markanef. Hoffenheim var líka nærri því að skora annað markið á 76. mínútu þegar Chantal Hagel átti skalla í stöng á opnu Valsmarkinu og aftur var það Jule Brand sem bjó til hættu fyrir Valsvörnina. Hoffenheim bætti við marki í uppbótartíma sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á leikinn en hann var í beinni á Vísi frá Letzigrund leikvanginum í Zürich. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira