Kristján fékk sig fullsaddan og sparkaði í keilu Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2021 21:54 Rúnar Kristinsson stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld og KR getur enn náð Evrópusæti ef að úrslit falla með liðinu á lokasprettinum. Vísir/Hulda Margrét „Framlagið var geggjað og það sýndi sig að ef að menn leggjast á eitt um að hlaupa og berjast, og spila fyrir KR-merkið sitt, þá geta þeir spilað góðan leik og náð í þrjú stig,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigurinn gegn HK í Kórnum í kvöld. Með sigrinum er Evrópudraumur KR á lífi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en tap hefði komið liðinu í nær ómögulega stöðu. Sigurinn var ansi magnaður í ljósi þess að KR-ingar voru manni færri í 80 mínútur, eða frá því að Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Ég er mjög ánægður með framlag leikmannanna í dag. Allir að hlaupa fyrir hvern annan, vorum agressívir og spiluðum góðan fótbolta þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn,“ sagði Rúnar. Hann hafði lítið um rauða spjaldið sem Arnþór fékk á sig að segja: „Ég get ekki dæmt um þessi atriði, hvorugt þeirra. Dómararnir meta þetta svona og við verðum að sætta okkur við það þó að það sé súrt,“ sagði Rúnar. Talsverður hiti var í mönnum innan sem utan vallar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk Arnþórs fékk Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, rautt spjald og fimm leikmenn til viðbótar fengu áminningu í fyrri hálfleik: „Þegar það kemur rautt spjald svona á fyrstu mínútunum þá hitnar undir mönnum á bekknum; þjálfurum, aðstoðarþjálfurum og varamönnum beggja liða. Þá fara allir að tjá sína skoðun og það var dálítill hiti hérna, ekki á milli bekkjanna kannski en því var beint dálítið að fjórða dómaranum. Hann róaði okkur alltaf og þetta leystist alltaf. Auðvitað eru menn ósáttir þegar þeim finnst á sig hallað. Við vorum ósáttir og Brynjar og Viktor hinu megin, en dómararnir eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Rúnar, en hvað gerði Kristján af sér? „Hann sá einhverja keilu þarna sem var notuð til að afmarka boðvanginn, sem við þjálfarateymið megum vera inni í, og hann var orðinn eitthvað pirraður, búinn að fá sig fullsaddan, og sparkaði henni inn á völlinn. Hann fékk réttilega rautt spjald fyrir það.“ Oft erfiðara að vera einum fleiri Þrátt fyrir að gengi KR hafi verið undir væntingum í sumar þá er þetta í annað sinn sem að liðið fagnar sigri eftir að hafa misst mann af velli snemma leiks. Liðið vann einnig KA fyrr í sumar með svipuðum hætti og í kvöld: „Það er ekki eins og að við óskum okkur þess að missa menn út af – það er aldrei gott. En það er erfitt að spila gegn 10 leikmönnum. HK lenti í því í dag, KA fyrr í sumar, og við lentum sjálfir í því á móti FH um daginn þar sem við náðum ekki að skora. Það er oft erfiðara að vera einum fleiri þó að það eigi að vera auðveldara. En við náðum að skora þetta eina mark og héldum HK nokkuð langt frá markinu okkar þar til síðustu tíu mínúturnar. Það voru kannski ekki teljandi stór færi frá þeim. Þeir áttu sláarskot en það vantaði nokkuð marga sentímetra upp á að boltinn færi undir slána, og jú eitthvað stangarskot. En ég var aldrei sérstaklega stressaður,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
Með sigrinum er Evrópudraumur KR á lífi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en tap hefði komið liðinu í nær ómögulega stöðu. Sigurinn var ansi magnaður í ljósi þess að KR-ingar voru manni færri í 80 mínútur, eða frá því að Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Ég er mjög ánægður með framlag leikmannanna í dag. Allir að hlaupa fyrir hvern annan, vorum agressívir og spiluðum góðan fótbolta þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn,“ sagði Rúnar. Hann hafði lítið um rauða spjaldið sem Arnþór fékk á sig að segja: „Ég get ekki dæmt um þessi atriði, hvorugt þeirra. Dómararnir meta þetta svona og við verðum að sætta okkur við það þó að það sé súrt,“ sagði Rúnar. Talsverður hiti var í mönnum innan sem utan vallar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk Arnþórs fékk Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, rautt spjald og fimm leikmenn til viðbótar fengu áminningu í fyrri hálfleik: „Þegar það kemur rautt spjald svona á fyrstu mínútunum þá hitnar undir mönnum á bekknum; þjálfurum, aðstoðarþjálfurum og varamönnum beggja liða. Þá fara allir að tjá sína skoðun og það var dálítill hiti hérna, ekki á milli bekkjanna kannski en því var beint dálítið að fjórða dómaranum. Hann róaði okkur alltaf og þetta leystist alltaf. Auðvitað eru menn ósáttir þegar þeim finnst á sig hallað. Við vorum ósáttir og Brynjar og Viktor hinu megin, en dómararnir eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Rúnar, en hvað gerði Kristján af sér? „Hann sá einhverja keilu þarna sem var notuð til að afmarka boðvanginn, sem við þjálfarateymið megum vera inni í, og hann var orðinn eitthvað pirraður, búinn að fá sig fullsaddan, og sparkaði henni inn á völlinn. Hann fékk réttilega rautt spjald fyrir það.“ Oft erfiðara að vera einum fleiri Þrátt fyrir að gengi KR hafi verið undir væntingum í sumar þá er þetta í annað sinn sem að liðið fagnar sigri eftir að hafa misst mann af velli snemma leiks. Liðið vann einnig KA fyrr í sumar með svipuðum hætti og í kvöld: „Það er ekki eins og að við óskum okkur þess að missa menn út af – það er aldrei gott. En það er erfitt að spila gegn 10 leikmönnum. HK lenti í því í dag, KA fyrr í sumar, og við lentum sjálfir í því á móti FH um daginn þar sem við náðum ekki að skora. Það er oft erfiðara að vera einum fleiri þó að það eigi að vera auðveldara. En við náðum að skora þetta eina mark og héldum HK nokkuð langt frá markinu okkar þar til síðustu tíu mínúturnar. Það voru kannski ekki teljandi stór færi frá þeim. Þeir áttu sláarskot en það vantaði nokkuð marga sentímetra upp á að boltinn færi undir slána, og jú eitthvað stangarskot. En ég var aldrei sérstaklega stressaður,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira