PSG borgi 40 prósent allra launa í frönsku deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2021 23:00 Lionel Messi ásamt Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG. AP Photo/Francois Mori Franska fótboltafélagið Paris Saint-Germain hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Fimm stór nöfn hafa bæst við leikmannahóp liðsins en við það þenst launakostnaðurinn út. PSG er með eitt dýrasta lið Evrópu en kostnaður hefur ekki verið nein fyrirstaða frá því að Qatar Sports Investments, með Nasser Al-Khelaïfi fremstan í flokki, festi kaup á félaginu árið 2011. Fyrir sumarið voru í liðinu tveir dýrustu leikmenn allra tíma, Brasilíumaðurinn Neymar sem var keyptur á 222 milljónir evra árið 2017 og Kylian Mbappé sem kom frá Mónakó á 180 milljónir evra ári síðar. Í sumar hafa bæst við ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, spænski miðvörðurinn Sergio Ramos, hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum, og argentínska stjarnan Lionel Messi, allir frítt. Auk þess var Achraf Hakimi keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 60 milljónir evra. Fáir hafa yfirgefið félagið á sama tíma. Mitchell Bakker var seldur á 7 milljónir evra til Bayer Leverkusen auk þess sem lánssamningar Alessandro Florenzi og Moise Kean hjá PSG runnu út. In the most recent season for which financial information is available (2019-20), PSG wages of 414m accounted for more than 31% of all wages in Ligue 1.In 2021-22 it will be closer to 40%. Five per cent of the players getting 40% of the cash. Seems legit.— Nick Harris (@sportingintel) August 14, 2021 Launapakki PSG hefur því þanist töluvert út. Wijnaldum valdi PSG fram yfir Barcelona vegna þess að PSG bauð honum gull og græna skóga, Sergio Ramos fær enn meira en hann í laun og þá er Lionel Messi talinn fá hálfa milljón evra í vikulaun frá félaginu. Ekkert franskt lið kemst með tærnar nálægt hælum Parísarliðsins þegar kemur að launagreiðslum, raunar eru mörg skónúmer þar á milli. PSG borgar eitt og sér meira en stór hluti deildarinnar samanlagður. Blaðamaðurinn Neil Harris, sem sérhæfir sig í fjármálahluta fótboltans, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að PSG hafi greitt meira en 31 prósent allra launa í frönsku deildinni tímabilið 2019-2020. Með öllum viðbótum PSG í sumar nálgast sú tala 40 prósent á komandi tímabili, hjá einu liði af 20 í deildinni. Fimm prósent leikmanna deildarinnar í Frakklandi fá því 40 prósent launanna. Qatar Sports Investments er fjármagnað af ríkissjóði Katar og eru Katarar taldir leggja mikla áherslu á að þeirra lið vinni Meistaradeildina sama ár og HM fer fram í ríkinu. Allt kapp er lagt á sigur í stærstu keppni Evrópu í vor áður en HM fer fram í lok næsta árs. Þrátt fyrir yfirburðastöðu sína mistókst PSG að fagna sigri í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Lille varð óvænt franskur meistari. Meistaravörn Lille-liðsins hefur þó farið illa af stað, en það tapaði 4-0 fyrir Nice síðustu helgi. Lið Nice þjálfar Christophe Galtier, sem stýrði Lille til titilsins á síðasta ári. PSG hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Frakklandi og er með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Angers og Clermont Foot. Franski boltinn Frakkland Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
PSG er með eitt dýrasta lið Evrópu en kostnaður hefur ekki verið nein fyrirstaða frá því að Qatar Sports Investments, með Nasser Al-Khelaïfi fremstan í flokki, festi kaup á félaginu árið 2011. Fyrir sumarið voru í liðinu tveir dýrustu leikmenn allra tíma, Brasilíumaðurinn Neymar sem var keyptur á 222 milljónir evra árið 2017 og Kylian Mbappé sem kom frá Mónakó á 180 milljónir evra ári síðar. Í sumar hafa bæst við ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, spænski miðvörðurinn Sergio Ramos, hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum, og argentínska stjarnan Lionel Messi, allir frítt. Auk þess var Achraf Hakimi keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 60 milljónir evra. Fáir hafa yfirgefið félagið á sama tíma. Mitchell Bakker var seldur á 7 milljónir evra til Bayer Leverkusen auk þess sem lánssamningar Alessandro Florenzi og Moise Kean hjá PSG runnu út. In the most recent season for which financial information is available (2019-20), PSG wages of 414m accounted for more than 31% of all wages in Ligue 1.In 2021-22 it will be closer to 40%. Five per cent of the players getting 40% of the cash. Seems legit.— Nick Harris (@sportingintel) August 14, 2021 Launapakki PSG hefur því þanist töluvert út. Wijnaldum valdi PSG fram yfir Barcelona vegna þess að PSG bauð honum gull og græna skóga, Sergio Ramos fær enn meira en hann í laun og þá er Lionel Messi talinn fá hálfa milljón evra í vikulaun frá félaginu. Ekkert franskt lið kemst með tærnar nálægt hælum Parísarliðsins þegar kemur að launagreiðslum, raunar eru mörg skónúmer þar á milli. PSG borgar eitt og sér meira en stór hluti deildarinnar samanlagður. Blaðamaðurinn Neil Harris, sem sérhæfir sig í fjármálahluta fótboltans, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að PSG hafi greitt meira en 31 prósent allra launa í frönsku deildinni tímabilið 2019-2020. Með öllum viðbótum PSG í sumar nálgast sú tala 40 prósent á komandi tímabili, hjá einu liði af 20 í deildinni. Fimm prósent leikmanna deildarinnar í Frakklandi fá því 40 prósent launanna. Qatar Sports Investments er fjármagnað af ríkissjóði Katar og eru Katarar taldir leggja mikla áherslu á að þeirra lið vinni Meistaradeildina sama ár og HM fer fram í ríkinu. Allt kapp er lagt á sigur í stærstu keppni Evrópu í vor áður en HM fer fram í lok næsta árs. Þrátt fyrir yfirburðastöðu sína mistókst PSG að fagna sigri í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Lille varð óvænt franskur meistari. Meistaravörn Lille-liðsins hefur þó farið illa af stað, en það tapaði 4-0 fyrir Nice síðustu helgi. Lið Nice þjálfar Christophe Galtier, sem stýrði Lille til titilsins á síðasta ári. PSG hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Frakklandi og er með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Angers og Clermont Foot.
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira