PSG borgi 40 prósent allra launa í frönsku deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2021 23:00 Lionel Messi ásamt Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG. AP Photo/Francois Mori Franska fótboltafélagið Paris Saint-Germain hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Fimm stór nöfn hafa bæst við leikmannahóp liðsins en við það þenst launakostnaðurinn út. PSG er með eitt dýrasta lið Evrópu en kostnaður hefur ekki verið nein fyrirstaða frá því að Qatar Sports Investments, með Nasser Al-Khelaïfi fremstan í flokki, festi kaup á félaginu árið 2011. Fyrir sumarið voru í liðinu tveir dýrustu leikmenn allra tíma, Brasilíumaðurinn Neymar sem var keyptur á 222 milljónir evra árið 2017 og Kylian Mbappé sem kom frá Mónakó á 180 milljónir evra ári síðar. Í sumar hafa bæst við ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, spænski miðvörðurinn Sergio Ramos, hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum, og argentínska stjarnan Lionel Messi, allir frítt. Auk þess var Achraf Hakimi keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 60 milljónir evra. Fáir hafa yfirgefið félagið á sama tíma. Mitchell Bakker var seldur á 7 milljónir evra til Bayer Leverkusen auk þess sem lánssamningar Alessandro Florenzi og Moise Kean hjá PSG runnu út. In the most recent season for which financial information is available (2019-20), PSG wages of 414m accounted for more than 31% of all wages in Ligue 1.In 2021-22 it will be closer to 40%. Five per cent of the players getting 40% of the cash. Seems legit.— Nick Harris (@sportingintel) August 14, 2021 Launapakki PSG hefur því þanist töluvert út. Wijnaldum valdi PSG fram yfir Barcelona vegna þess að PSG bauð honum gull og græna skóga, Sergio Ramos fær enn meira en hann í laun og þá er Lionel Messi talinn fá hálfa milljón evra í vikulaun frá félaginu. Ekkert franskt lið kemst með tærnar nálægt hælum Parísarliðsins þegar kemur að launagreiðslum, raunar eru mörg skónúmer þar á milli. PSG borgar eitt og sér meira en stór hluti deildarinnar samanlagður. Blaðamaðurinn Neil Harris, sem sérhæfir sig í fjármálahluta fótboltans, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að PSG hafi greitt meira en 31 prósent allra launa í frönsku deildinni tímabilið 2019-2020. Með öllum viðbótum PSG í sumar nálgast sú tala 40 prósent á komandi tímabili, hjá einu liði af 20 í deildinni. Fimm prósent leikmanna deildarinnar í Frakklandi fá því 40 prósent launanna. Qatar Sports Investments er fjármagnað af ríkissjóði Katar og eru Katarar taldir leggja mikla áherslu á að þeirra lið vinni Meistaradeildina sama ár og HM fer fram í ríkinu. Allt kapp er lagt á sigur í stærstu keppni Evrópu í vor áður en HM fer fram í lok næsta árs. Þrátt fyrir yfirburðastöðu sína mistókst PSG að fagna sigri í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Lille varð óvænt franskur meistari. Meistaravörn Lille-liðsins hefur þó farið illa af stað, en það tapaði 4-0 fyrir Nice síðustu helgi. Lið Nice þjálfar Christophe Galtier, sem stýrði Lille til titilsins á síðasta ári. PSG hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Frakklandi og er með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Angers og Clermont Foot. Franski boltinn Frakkland Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
PSG er með eitt dýrasta lið Evrópu en kostnaður hefur ekki verið nein fyrirstaða frá því að Qatar Sports Investments, með Nasser Al-Khelaïfi fremstan í flokki, festi kaup á félaginu árið 2011. Fyrir sumarið voru í liðinu tveir dýrustu leikmenn allra tíma, Brasilíumaðurinn Neymar sem var keyptur á 222 milljónir evra árið 2017 og Kylian Mbappé sem kom frá Mónakó á 180 milljónir evra ári síðar. Í sumar hafa bæst við ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, spænski miðvörðurinn Sergio Ramos, hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum, og argentínska stjarnan Lionel Messi, allir frítt. Auk þess var Achraf Hakimi keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 60 milljónir evra. Fáir hafa yfirgefið félagið á sama tíma. Mitchell Bakker var seldur á 7 milljónir evra til Bayer Leverkusen auk þess sem lánssamningar Alessandro Florenzi og Moise Kean hjá PSG runnu út. In the most recent season for which financial information is available (2019-20), PSG wages of 414m accounted for more than 31% of all wages in Ligue 1.In 2021-22 it will be closer to 40%. Five per cent of the players getting 40% of the cash. Seems legit.— Nick Harris (@sportingintel) August 14, 2021 Launapakki PSG hefur því þanist töluvert út. Wijnaldum valdi PSG fram yfir Barcelona vegna þess að PSG bauð honum gull og græna skóga, Sergio Ramos fær enn meira en hann í laun og þá er Lionel Messi talinn fá hálfa milljón evra í vikulaun frá félaginu. Ekkert franskt lið kemst með tærnar nálægt hælum Parísarliðsins þegar kemur að launagreiðslum, raunar eru mörg skónúmer þar á milli. PSG borgar eitt og sér meira en stór hluti deildarinnar samanlagður. Blaðamaðurinn Neil Harris, sem sérhæfir sig í fjármálahluta fótboltans, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að PSG hafi greitt meira en 31 prósent allra launa í frönsku deildinni tímabilið 2019-2020. Með öllum viðbótum PSG í sumar nálgast sú tala 40 prósent á komandi tímabili, hjá einu liði af 20 í deildinni. Fimm prósent leikmanna deildarinnar í Frakklandi fá því 40 prósent launanna. Qatar Sports Investments er fjármagnað af ríkissjóði Katar og eru Katarar taldir leggja mikla áherslu á að þeirra lið vinni Meistaradeildina sama ár og HM fer fram í ríkinu. Allt kapp er lagt á sigur í stærstu keppni Evrópu í vor áður en HM fer fram í lok næsta árs. Þrátt fyrir yfirburðastöðu sína mistókst PSG að fagna sigri í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Lille varð óvænt franskur meistari. Meistaravörn Lille-liðsins hefur þó farið illa af stað, en það tapaði 4-0 fyrir Nice síðustu helgi. Lið Nice þjálfar Christophe Galtier, sem stýrði Lille til titilsins á síðasta ári. PSG hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Frakklandi og er með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Angers og Clermont Foot.
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira