Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2021 09:07 Laxárdalurinn er klárlega eitt skemmtilegasta urriðasvæði landsins Laxárdalurinn í Laxá er eitt af þeim veiðisvæðum sem veiðimenn verða að prófa því fá svæði gefa jafn eftirminnilega upplifun af tæknilegri veiði. Þarna þurfa veiðimenn að vita hvað þeir eru að gera enda getur fiskurinn verið ótrúlega kröfuharður á bæði agn og framsetningu. Caddisbræður hafa verið með holl í ánni í allt sumar þar sem þeir leiðbeina og eru með leiðsögn um þetta magnaða svæði. Þessi væni urriði tók Galdralöpp Valdimar Hilmarsson einn af árnefndarmönnum Laxárdalnsins er við veiðar í hollinu sem stendur vaktina næstu daga og hann segir að það eru kjöraðstæður í dalnum núna. Frábært veður og áin að skarti sínu fegursta. Síðasta Caddis bræðra Holl ársins byrjaði í fyrradag og það var töluvert af fiski. Sá sem er á myndinni er 62 cm sem tók galdralöpp Jóns Aðalsteins, höfundi flugunnar til mikilla ánægju en hann er einmitt staddur í dalnum. Þetta er samt alltaf krefjandi veiði en virkilega gaman sérstaklega þegar aðstæður eru eins og í dag. Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði
Þarna þurfa veiðimenn að vita hvað þeir eru að gera enda getur fiskurinn verið ótrúlega kröfuharður á bæði agn og framsetningu. Caddisbræður hafa verið með holl í ánni í allt sumar þar sem þeir leiðbeina og eru með leiðsögn um þetta magnaða svæði. Þessi væni urriði tók Galdralöpp Valdimar Hilmarsson einn af árnefndarmönnum Laxárdalnsins er við veiðar í hollinu sem stendur vaktina næstu daga og hann segir að það eru kjöraðstæður í dalnum núna. Frábært veður og áin að skarti sínu fegursta. Síðasta Caddis bræðra Holl ársins byrjaði í fyrradag og það var töluvert af fiski. Sá sem er á myndinni er 62 cm sem tók galdralöpp Jóns Aðalsteins, höfundi flugunnar til mikilla ánægju en hann er einmitt staddur í dalnum. Þetta er samt alltaf krefjandi veiði en virkilega gaman sérstaklega þegar aðstæður eru eins og í dag.
Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði