41 árs og spilaði bara einn leik á síðasta tímabili en fékk samt nýjan NBA samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 12:15 Udonis Haslem hefur ekki mikið farið inn á völlinn undanfarin ár og hefur tíma fyrir annað á leikjum Miami Heat. EPA-EFE/RHONA WISE Udonis Haslem er búinn að ganga frá nýjum samningi við Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta. Haslem kemst um leið í fámennan hóp. Haslem fær 2,8 milljónir dollara fyrir eins árs samning sem eru um 353 milljónir í íslenskum krónum. Haslem er 41 árs gamall framherji sem spilaði sitt fyrsta tímabil með Miami Heat 2003–04 en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari með liðinu, 2006, 2012 og 2013. Cap is back for season 19 OFFICIAL: The Miami HEAT have re-signed forward Udonis Haslem.@MiamiHEAT // @ftx_us pic.twitter.com/236HvUFf5l— Miami HEAT (@MiamiHEAT) August 16, 2021 Haslem verður aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera í nítján tímabil eða meira hjá einu félagi og engu öðru. Dirk Nowitzki var í 21 ár hjá Dallas Mavericks, Kobe Bryant var 20 ár hjá Los Angeles Lakers, Tim Duncan var 19 ár hjá San Antonio Spurs og John Stockton var 19 ár hjá Utah Jazz. Það er óhætt að segja að Haslem sé í einstöku hlutverki hjá Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat. Hann notar nefnilega Haslem ekkert í leikjunum sjálfum. Haslem kom bara inn á í einum leik á síðasta tímabili og spilaði þá bara í þrjár mínútur. Hann hefur bara spilað samtals fimm leiki á síðustu tveimur leiktíðum. Spoelstra metur hans framlag mikið og þá sérstaklega hvaða fordæmi hann setur á æfingum fyrir aðra leikmenn og hversu mikið Haslem metur þess að vera fyrirliði liðsins þrátt fyrir að fá ekki að spila. Eini leikur Haslem á síðasta tímabili var líka frekar skrautlegur. Hann skoraði 4 stig, tók eitt frákast, fiskaði ruðning, fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi á móti Philadelphia 76ers 13. maí. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að spila bara samtals í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Haslem var langelsti maðurinn sem kom inn á í leik í NBA-deildinni á síðustu leiktíð næstum því tveimur og hálfu ári eldri en Anderson Varejao. Hann var sá ellefti elsti í sögunni og gæti komist upp í sjöunda sæti spili hann á komandi tímabili eftir 8. nóvember. NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Haslem fær 2,8 milljónir dollara fyrir eins árs samning sem eru um 353 milljónir í íslenskum krónum. Haslem er 41 árs gamall framherji sem spilaði sitt fyrsta tímabil með Miami Heat 2003–04 en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari með liðinu, 2006, 2012 og 2013. Cap is back for season 19 OFFICIAL: The Miami HEAT have re-signed forward Udonis Haslem.@MiamiHEAT // @ftx_us pic.twitter.com/236HvUFf5l— Miami HEAT (@MiamiHEAT) August 16, 2021 Haslem verður aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera í nítján tímabil eða meira hjá einu félagi og engu öðru. Dirk Nowitzki var í 21 ár hjá Dallas Mavericks, Kobe Bryant var 20 ár hjá Los Angeles Lakers, Tim Duncan var 19 ár hjá San Antonio Spurs og John Stockton var 19 ár hjá Utah Jazz. Það er óhætt að segja að Haslem sé í einstöku hlutverki hjá Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat. Hann notar nefnilega Haslem ekkert í leikjunum sjálfum. Haslem kom bara inn á í einum leik á síðasta tímabili og spilaði þá bara í þrjár mínútur. Hann hefur bara spilað samtals fimm leiki á síðustu tveimur leiktíðum. Spoelstra metur hans framlag mikið og þá sérstaklega hvaða fordæmi hann setur á æfingum fyrir aðra leikmenn og hversu mikið Haslem metur þess að vera fyrirliði liðsins þrátt fyrir að fá ekki að spila. Eini leikur Haslem á síðasta tímabili var líka frekar skrautlegur. Hann skoraði 4 stig, tók eitt frákast, fiskaði ruðning, fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi á móti Philadelphia 76ers 13. maí. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að spila bara samtals í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Haslem var langelsti maðurinn sem kom inn á í leik í NBA-deildinni á síðustu leiktíð næstum því tveimur og hálfu ári eldri en Anderson Varejao. Hann var sá ellefti elsti í sögunni og gæti komist upp í sjöunda sæti spili hann á komandi tímabili eftir 8. nóvember.
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum