41 árs og spilaði bara einn leik á síðasta tímabili en fékk samt nýjan NBA samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 12:15 Udonis Haslem hefur ekki mikið farið inn á völlinn undanfarin ár og hefur tíma fyrir annað á leikjum Miami Heat. EPA-EFE/RHONA WISE Udonis Haslem er búinn að ganga frá nýjum samningi við Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta. Haslem kemst um leið í fámennan hóp. Haslem fær 2,8 milljónir dollara fyrir eins árs samning sem eru um 353 milljónir í íslenskum krónum. Haslem er 41 árs gamall framherji sem spilaði sitt fyrsta tímabil með Miami Heat 2003–04 en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari með liðinu, 2006, 2012 og 2013. Cap is back for season 19 OFFICIAL: The Miami HEAT have re-signed forward Udonis Haslem.@MiamiHEAT // @ftx_us pic.twitter.com/236HvUFf5l— Miami HEAT (@MiamiHEAT) August 16, 2021 Haslem verður aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera í nítján tímabil eða meira hjá einu félagi og engu öðru. Dirk Nowitzki var í 21 ár hjá Dallas Mavericks, Kobe Bryant var 20 ár hjá Los Angeles Lakers, Tim Duncan var 19 ár hjá San Antonio Spurs og John Stockton var 19 ár hjá Utah Jazz. Það er óhætt að segja að Haslem sé í einstöku hlutverki hjá Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat. Hann notar nefnilega Haslem ekkert í leikjunum sjálfum. Haslem kom bara inn á í einum leik á síðasta tímabili og spilaði þá bara í þrjár mínútur. Hann hefur bara spilað samtals fimm leiki á síðustu tveimur leiktíðum. Spoelstra metur hans framlag mikið og þá sérstaklega hvaða fordæmi hann setur á æfingum fyrir aðra leikmenn og hversu mikið Haslem metur þess að vera fyrirliði liðsins þrátt fyrir að fá ekki að spila. Eini leikur Haslem á síðasta tímabili var líka frekar skrautlegur. Hann skoraði 4 stig, tók eitt frákast, fiskaði ruðning, fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi á móti Philadelphia 76ers 13. maí. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að spila bara samtals í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Haslem var langelsti maðurinn sem kom inn á í leik í NBA-deildinni á síðustu leiktíð næstum því tveimur og hálfu ári eldri en Anderson Varejao. Hann var sá ellefti elsti í sögunni og gæti komist upp í sjöunda sæti spili hann á komandi tímabili eftir 8. nóvember. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Haslem fær 2,8 milljónir dollara fyrir eins árs samning sem eru um 353 milljónir í íslenskum krónum. Haslem er 41 árs gamall framherji sem spilaði sitt fyrsta tímabil með Miami Heat 2003–04 en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari með liðinu, 2006, 2012 og 2013. Cap is back for season 19 OFFICIAL: The Miami HEAT have re-signed forward Udonis Haslem.@MiamiHEAT // @ftx_us pic.twitter.com/236HvUFf5l— Miami HEAT (@MiamiHEAT) August 16, 2021 Haslem verður aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera í nítján tímabil eða meira hjá einu félagi og engu öðru. Dirk Nowitzki var í 21 ár hjá Dallas Mavericks, Kobe Bryant var 20 ár hjá Los Angeles Lakers, Tim Duncan var 19 ár hjá San Antonio Spurs og John Stockton var 19 ár hjá Utah Jazz. Það er óhætt að segja að Haslem sé í einstöku hlutverki hjá Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat. Hann notar nefnilega Haslem ekkert í leikjunum sjálfum. Haslem kom bara inn á í einum leik á síðasta tímabili og spilaði þá bara í þrjár mínútur. Hann hefur bara spilað samtals fimm leiki á síðustu tveimur leiktíðum. Spoelstra metur hans framlag mikið og þá sérstaklega hvaða fordæmi hann setur á æfingum fyrir aðra leikmenn og hversu mikið Haslem metur þess að vera fyrirliði liðsins þrátt fyrir að fá ekki að spila. Eini leikur Haslem á síðasta tímabili var líka frekar skrautlegur. Hann skoraði 4 stig, tók eitt frákast, fiskaði ruðning, fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi á móti Philadelphia 76ers 13. maí. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að spila bara samtals í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Haslem var langelsti maðurinn sem kom inn á í leik í NBA-deildinni á síðustu leiktíð næstum því tveimur og hálfu ári eldri en Anderson Varejao. Hann var sá ellefti elsti í sögunni og gæti komist upp í sjöunda sæti spili hann á komandi tímabili eftir 8. nóvember.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Leik lokið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti