41 árs og spilaði bara einn leik á síðasta tímabili en fékk samt nýjan NBA samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 12:15 Udonis Haslem hefur ekki mikið farið inn á völlinn undanfarin ár og hefur tíma fyrir annað á leikjum Miami Heat. EPA-EFE/RHONA WISE Udonis Haslem er búinn að ganga frá nýjum samningi við Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta. Haslem kemst um leið í fámennan hóp. Haslem fær 2,8 milljónir dollara fyrir eins árs samning sem eru um 353 milljónir í íslenskum krónum. Haslem er 41 árs gamall framherji sem spilaði sitt fyrsta tímabil með Miami Heat 2003–04 en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari með liðinu, 2006, 2012 og 2013. Cap is back for season 19 OFFICIAL: The Miami HEAT have re-signed forward Udonis Haslem.@MiamiHEAT // @ftx_us pic.twitter.com/236HvUFf5l— Miami HEAT (@MiamiHEAT) August 16, 2021 Haslem verður aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera í nítján tímabil eða meira hjá einu félagi og engu öðru. Dirk Nowitzki var í 21 ár hjá Dallas Mavericks, Kobe Bryant var 20 ár hjá Los Angeles Lakers, Tim Duncan var 19 ár hjá San Antonio Spurs og John Stockton var 19 ár hjá Utah Jazz. Það er óhætt að segja að Haslem sé í einstöku hlutverki hjá Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat. Hann notar nefnilega Haslem ekkert í leikjunum sjálfum. Haslem kom bara inn á í einum leik á síðasta tímabili og spilaði þá bara í þrjár mínútur. Hann hefur bara spilað samtals fimm leiki á síðustu tveimur leiktíðum. Spoelstra metur hans framlag mikið og þá sérstaklega hvaða fordæmi hann setur á æfingum fyrir aðra leikmenn og hversu mikið Haslem metur þess að vera fyrirliði liðsins þrátt fyrir að fá ekki að spila. Eini leikur Haslem á síðasta tímabili var líka frekar skrautlegur. Hann skoraði 4 stig, tók eitt frákast, fiskaði ruðning, fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi á móti Philadelphia 76ers 13. maí. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að spila bara samtals í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Haslem var langelsti maðurinn sem kom inn á í leik í NBA-deildinni á síðustu leiktíð næstum því tveimur og hálfu ári eldri en Anderson Varejao. Hann var sá ellefti elsti í sögunni og gæti komist upp í sjöunda sæti spili hann á komandi tímabili eftir 8. nóvember. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Haslem fær 2,8 milljónir dollara fyrir eins árs samning sem eru um 353 milljónir í íslenskum krónum. Haslem er 41 árs gamall framherji sem spilaði sitt fyrsta tímabil með Miami Heat 2003–04 en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari með liðinu, 2006, 2012 og 2013. Cap is back for season 19 OFFICIAL: The Miami HEAT have re-signed forward Udonis Haslem.@MiamiHEAT // @ftx_us pic.twitter.com/236HvUFf5l— Miami HEAT (@MiamiHEAT) August 16, 2021 Haslem verður aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær að vera í nítján tímabil eða meira hjá einu félagi og engu öðru. Dirk Nowitzki var í 21 ár hjá Dallas Mavericks, Kobe Bryant var 20 ár hjá Los Angeles Lakers, Tim Duncan var 19 ár hjá San Antonio Spurs og John Stockton var 19 ár hjá Utah Jazz. Það er óhætt að segja að Haslem sé í einstöku hlutverki hjá Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat. Hann notar nefnilega Haslem ekkert í leikjunum sjálfum. Haslem kom bara inn á í einum leik á síðasta tímabili og spilaði þá bara í þrjár mínútur. Hann hefur bara spilað samtals fimm leiki á síðustu tveimur leiktíðum. Spoelstra metur hans framlag mikið og þá sérstaklega hvaða fordæmi hann setur á æfingum fyrir aðra leikmenn og hversu mikið Haslem metur þess að vera fyrirliði liðsins þrátt fyrir að fá ekki að spila. Eini leikur Haslem á síðasta tímabili var líka frekar skrautlegur. Hann skoraði 4 stig, tók eitt frákast, fiskaði ruðning, fékk tvær tæknivillur og var rekinn út úr húsi á móti Philadelphia 76ers 13. maí. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að spila bara samtals í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur. Haslem var langelsti maðurinn sem kom inn á í leik í NBA-deildinni á síðustu leiktíð næstum því tveimur og hálfu ári eldri en Anderson Varejao. Hann var sá ellefti elsti í sögunni og gæti komist upp í sjöunda sæti spili hann á komandi tímabili eftir 8. nóvember.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira