Ísak hóf leik á miðju Norrköping og eftir tæplega hálftíma leik skoraði hann fyrsta mark leiksins sem sjá má hér neðar í fréttinni.
Östersund tókst að jafna metin í síðari hálfleik en Norrköping náði forystunni aftur áður en yfir lauk og lokatölur 1-2 fyrir Norrköping.
Ísak Bergmann lék allan leikinn fyrir Norrköping en Ari Freyr Skúlason var ekki í leikmannahópnum í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson ger IFK Norrköping ledningen borta mot Östersunds FK!
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 15, 2021
Se matchen på https://t.co/U8GJcAsMFu pic.twitter.com/5KZhCPDbS2
Á sama tíma lék Jón Guðni Fjóluson allan leikinn í vörn Hammarby sem beið lægri hlut fyrir Elfsborg, 0-2.