Haaland sökkti Eintracht Frankfurt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 19:27 Bestur á vellinum í dag. AP Photo/Martin Meissner Borussia Dortmund fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn í dag í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Erling Braut-Haaland stal að venju senunni með frábærum leik. Fyrir leikinn voru gulklæddir Dortmunt taldir sigurstranglegri en gestirnir en það mátti ekki miklu muna þar sem lítið skildi liðin að á síðustu leiktíð. Þá lenti Dortmund í þriðja sæti Bundesligunnar en Frankfurt lokaði tímabilinu í fimmta sæti þremur stigum á eftir. Það tók Dortmund 23 mínútur að komast yfir. Þar var að verki hin óviðjafnanlegi Marco Reus eftir sendingu frá Haaland. Frankfurt jafnaði þó strax í kjölfarið með sjálfsmarki Felix Passlack. Heimamenn áttu þó eftir að skora tvö mörk áður en hálfleiksflautan gall. Fyrst var það Thorgan Hazard sem skoraði eftir undirbúning Haaland á 32. mínútu en Haaland skoraði svo sjálfur tveimur mínútum síðar. 3-1 í hálfleik. Pretty good, pretty pretty good pic.twitter.com/B8TdtTmanE— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 14, 2021 Dortmund hélt svo áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik en Giovanni Reyna skoraði á 58. mínútu áður en fimmta markið kom frá Haaland á 70. mínútu eftir undirbúning Marco Reus sem þakkaði þar með kærlega fyrir stoðsendinguna í fyrsta markinu. Jens Petter Hauge skoraði svo sárabótarmark fyrir gestina á 86. mínútu. 5-2 og Haaland byrjar þetta tímabil nákvæmlega eins og hann endaði það síðasta. Tvö mörk og tvær stoðsendingar uppskeran í dag. Önnur úrslit úr þýsku Bundesligunni í dag voru þessi: Armenia Bielefeld 0-0 Freiburg Augsburg 0-4 Hoffenheim (Alfreð Finnbogason meiddur) Union Berlin 1-1 Bayer Leverkusen VfB Stuttgart 5-1 Greuther Fuerth Wolfsburg 1-0 Bochum Þýski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Fyrir leikinn voru gulklæddir Dortmunt taldir sigurstranglegri en gestirnir en það mátti ekki miklu muna þar sem lítið skildi liðin að á síðustu leiktíð. Þá lenti Dortmund í þriðja sæti Bundesligunnar en Frankfurt lokaði tímabilinu í fimmta sæti þremur stigum á eftir. Það tók Dortmund 23 mínútur að komast yfir. Þar var að verki hin óviðjafnanlegi Marco Reus eftir sendingu frá Haaland. Frankfurt jafnaði þó strax í kjölfarið með sjálfsmarki Felix Passlack. Heimamenn áttu þó eftir að skora tvö mörk áður en hálfleiksflautan gall. Fyrst var það Thorgan Hazard sem skoraði eftir undirbúning Haaland á 32. mínútu en Haaland skoraði svo sjálfur tveimur mínútum síðar. 3-1 í hálfleik. Pretty good, pretty pretty good pic.twitter.com/B8TdtTmanE— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 14, 2021 Dortmund hélt svo áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik en Giovanni Reyna skoraði á 58. mínútu áður en fimmta markið kom frá Haaland á 70. mínútu eftir undirbúning Marco Reus sem þakkaði þar með kærlega fyrir stoðsendinguna í fyrsta markinu. Jens Petter Hauge skoraði svo sárabótarmark fyrir gestina á 86. mínútu. 5-2 og Haaland byrjar þetta tímabil nákvæmlega eins og hann endaði það síðasta. Tvö mörk og tvær stoðsendingar uppskeran í dag. Önnur úrslit úr þýsku Bundesligunni í dag voru þessi: Armenia Bielefeld 0-0 Freiburg Augsburg 0-4 Hoffenheim (Alfreð Finnbogason meiddur) Union Berlin 1-1 Bayer Leverkusen VfB Stuttgart 5-1 Greuther Fuerth Wolfsburg 1-0 Bochum
Þýski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira