Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum Eiður Þór Árnason skrifar 13. ágúst 2021 15:15 Ýmsar tilgátur eru uppi um furðulegheit næturinnar. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp á höfuðborgarsvæðinu, hefur átt óvenjulegan vinnudag. Samsett Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum. „Við erum búin að skemmta okkur vel yfir þessu,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk Hopp hefur fengið veður af því að minnst tveir fiskar hafi fundist á rafskútum fyrirtækisins í gær og morgun en ekki séð neina þeirra með berum augum. Sæunn telur líklegt að notendur hafi tekið það á sig losa sig við fiskana en af myndum að dæma er um að ræða smágerða þorska. Hún bætir við að margar spurningar hafi eðlilega kviknað hjá starfsmönnum Hopp sem kannast ekki við að fiskar hafi áður reynt að nýta sér rafskútur fyrirtækisins. Veit ekki hvernig ég á að taka þessu pic.twitter.com/0FXV2myVTC— Eyþór Máni (@eythormani) August 13, 2021 „Það er búið að spinnast mikið af skemmtilegum sögum hjá starfsfólkinu út af þessu og vangaveltur um það hvort þetta sé gjöf, hvort þeir hafi verið að dorga og hvar þá og hvort þetta sé vinahópur,“ segir Sæunn létt í bragði. „Þetta er bara skemmtilegt en leiðinlegt að geta ekki nýtt fiskinn og borðað hann. Hann er betur geymdur í kæli.“ Fiskabylting á föstudeginum þrettánda Ingibjörg Þórðardóttir var á leið heim úr miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni þegar hún sá fisk á þurru hjóli. „Það var fiskur á hverju einasta hjóli sem við komum að þannig við ákváðum bara að sleppa því að taka Hopp og labba heim,“ segir Ingibjörg. Þær hafi séð fiska á sex rafskútum við Sæbraut og Klambratún. Á einni þeirra mátti finna hvítan plastpoka sem Ingibjörg telur að hafi verið notaður undir fiskana. „Ég fatta ekki alveg hvað gekk í gegnum hausinn á fólkinu sem gerði þetta,“ bætir hún við á milli hlátraskalla. Sumir þorskarnir voru minni en aðrir og hugsanlegt að þeir hafi verið veiddir í höfninni. Ingibjörg Þórðardóttir Ingibjörg bendir á að þegar hér var komið við sögu var runnin upp föstudagurinn þrettándi en samkvæmt hjátrúnni eru slæmir atburðir líklegri til að gerast þegar þrettánda dag mánaðar ber upp á föstudegi. „Ég held að þetta sé einhver fiskabylting,“ bætir hún við. Það vakti athygli Ingibjargar að þar sem finna mátti rafskútu frá erlenda samkeppnisaðilanum Wind við hliðina á Hopp-hjólum, urðu hin íslensku einungis fyrir barðinu á hryggdýrunum. Því sé ekki hægt að útiloka að um sé að ræða rætna herferð á vegum samkeppnisaðilans eða stuðningsmanna hans. „Það þykir mér ótrúlega ólíklegt en þá þurfum við bara að hefna okkar,“ segir Sæunn, framkvæmdastjóri Hopp, hlæjandi þegar þessi tilgáta er borin undir hana. „Þá er bara spurning hvað við gerum á móti, það er spurning hvort við séum komin í stríð við Wind.“ Fiski minn pic.twitter.com/FQvGQlXiC1— ingirbjörg (@indibonda) August 12, 2021 Hopp býður fría ferð Sæunn vonar að huldumaðurinn eða hópurinn stígi fram og gangist við verknaðinum. „Við viljum bara hitta hann í persónu hér [í höfuðstöðvum Hopp] í Skipholti. Við höldum ekki að það sé neikvætt að fólk sé að henda í okkur fisk, okkur finnst þetta bara skemmtilegt og langar að gefa þeim frítt Hopp.“ Engin gremja sé meðal starfsfólks sem hafi þurft að þrífa hjólin í morgun. „Neinei, við smúlum þau bara. Við þrífum þau alltaf vel og sótthreinsum þegar þau koma inn til okkar. Það er kannski bara leiðinlegt fyrir okkar notendur.“ Dýr Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Við erum búin að skemmta okkur vel yfir þessu,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk Hopp hefur fengið veður af því að minnst tveir fiskar hafi fundist á rafskútum fyrirtækisins í gær og morgun en ekki séð neina þeirra með berum augum. Sæunn telur líklegt að notendur hafi tekið það á sig losa sig við fiskana en af myndum að dæma er um að ræða smágerða þorska. Hún bætir við að margar spurningar hafi eðlilega kviknað hjá starfsmönnum Hopp sem kannast ekki við að fiskar hafi áður reynt að nýta sér rafskútur fyrirtækisins. Veit ekki hvernig ég á að taka þessu pic.twitter.com/0FXV2myVTC— Eyþór Máni (@eythormani) August 13, 2021 „Það er búið að spinnast mikið af skemmtilegum sögum hjá starfsfólkinu út af þessu og vangaveltur um það hvort þetta sé gjöf, hvort þeir hafi verið að dorga og hvar þá og hvort þetta sé vinahópur,“ segir Sæunn létt í bragði. „Þetta er bara skemmtilegt en leiðinlegt að geta ekki nýtt fiskinn og borðað hann. Hann er betur geymdur í kæli.“ Fiskabylting á föstudeginum þrettánda Ingibjörg Þórðardóttir var á leið heim úr miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni þegar hún sá fisk á þurru hjóli. „Það var fiskur á hverju einasta hjóli sem við komum að þannig við ákváðum bara að sleppa því að taka Hopp og labba heim,“ segir Ingibjörg. Þær hafi séð fiska á sex rafskútum við Sæbraut og Klambratún. Á einni þeirra mátti finna hvítan plastpoka sem Ingibjörg telur að hafi verið notaður undir fiskana. „Ég fatta ekki alveg hvað gekk í gegnum hausinn á fólkinu sem gerði þetta,“ bætir hún við á milli hlátraskalla. Sumir þorskarnir voru minni en aðrir og hugsanlegt að þeir hafi verið veiddir í höfninni. Ingibjörg Þórðardóttir Ingibjörg bendir á að þegar hér var komið við sögu var runnin upp föstudagurinn þrettándi en samkvæmt hjátrúnni eru slæmir atburðir líklegri til að gerast þegar þrettánda dag mánaðar ber upp á föstudegi. „Ég held að þetta sé einhver fiskabylting,“ bætir hún við. Það vakti athygli Ingibjargar að þar sem finna mátti rafskútu frá erlenda samkeppnisaðilanum Wind við hliðina á Hopp-hjólum, urðu hin íslensku einungis fyrir barðinu á hryggdýrunum. Því sé ekki hægt að útiloka að um sé að ræða rætna herferð á vegum samkeppnisaðilans eða stuðningsmanna hans. „Það þykir mér ótrúlega ólíklegt en þá þurfum við bara að hefna okkar,“ segir Sæunn, framkvæmdastjóri Hopp, hlæjandi þegar þessi tilgáta er borin undir hana. „Þá er bara spurning hvað við gerum á móti, það er spurning hvort við séum komin í stríð við Wind.“ Fiski minn pic.twitter.com/FQvGQlXiC1— ingirbjörg (@indibonda) August 12, 2021 Hopp býður fría ferð Sæunn vonar að huldumaðurinn eða hópurinn stígi fram og gangist við verknaðinum. „Við viljum bara hitta hann í persónu hér [í höfuðstöðvum Hopp] í Skipholti. Við höldum ekki að það sé neikvætt að fólk sé að henda í okkur fisk, okkur finnst þetta bara skemmtilegt og langar að gefa þeim frítt Hopp.“ Engin gremja sé meðal starfsfólks sem hafi þurft að þrífa hjólin í morgun. „Neinei, við smúlum þau bara. Við þrífum þau alltaf vel og sótthreinsum þegar þau koma inn til okkar. Það er kannski bara leiðinlegt fyrir okkar notendur.“
Dýr Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira