Gríska undrið fékk kveðju frá átrúnargoðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2021 09:00 Giannis ætlaði sér ekki alltaf að verða körfuboltamaður. Jonathan Daniel/Getty Images Giannis Antetokounmpo, gríska undrið, varð í vor meistari í NBA-deildinni í körfubolta með liði sínu Milwaukee Bucks. Hann vildi þó á sínum tíma alltaf verða atvinnumaður í fótbolta en faðir hans spilaði fótbolta þegar Giannis var ungur. Giannis kemur frá Grikklandi en foreldrar hans flúðu þangað á sínum tíma frá Nígeríu. Hann hafði lítinn áhuga á körfubolta þangað til á táningsárunum og þá fóru hjólin að snúast. Hann kom inn í NBA-deildina árið 2013 og varð nú í vor loksins meistari með Milwaukee Bucks ásamt því að vera valinn verðmætasti leikmaður úrslita einvígisins. Hann fékk nýverið skilaboð frá átrúnargoði sínu, fyrrverandi knattspyrnumanninum Thierry Henry sem er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins. Hann varð á sínum tíma heims- og Evrópumeistari með Frakklandi ásamt því að vinna fjölda titla með Arsenal og Barcelona. Henry sendi Giannis skemmtilega kveðju þar sem hann hrósaði Grikkjanum fyrir árangur sinn og að hafa loksins náð markmiðum sínum, að verða meistari. „Ég man eftir því þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir að vera meistari einn daginn og þú myndir gera allt sem í valdi þínu stæði til að verða meistari. Nú hefur loksins náð því, ég er viss um að þú vitir nú að það er ekki hvernig þú dettur heldur hvernig þú stendur upp. Þú hefur gert það fyrir borgina þína, liðið þitt og sjálfan þig. Þeir reyndu að halda þér niðri en þú hlustaðir ekki á hávaðann og tókst að koma með titilinn, loksins, aftur til Milwaukee. Njóttu vel og sjáumst við tækifæri meistari,“ sagði Henry í kveðju sinni. We surprised @Giannis_An34 with a special congratulatory message from his childhood idol, @Arsenal legend, Thierry Henry: pic.twitter.com/HPOKJwBTkX— Milwaukee Bucks (@Bucks) August 12, 2021 „Þetta er brjálað maður. Ég vildi vera eins og hann þegar ég var yngri, því pabbi minn var að spila fótbolta. Svo varð ég ástfanginn af körfubolta. Að fá skilaboð frá honum er samt frábært. Að fá svona skilaboð frá goðsögn, það er stórt.“ „Thierry, þakka þér kærlega fyrir ef þú sérð þetta myndband,“ sagði Giannis að lokum. Thierry Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins eftir farsælan feril sem leikmaður.EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Körfubolti Fótbolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Giannis kemur frá Grikklandi en foreldrar hans flúðu þangað á sínum tíma frá Nígeríu. Hann hafði lítinn áhuga á körfubolta þangað til á táningsárunum og þá fóru hjólin að snúast. Hann kom inn í NBA-deildina árið 2013 og varð nú í vor loksins meistari með Milwaukee Bucks ásamt því að vera valinn verðmætasti leikmaður úrslita einvígisins. Hann fékk nýverið skilaboð frá átrúnargoði sínu, fyrrverandi knattspyrnumanninum Thierry Henry sem er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins. Hann varð á sínum tíma heims- og Evrópumeistari með Frakklandi ásamt því að vinna fjölda titla með Arsenal og Barcelona. Henry sendi Giannis skemmtilega kveðju þar sem hann hrósaði Grikkjanum fyrir árangur sinn og að hafa loksins náð markmiðum sínum, að verða meistari. „Ég man eftir því þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir að vera meistari einn daginn og þú myndir gera allt sem í valdi þínu stæði til að verða meistari. Nú hefur loksins náð því, ég er viss um að þú vitir nú að það er ekki hvernig þú dettur heldur hvernig þú stendur upp. Þú hefur gert það fyrir borgina þína, liðið þitt og sjálfan þig. Þeir reyndu að halda þér niðri en þú hlustaðir ekki á hávaðann og tókst að koma með titilinn, loksins, aftur til Milwaukee. Njóttu vel og sjáumst við tækifæri meistari,“ sagði Henry í kveðju sinni. We surprised @Giannis_An34 with a special congratulatory message from his childhood idol, @Arsenal legend, Thierry Henry: pic.twitter.com/HPOKJwBTkX— Milwaukee Bucks (@Bucks) August 12, 2021 „Þetta er brjálað maður. Ég vildi vera eins og hann þegar ég var yngri, því pabbi minn var að spila fótbolta. Svo varð ég ástfanginn af körfubolta. Að fá skilaboð frá honum er samt frábært. Að fá svona skilaboð frá goðsögn, það er stórt.“ „Thierry, þakka þér kærlega fyrir ef þú sérð þetta myndband,“ sagði Giannis að lokum. Thierry Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins eftir farsælan feril sem leikmaður.EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER
Körfubolti Fótbolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira