Dallas Cowboys í Hard Knocks þáttunum og sá fyrsti sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 13:00 Dallas Cowboys er mjög áhugavert lið í vetur og margir eru því spenntir fyrir því að fá að vera fluga á vegg á undirbúningstímabili liðsins. AP/John McCoy Það styttist í nýtt NFL tímabil í ameríska fótboltanum og árlegur forsmekkur af þeirri veislu eru hinir vinsælu Hard Knocks þættir sem fjalla aðdraganda tímabilsins hjá einu ákveðnu félagi. Stöð 2 Sport heldur áfram að sýna frá þessum þáttum í sömu viku og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. Í Hard Knocks þáttaröðinni fá myndavélarnar og hljóðnemarnir að vera eins og fluga á vegg á undirbúningstímabili hjá einu tilteknu félagi. Hard Knocks þátturinn fær að þessu sinni að vera á bak við tjöldin hjá Dallas Cowboys í ár og eru margir spenntir fyrir því að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá einu allra vinsælasta liði Bandaríkjanna. The wait is over! #HardKnocks is back and better than ever TONIGHT! pic.twitter.com/ake2VWKGJz— NFL Films (@NFLFilms) August 10, 2021 Fáir eigendur eru litríkari eða afskiptasamari en einmitt Jerry Jones hjá Dallas Cowboys. Á hans tíma hefur félagið orðið það verðmætasta í Bandaríkjunum. Cowboys liðið vann þrjár meistaratitla fljótlega eftir að hann eignaðist félagið en hefur nú ekki orðið NFL-meistari síðan 1995 eða í 26 ár. Pressan hefur aukist á hverju ári síðasta áratuginn en Jones er duglegur að koma með umdeildar yfirlýsingar og sækist mikið í sviðsljósið. Það er líka mikill áhugi á Cowboys liðinu sem er kallað „America’s Team“ eða „Uppáhaldslið Ameríku“. Það eru margar stjörnur í Dallas liðinu sem fá örugglega að láta ljós sitt skína í þáttunum. Leikstjórnandinn Dak Prescott er að koma til baka eftir slæm meiðsli á miðju síðasta tímabili, hlauparinn Ezekiel Elliott þarf að sýna meira en í fyrra og varnarmaðurinn Jaylon Smith er engin smásmíði. Þá eru ótaldir útherjar eins og Amari Cooper og CeeDee Lamb. .@EzekielElliott s first day of camp got off to a rough start. @DallasCowboys | #HardKnocksNow pic.twitter.com/mkQtoRlJuq— NFL Films (@NFLFilms) August 2, 2021 Þættirnir taka oft fyrir ákveðna leikmenn og þar fá áhorfendur að kynnast lífi þeirra betur. Einhverjir nýliðar í liðinu verða örugglega í þeim hópi. Í fyrsta þættinum er sjónarhornið á fyrrnefndan Dak Prescott og endurkomu hans eftir slæm ökklameiðsli. Þetta er sextánda árið þar sem Hard Knocks þátturinn er sýndur en í fyrra var fylgst með bæði Los Angeles Chargers og Los Angeles Rams. Oakland Raiders var árið 2019 og Cleveland Browns árið 2018. Dallas hefur verið tvisvar áður í þáttunum en það var á upphafsárum hans eða 2002 (2. þáttaröð) og 2008 (4. þáttaröð). Fyrsti þátturinn af Hard Knocks 2021 verður sýndur klukkan 20.40 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Stöð 2 Sport heldur áfram að sýna frá þessum þáttum í sömu viku og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. Í Hard Knocks þáttaröðinni fá myndavélarnar og hljóðnemarnir að vera eins og fluga á vegg á undirbúningstímabili hjá einu tilteknu félagi. Hard Knocks þátturinn fær að þessu sinni að vera á bak við tjöldin hjá Dallas Cowboys í ár og eru margir spenntir fyrir því að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá einu allra vinsælasta liði Bandaríkjanna. The wait is over! #HardKnocks is back and better than ever TONIGHT! pic.twitter.com/ake2VWKGJz— NFL Films (@NFLFilms) August 10, 2021 Fáir eigendur eru litríkari eða afskiptasamari en einmitt Jerry Jones hjá Dallas Cowboys. Á hans tíma hefur félagið orðið það verðmætasta í Bandaríkjunum. Cowboys liðið vann þrjár meistaratitla fljótlega eftir að hann eignaðist félagið en hefur nú ekki orðið NFL-meistari síðan 1995 eða í 26 ár. Pressan hefur aukist á hverju ári síðasta áratuginn en Jones er duglegur að koma með umdeildar yfirlýsingar og sækist mikið í sviðsljósið. Það er líka mikill áhugi á Cowboys liðinu sem er kallað „America’s Team“ eða „Uppáhaldslið Ameríku“. Það eru margar stjörnur í Dallas liðinu sem fá örugglega að láta ljós sitt skína í þáttunum. Leikstjórnandinn Dak Prescott er að koma til baka eftir slæm meiðsli á miðju síðasta tímabili, hlauparinn Ezekiel Elliott þarf að sýna meira en í fyrra og varnarmaðurinn Jaylon Smith er engin smásmíði. Þá eru ótaldir útherjar eins og Amari Cooper og CeeDee Lamb. .@EzekielElliott s first day of camp got off to a rough start. @DallasCowboys | #HardKnocksNow pic.twitter.com/mkQtoRlJuq— NFL Films (@NFLFilms) August 2, 2021 Þættirnir taka oft fyrir ákveðna leikmenn og þar fá áhorfendur að kynnast lífi þeirra betur. Einhverjir nýliðar í liðinu verða örugglega í þeim hópi. Í fyrsta þættinum er sjónarhornið á fyrrnefndan Dak Prescott og endurkomu hans eftir slæm ökklameiðsli. Þetta er sextánda árið þar sem Hard Knocks þátturinn er sýndur en í fyrra var fylgst með bæði Los Angeles Chargers og Los Angeles Rams. Oakland Raiders var árið 2019 og Cleveland Browns árið 2018. Dallas hefur verið tvisvar áður í þáttunum en það var á upphafsárum hans eða 2002 (2. þáttaröð) og 2008 (4. þáttaröð). Fyrsti þátturinn af Hard Knocks 2021 verður sýndur klukkan 20.40 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira