Auðvelt hjá Chelsea í fyrsta leik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 16:00 Trevoh Chalobeh þakkaði traustið með marki Tess Derry/PA via AP Chelsea, sem margir spá góðu gengi á tímabilinu voru án Romelu Lukaku sem var keyptur til liðsins frá inter Milan fyrir skemmstu. Það kom þó ekki að sök því að þeir bláklæddu höfðu tögl og haldir allan leikinn og unnu að lokum 3-0 sigur. Bláliðar stilltu upp þriggja manna varnarlínu í dag með Cesar Azpilicueta og Marcus Alonso í vængbakvörðunum. Það voru líka óvænt tíðindi að sjá hinn unga Trevoh Chalobah í vörninni en hann hefur verið á hinum ýmsu lánum undanfarin ár. Timo Werner var svo í fremstu víglínu hjá Chelsea ásamt Pulisic og Mason Mount. Made in Cobham. 3-0 pic.twitter.com/teZ1vGerWC— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 14, 2021 Á 27. mínútu skoraði Marcus Alonso glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og Christian Pulisic bætti við marki áður en hálfleiknum lauk. Það var svo Chabolah sem þakkaði fyrir traustið á 58. mínútu með bylmingsskoti fyrir utan teig. 3-0 reyndust svo lokatölur leiksins. Önnur úrslit í ensku úrvalsdeildinni í leikjunum sem hófust klukkan 14:00 voru eftirfarandi: Everton 3 - 1 Southampton Burnley 1 - 2 Brighton Leicester 1 - 0 Wolves Watford 3 - 2 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn
Chelsea, sem margir spá góðu gengi á tímabilinu voru án Romelu Lukaku sem var keyptur til liðsins frá inter Milan fyrir skemmstu. Það kom þó ekki að sök því að þeir bláklæddu höfðu tögl og haldir allan leikinn og unnu að lokum 3-0 sigur. Bláliðar stilltu upp þriggja manna varnarlínu í dag með Cesar Azpilicueta og Marcus Alonso í vængbakvörðunum. Það voru líka óvænt tíðindi að sjá hinn unga Trevoh Chalobah í vörninni en hann hefur verið á hinum ýmsu lánum undanfarin ár. Timo Werner var svo í fremstu víglínu hjá Chelsea ásamt Pulisic og Mason Mount. Made in Cobham. 3-0 pic.twitter.com/teZ1vGerWC— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 14, 2021 Á 27. mínútu skoraði Marcus Alonso glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og Christian Pulisic bætti við marki áður en hálfleiknum lauk. Það var svo Chabolah sem þakkaði fyrir traustið á 58. mínútu með bylmingsskoti fyrir utan teig. 3-0 reyndust svo lokatölur leiksins. Önnur úrslit í ensku úrvalsdeildinni í leikjunum sem hófust klukkan 14:00 voru eftirfarandi: Everton 3 - 1 Southampton Burnley 1 - 2 Brighton Leicester 1 - 0 Wolves Watford 3 - 2 Aston Villa
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti