Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:04 Tónlistarmaðurinn Kanye West lætur ennþá bíða eftir sér, en biðin hefur skilað sér í einstakri markaðssetningu plötunnar. Getty/Kevin Mazur Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. Platan dularfulla sem ber nafnið Donda, átti upphaflega að koma út fyrir ári síðan. Útgáfudegi hefur sífellt verið frestað og ennþá bólar ekkert á plötunni. Hlustunarpartýi sem Kanye hélt þann 5. ágúst á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta, var streymt inni á efnisveitunni Apple Music. Samkvæmt tímaritinu Billboard sló hlustunarpartýið met Apple Music en um 5,4 milljónir manns horfðu á streymið. Hlustunarpartýið þann 5. ágúst er ekki það fyrsta sem Kanye heldur vegna plötunnar. Þegar ekkert bólaði á plötunni á síðasta ári héldu aðdáendur ef til vill að Kanye hefði lagt hana á hilluna, þar til hann hélt óvænt hlustunarpartý í Las Vegas þann 18. júlí síðastliðinn. Hann hélt annað hlustunarpartý fjórum dögum síðar á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta og tilkynnt var að platan væri væntanleg þann 23. júlí - en sú dagsetning stóðst ekki. Þegar platan var spiluð þann 5. ágúst hafði hún tekið talsverðum breytingum frá fyrra hlustunarpartýi. Til stóð að platan kæmi út daginn eftir, 6. ágúst, en ekki varð af því. Even with his new album yet to materialize on streaming services, Kanye West's spins have been experiencing a major surge https://t.co/DrtUqRvoJJ— billboard (@billboard) August 12, 2021 Samkvæmt nýjustu upplýsingum inni á Apple Music stendur til að platan komi út á morgun, 13. ágúst en því skal tekið með fyrirvara ef marka má fyrri reynslu. Kanye gaf síðast út plötu árið 2019 og hafa aðdáendur því beiðið í ofvæni eftir nýju plötunni, en tónlistarmaðurinn er þekktur fyrir það að láta bíða eftir sér. Nú þegar er talið að tónlistarmaðurinn hafi selt varning tengdan plötunni fyrir tæpar 900 milljónir íslenskra króna. All of us talking to Kanye like... #DONDA pic.twitter.com/TbxamZZgrx— Critical Fade (@KiDePic4real) August 7, 2021 Kanye er mikill hugsjónamaður og fer óhefðbundnar leiðir. Fyrir þær sakir er hann ýmist dýrkaður eða gagnrýndur, talinn snillingur eða klikkaður. Ljóst er þó að sá gjörningur sem hefur átt sér stað í kringum Donda hefur skilað sér í markaðssetningu sem á sér enga hliðstæðu. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10 Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Platan dularfulla sem ber nafnið Donda, átti upphaflega að koma út fyrir ári síðan. Útgáfudegi hefur sífellt verið frestað og ennþá bólar ekkert á plötunni. Hlustunarpartýi sem Kanye hélt þann 5. ágúst á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta, var streymt inni á efnisveitunni Apple Music. Samkvæmt tímaritinu Billboard sló hlustunarpartýið met Apple Music en um 5,4 milljónir manns horfðu á streymið. Hlustunarpartýið þann 5. ágúst er ekki það fyrsta sem Kanye heldur vegna plötunnar. Þegar ekkert bólaði á plötunni á síðasta ári héldu aðdáendur ef til vill að Kanye hefði lagt hana á hilluna, þar til hann hélt óvænt hlustunarpartý í Las Vegas þann 18. júlí síðastliðinn. Hann hélt annað hlustunarpartý fjórum dögum síðar á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta og tilkynnt var að platan væri væntanleg þann 23. júlí - en sú dagsetning stóðst ekki. Þegar platan var spiluð þann 5. ágúst hafði hún tekið talsverðum breytingum frá fyrra hlustunarpartýi. Til stóð að platan kæmi út daginn eftir, 6. ágúst, en ekki varð af því. Even with his new album yet to materialize on streaming services, Kanye West's spins have been experiencing a major surge https://t.co/DrtUqRvoJJ— billboard (@billboard) August 12, 2021 Samkvæmt nýjustu upplýsingum inni á Apple Music stendur til að platan komi út á morgun, 13. ágúst en því skal tekið með fyrirvara ef marka má fyrri reynslu. Kanye gaf síðast út plötu árið 2019 og hafa aðdáendur því beiðið í ofvæni eftir nýju plötunni, en tónlistarmaðurinn er þekktur fyrir það að láta bíða eftir sér. Nú þegar er talið að tónlistarmaðurinn hafi selt varning tengdan plötunni fyrir tæpar 900 milljónir íslenskra króna. All of us talking to Kanye like... #DONDA pic.twitter.com/TbxamZZgrx— Critical Fade (@KiDePic4real) August 7, 2021 Kanye er mikill hugsjónamaður og fer óhefðbundnar leiðir. Fyrir þær sakir er hann ýmist dýrkaður eða gagnrýndur, talinn snillingur eða klikkaður. Ljóst er þó að sá gjörningur sem hefur átt sér stað í kringum Donda hefur skilað sér í markaðssetningu sem á sér enga hliðstæðu.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10 Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10
Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning