Litríkar ruslafötur vekja lukku í Vestmannaeyjum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 13:19 Hér má sjá tvær af þeim litríku og skemmtilegu ruslafötum sem finna má í Vestmannaeyjum. Helgi Rasmussen Tórzhamar Listaverk sem máluð hafa verið á ruslafötur víðs vegar í Vestmannaeyjum hafa vakið mikla lukku. Bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar segir listaverkin hafa orðið til þess að fólk sé nú duglegra að henda rusli í ruslafötur en áður. „Hérna í Vestmannaeyjum er algengt að þegar fólk ætlar að skreyta eitthvað þá setur það bara upp stóran stein. Mér fannst vanta líf í bæinn og einhverja liti og gleði,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar um það hvernig hugmyndin af listaverkunum kviknaði fyrir þremur árum. Óskar vissi af Ísabellu Maí Tórshamar, ungri Eyjastúlku ættaðri frá Færeyjum, sem væri mikill listamaður. Óskar réði Ísabellu, ásamt systur hennar og frænku, þeim Sögu Tórshamar og Guðnýju Emilíönu Tórshamar til þess að mála listaverk á ruslafötur bæjarins. „Upphaflega hugmyndin var að mála skrímsli á tunnurnar, þannig að fólk væri að henda rusli upp í skrímslin. En svo er lögunin á tunnunum bara þannig að hún býður ekki upp á margt. Ég gaf stelpunum því bara frjálsar hendur og þetta er útkoman.“ Hér má sjá Ísabellu, eina af listakonunum þremur, ásamt nýjustu listaverkunum.Helgi Rasmussen Tórzhamar Þetta er þriðja sumarið sem stúlkurnar mála á ruslaföturnar og er óhætt að segja að þær hafi vakið mikla lukku. Gríðarleg vinna liggur að baki hverrar tunnu en listaverkin eru hvert öðru glæsilegra. Óskar segir að tunnurnar veki gríðarlega eftirtekt sem skili sér í því að fólk sé duglegra að nota ruslaföturnar. „Þú finnur hvergi bæjarfélag sem er með eins margar ruslafötur fyrir almenning eins og hér í Vestmannaeyjum.“ Það er þó ekki búið að mála á allar ruslafötur bæjarins, heldur aðeins þær sem eru orðnar lúnar og þarfnast yfirhalningar. Stúlkurnar þrjár hafa málað á ruslatunnurnar síðustu þrjú sumur.Helgi Rasmussen Tórzhamar „Þetta hefur vakið ansi mikla lukku og maður sér mikið af túristum stoppa til að taka myndir. Fólk hefur meira að segja beðið um að fá að kaupa tunnurnar en það er ekki í boði.“ Stúlkurnar þrjár hafa verið í fullri vinnu við að mála á tunnurnar og segist Óskar hafa heyrt gagnrýnisraddir tala um kostnaðinn sem hefur farið í verkefnið. Hann segir þó að það sé vel þess virði að nýta slíka hæfileika og um leið fegra og gera bæinn litríkari. Óskar segir fleiri verkefni bíða stúlknanna þegar veður leyfir. Stefnt er að því að máluð verði listaverk á umferðaeyjur og önnur „dauð“ svæði. „En sumarið er stutt og ruslatunnurnar eru í forgangi,“ segir Óskar og bætir því við að fimm til sex ný listaverk muni brátt líta dagsins ljós. Listaverkin eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru hver annarri glæsilegri.Helgi Rasmussen Tórzhamar Óskar telur að listaverkin hafi orðið til þess að fólk sé nú duglegra að nota ruslaföturnar.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru ekki til sölu þrátt fyrir mikinn áhuga.Helgi Rasmussen Tórzhamar Fleiri listaverk eru væntanleg á næstunni.Helgi Rasmussen Tórzhamar Stefnan er að í framtíðinni verði einnig máluð listaverk á umferðaeyjur bæjarins.Helgi Rasmussen Tórzhamar Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
„Hérna í Vestmannaeyjum er algengt að þegar fólk ætlar að skreyta eitthvað þá setur það bara upp stóran stein. Mér fannst vanta líf í bæinn og einhverja liti og gleði,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar um það hvernig hugmyndin af listaverkunum kviknaði fyrir þremur árum. Óskar vissi af Ísabellu Maí Tórshamar, ungri Eyjastúlku ættaðri frá Færeyjum, sem væri mikill listamaður. Óskar réði Ísabellu, ásamt systur hennar og frænku, þeim Sögu Tórshamar og Guðnýju Emilíönu Tórshamar til þess að mála listaverk á ruslafötur bæjarins. „Upphaflega hugmyndin var að mála skrímsli á tunnurnar, þannig að fólk væri að henda rusli upp í skrímslin. En svo er lögunin á tunnunum bara þannig að hún býður ekki upp á margt. Ég gaf stelpunum því bara frjálsar hendur og þetta er útkoman.“ Hér má sjá Ísabellu, eina af listakonunum þremur, ásamt nýjustu listaverkunum.Helgi Rasmussen Tórzhamar Þetta er þriðja sumarið sem stúlkurnar mála á ruslaföturnar og er óhætt að segja að þær hafi vakið mikla lukku. Gríðarleg vinna liggur að baki hverrar tunnu en listaverkin eru hvert öðru glæsilegra. Óskar segir að tunnurnar veki gríðarlega eftirtekt sem skili sér í því að fólk sé duglegra að nota ruslaföturnar. „Þú finnur hvergi bæjarfélag sem er með eins margar ruslafötur fyrir almenning eins og hér í Vestmannaeyjum.“ Það er þó ekki búið að mála á allar ruslafötur bæjarins, heldur aðeins þær sem eru orðnar lúnar og þarfnast yfirhalningar. Stúlkurnar þrjár hafa málað á ruslatunnurnar síðustu þrjú sumur.Helgi Rasmussen Tórzhamar „Þetta hefur vakið ansi mikla lukku og maður sér mikið af túristum stoppa til að taka myndir. Fólk hefur meira að segja beðið um að fá að kaupa tunnurnar en það er ekki í boði.“ Stúlkurnar þrjár hafa verið í fullri vinnu við að mála á tunnurnar og segist Óskar hafa heyrt gagnrýnisraddir tala um kostnaðinn sem hefur farið í verkefnið. Hann segir þó að það sé vel þess virði að nýta slíka hæfileika og um leið fegra og gera bæinn litríkari. Óskar segir fleiri verkefni bíða stúlknanna þegar veður leyfir. Stefnt er að því að máluð verði listaverk á umferðaeyjur og önnur „dauð“ svæði. „En sumarið er stutt og ruslatunnurnar eru í forgangi,“ segir Óskar og bætir því við að fimm til sex ný listaverk muni brátt líta dagsins ljós. Listaverkin eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru hver annarri glæsilegri.Helgi Rasmussen Tórzhamar Óskar telur að listaverkin hafi orðið til þess að fólk sé nú duglegra að nota ruslaföturnar.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru ekki til sölu þrátt fyrir mikinn áhuga.Helgi Rasmussen Tórzhamar Fleiri listaverk eru væntanleg á næstunni.Helgi Rasmussen Tórzhamar Stefnan er að í framtíðinni verði einnig máluð listaverk á umferðaeyjur bæjarins.Helgi Rasmussen Tórzhamar
Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira