Snorri Björns: Mesti ávinningurinn í því að hlaupa nógu hægt Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. ágúst 2021 12:30 Hlaupagarpurinn og hlaðvarpskóngurinn Snorri Björns talaði um hlaup og gaf góð ráð í morgunþættinum Brennslunni á FM957. „Nýja leiðin er bara að hlaupa nógu hægt þannig að þú sért bara í rólegheitunum. Þannig að þú sért ekkert að erfiða, þar er mesti ávinningurinn,“ segir þáttarstjórnandinn og hlaupagarpurinn Snorri Björnsson við viðtali í Brennslunni. Snorri er án efa ókrýndur hlaðvarpskóngur landsins en hann hefur haldið úti hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show síðan 2018. Þættirnir þykja í senn fróðlegir og skemmtilegir og hafa hlotið mikið lof í gegnum árin. Sjálfur hefur Snorri getið sér gott orð sem spyrill, en hann þykir einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann vakti fyrst athygli landsmanna á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann deildi skemmtilegum myndbrotum úr leik og starfi en einnig sökkti hann sér djúpt í crossfit heiminn. Ekki skrítið að fólki finnist leiðinlegt að hlaupa Í dag eiga hlaupin hug og hjarta Snorra en í viðtalinu segir hann meðal annars frá því hvernig hlaupaáhugi hans kviknaði og hvernig fólk getur oft á tíðum farið of geyst af stað hlaupin og ef til vill misskilið tilgang þeirra. Ég held að fólk sé svolítið að misskilja þetta. Það fer út að hlaupa og finnur strax að það er alveg að drepast og síðan er það bara að reyna að halda þetta út. Þá er það ekkert skrítið að fólki finnist leiðinlegt a fara út að hlaupa. Þú nýtur þess ekki í sekúndu. Snorri segir það auðvitað nauðsynlegt að reyna á sig inn á milli en mestmegnis eigi hlaupin að vera það róleg að fólk geti notið þeirra en ekki litið á þau sem einhverja píningu. „Þú mátt mögulega bara koma inn af æfingunni og finnast þú ekki hafa verið á æfingu. Þá ertu bara að skoða náttúruna, anda að þér fersku lofti og fá sólarljósið.“ Snorri segir mikilvægt að fólk njóti hlaupanna og líti ekki á hlaupin sem einhverja píningu. Instagram Byrjaði hlaupaferilinn á hálfmaraþoni Snorri segist sjálfur skyndilega hafa heillast af hlaupunum eftir að hafa heyrt vin sinn tala um að hafa hlaupið maraþon. „Ég hitti Arnar Sigurðsson vin minn sem sagði mér frá því að hann hafi hlaupið maraþon undir þremur tímum. Þarna vissi ég ekkert um hlaup, ég vissi ekkert um maraþon og ég vissi ekkert að það væri gott að hlaupa maraþon á undir þremur tímum,“ segir Snorri sem segir áhugann þarna strax hafa kviknað. Ég varð svo peppaður að ég fór út og hljóp hálfmaraþon. Þarna urðu vatnaskilin, þarna byrjuðu hlaupin. Fyrsta heilmaraþonið ógilt Fyrsta heilmaraþon Snorra var í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Ég lauk þessu hlaupi, fagnaði og fékk svo tölvupóst um það að þetta væri aðeins og stutt, og hlaupið var því ekki gilt. Snorri og vinur hans, Sveinn Breki, fóru þá strax í að það að skrá sig í Amsterdam maraþonið sem þeir luku níu vikum síðar. „Við klárum bara dæmið og kláruðum maraþon á þessu ári. Svo að ég hef hlaupið tæplega tvö,“ segir Snorri og hlær. Eitt af því sem kveikti áhuga Snorra á hlaupunum segir hann hafa verið þessa andlegu áskorun sem getur fylgt því að hlaupa að reyna á sig. „Þetta er alltaf að fara að vera andlega barátta.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. FM957 Brennslan Hlaup Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Snorri er án efa ókrýndur hlaðvarpskóngur landsins en hann hefur haldið úti hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show síðan 2018. Þættirnir þykja í senn fróðlegir og skemmtilegir og hafa hlotið mikið lof í gegnum árin. Sjálfur hefur Snorri getið sér gott orð sem spyrill, en hann þykir einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann vakti fyrst athygli landsmanna á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann deildi skemmtilegum myndbrotum úr leik og starfi en einnig sökkti hann sér djúpt í crossfit heiminn. Ekki skrítið að fólki finnist leiðinlegt að hlaupa Í dag eiga hlaupin hug og hjarta Snorra en í viðtalinu segir hann meðal annars frá því hvernig hlaupaáhugi hans kviknaði og hvernig fólk getur oft á tíðum farið of geyst af stað hlaupin og ef til vill misskilið tilgang þeirra. Ég held að fólk sé svolítið að misskilja þetta. Það fer út að hlaupa og finnur strax að það er alveg að drepast og síðan er það bara að reyna að halda þetta út. Þá er það ekkert skrítið að fólki finnist leiðinlegt a fara út að hlaupa. Þú nýtur þess ekki í sekúndu. Snorri segir það auðvitað nauðsynlegt að reyna á sig inn á milli en mestmegnis eigi hlaupin að vera það róleg að fólk geti notið þeirra en ekki litið á þau sem einhverja píningu. „Þú mátt mögulega bara koma inn af æfingunni og finnast þú ekki hafa verið á æfingu. Þá ertu bara að skoða náttúruna, anda að þér fersku lofti og fá sólarljósið.“ Snorri segir mikilvægt að fólk njóti hlaupanna og líti ekki á hlaupin sem einhverja píningu. Instagram Byrjaði hlaupaferilinn á hálfmaraþoni Snorri segist sjálfur skyndilega hafa heillast af hlaupunum eftir að hafa heyrt vin sinn tala um að hafa hlaupið maraþon. „Ég hitti Arnar Sigurðsson vin minn sem sagði mér frá því að hann hafi hlaupið maraþon undir þremur tímum. Þarna vissi ég ekkert um hlaup, ég vissi ekkert um maraþon og ég vissi ekkert að það væri gott að hlaupa maraþon á undir þremur tímum,“ segir Snorri sem segir áhugann þarna strax hafa kviknað. Ég varð svo peppaður að ég fór út og hljóp hálfmaraþon. Þarna urðu vatnaskilin, þarna byrjuðu hlaupin. Fyrsta heilmaraþonið ógilt Fyrsta heilmaraþon Snorra var í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Ég lauk þessu hlaupi, fagnaði og fékk svo tölvupóst um það að þetta væri aðeins og stutt, og hlaupið var því ekki gilt. Snorri og vinur hans, Sveinn Breki, fóru þá strax í að það að skrá sig í Amsterdam maraþonið sem þeir luku níu vikum síðar. „Við klárum bara dæmið og kláruðum maraþon á þessu ári. Svo að ég hef hlaupið tæplega tvö,“ segir Snorri og hlær. Eitt af því sem kveikti áhuga Snorra á hlaupunum segir hann hafa verið þessa andlegu áskorun sem getur fylgt því að hlaupa að reyna á sig. „Þetta er alltaf að fara að vera andlega barátta.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
FM957 Brennslan Hlaup Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira