Lífið

Sindri heimsótti Gulla í sumarbústaðinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sindri Sindrason fór og aðstoðaði Gulla Helga að vinna uppi í sumarbústað í þættinum Ísland í dag.
Sindri Sindrason fór og aðstoðaði Gulla Helga að vinna uppi í sumarbústað í þættinum Ísland í dag. Stöð 2

Gulli Helga vinnur nú að því að stækka sumarbústaðinn sinn og segir að þetta sé afslöppun, svona eins og margir aðrir velja að spila golf í frítímanum.

Gulli er einstaklega upptekinn maður. Ef er ekki í Bítinu á Bylgjunni er hann að smíða eða taka upp þætti af Gulli byggir. Sumarbústaðurinn hans er frá 1978 og er ættaróðal fjölskyldunnar. Hann vinnur nú að því að bæta við tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Sindri Sindrason heimsótti Gulla því í bústaðinn og aðstoðaði hann þar og fékk að heyra meira um nýju þáttaröðina. 

Fyrsti þáttur af Gulli byggir fer í loftið í lok mánaðar og segir Gulli að þáttaröðin hafi verið í ár í vinnslu. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Ísland í dag - Upp í bústað hjá Gulla

Tengdar fréttir

Byggja níu metra A-hús með níu svefnherbergjum í Ölfusi

„Markmiðið okkar hefur alltaf verið að við gætum verið tvö í þessu. En hlaðvarp og Instagram, þetta er ekki tekjulind, þetta er ekki fyrir salti í grautinn og það verður enginn ríkur að þessu. En markmiðið okkar með þessu er ekkert endilega að vera rík. Bara að eiga ofan í okkur og á,“ segir Andrea Eyland






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.