Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 09:54 Latifa er hér til vinstri á myndinni, Marcus fyrir miðju og Sioned Taylor til hægri. skjáskot Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. Taylor hefur undanfarna mánuði verið dugleg við að birta myndir af sér og Latifu á Instagram, sem margir telja jákvæða breytingu. Latifa hefur gjarnan verið kölluð týnda prinsessan þar sem ekki hafði heyrst til hennar í marga mánuði fyrr á þessu ári. Síðan í maí hefur Taylor hins vegar birt fjölda mynda af Latifu á Instagram og virðist, eins og áður segir, sem þær vinkonur séu á ferðalagi. Fyrstu myndina birti hún í lok maí og voru netverjar búnir að komast að því að þær væru staddar í Dubai. Síðan þá hefur hún birt myndir af þeim í Madríd og landslagsmyndir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nú síðast, við eldgosið í Geldingadölum. View this post on Instagram A post shared by Sioned Taylor (@shinnybryn) Við nýjustu myndina skrifar hún: „Frábær ferð til Íslands með Latifu og Marcus,“ en á myndinni sjást þær stöllur ásamt manninum Marcusi Essabri, sem er samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins frændi Latifu. Hætta baráttu um frelsun Latifu Baráttuhópurinn Free Latifa hefur ákveðið að hætta störfum eftir að myndin birtist af prinsessunni á Íslandi. Hópurinn fundaði í gær og gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem var staðfest að myndin sé af Latifu og frænda hennar á Íslandi. Í yfirlýsingunni var það jafnframt tilkynnt að hópurinn myndi ekki halda baráttunni áfram. Aðaltilgangur hópsins hafi verið að verða vitni að Latifu lifa frjálsu lífi, lífi sem hún kysi sjálf. Það sé greinilega það sem hún geri nú. Ekki farið frá Dubai síðan árið 2000 fyrr en nú Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Latifa komst í kastljósið í febrúar 2018 þegar hún reyndi að flýja Dubai á báti. Undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu eftir flóttann, og kom til félaga sinna, sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Það var svo í febrúar á þessu ári sem áhyggjur um líf og heilsu hennar vöknuðu þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún sagði að sér væri haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræddist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að haldbær sönnunargögn um að prinsessan væri á lífi yrðu afhent. Sameinuðu arabísku furstadæmin Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Tengdar fréttir Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54 Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Taylor hefur undanfarna mánuði verið dugleg við að birta myndir af sér og Latifu á Instagram, sem margir telja jákvæða breytingu. Latifa hefur gjarnan verið kölluð týnda prinsessan þar sem ekki hafði heyrst til hennar í marga mánuði fyrr á þessu ári. Síðan í maí hefur Taylor hins vegar birt fjölda mynda af Latifu á Instagram og virðist, eins og áður segir, sem þær vinkonur séu á ferðalagi. Fyrstu myndina birti hún í lok maí og voru netverjar búnir að komast að því að þær væru staddar í Dubai. Síðan þá hefur hún birt myndir af þeim í Madríd og landslagsmyndir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nú síðast, við eldgosið í Geldingadölum. View this post on Instagram A post shared by Sioned Taylor (@shinnybryn) Við nýjustu myndina skrifar hún: „Frábær ferð til Íslands með Latifu og Marcus,“ en á myndinni sjást þær stöllur ásamt manninum Marcusi Essabri, sem er samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins frændi Latifu. Hætta baráttu um frelsun Latifu Baráttuhópurinn Free Latifa hefur ákveðið að hætta störfum eftir að myndin birtist af prinsessunni á Íslandi. Hópurinn fundaði í gær og gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem var staðfest að myndin sé af Latifu og frænda hennar á Íslandi. Í yfirlýsingunni var það jafnframt tilkynnt að hópurinn myndi ekki halda baráttunni áfram. Aðaltilgangur hópsins hafi verið að verða vitni að Latifu lifa frjálsu lífi, lífi sem hún kysi sjálf. Það sé greinilega það sem hún geri nú. Ekki farið frá Dubai síðan árið 2000 fyrr en nú Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Latifa komst í kastljósið í febrúar 2018 þegar hún reyndi að flýja Dubai á báti. Undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu eftir flóttann, og kom til félaga sinna, sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Það var svo í febrúar á þessu ári sem áhyggjur um líf og heilsu hennar vöknuðu þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún sagði að sér væri haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræddist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að haldbær sönnunargögn um að prinsessan væri á lífi yrðu afhent.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Tengdar fréttir Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54 Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54
Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19
Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15