Ekki forsvaranlegt að leyfa veirunni að ganga yfir að svo stöddu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:36 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir. Ekki verður hægt að meta hvort forsvaranlegt sé að leyfa kórónuveirunni að ganga yfir samfélagið fyrr en bólusetningum verður lokið eftir nokkra mánuði, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Þá þurfa viðkvæmir hópar mögulega að ganga lengra en aðrir í persónulegum sóttvörnum næstu misseri. Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að nú sé helsta markmiðið að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningum. Að þeim loknum verði hægt að meta næstu skref; hvort veiran eigi yfir að ganga eða hvort grípa þurfi til annars konar ráðstafana. „Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju bæði hvað varðar áhættumatið hjá covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Við búumst frekar við því bólusetningin muni sannreynast áfram því það hafa önnur lönd séð Delta ganga yfir og séð góð áhrif af bólusetningunni gegn mjög alvarlegum veikindum og dauðsföllum og vonum að það sama eigi við hér,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að hér sé til mikið magn af bóluefni, og því ættu bólusetningar að ganga hratt fyrir sig. „Það sem breytist kannski helst er að þá þurfa þeir sem eru í þessari stöðu kannski ekki að vera alveg jafn áhyggjufullir yfir því ef smit berst inn á hjúkrunarheimili. Þá er í raun búið að fullnýta þau bóluefni sem við eigum til varnar þeim einstaklingum.“ Á meðan þurfi að beina sjónum að viðkvæmum hópum. „Hvort það kemur utan frá með boðum og bönnum eða hvort það kemur innan frá hjá einstaklingnum, hjúkrunarheimilinu, sambýlinu eða þess háttar. Ef fólk er ekki í sjálfstæðri búsetu þá þarf það að koma í ljós en við erum að gera áhættumat á hverjum degi og getum alltaf lent í þeirri aðstöðu að það verði að leggja til harðari aðgerðir,“ segir Kamilla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Hundrað og sex hið minnsta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru sextíu og tveir utan sóttkvíar. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að nú sé helsta markmiðið að vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins með bólusetningum. Að þeim loknum verði hægt að meta næstu skref; hvort veiran eigi yfir að ganga eða hvort grípa þurfi til annars konar ráðstafana. „Við erum að safna saman gögnunum sem eru að koma inn núna útaf þessari bylgju bæði hvað varðar áhættumatið hjá covid-göngudeildinni fyrir einstaklinginn og hver var reyndin. Við búumst frekar við því bólusetningin muni sannreynast áfram því það hafa önnur lönd séð Delta ganga yfir og séð góð áhrif af bólusetningunni gegn mjög alvarlegum veikindum og dauðsföllum og vonum að það sama eigi við hér,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að hér sé til mikið magn af bóluefni, og því ættu bólusetningar að ganga hratt fyrir sig. „Það sem breytist kannski helst er að þá þurfa þeir sem eru í þessari stöðu kannski ekki að vera alveg jafn áhyggjufullir yfir því ef smit berst inn á hjúkrunarheimili. Þá er í raun búið að fullnýta þau bóluefni sem við eigum til varnar þeim einstaklingum.“ Á meðan þurfi að beina sjónum að viðkvæmum hópum. „Hvort það kemur utan frá með boðum og bönnum eða hvort það kemur innan frá hjá einstaklingnum, hjúkrunarheimilinu, sambýlinu eða þess háttar. Ef fólk er ekki í sjálfstæðri búsetu þá þarf það að koma í ljós en við erum að gera áhættumat á hverjum degi og getum alltaf lent í þeirri aðstöðu að það verði að leggja til harðari aðgerðir,“ segir Kamilla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira