Stjörnurnar streyma til Íslands í auglýsingatökur Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 10:02 Fimmtán manna sendinefnd frá Thule kom nýverið til landsins til að skoða tökustaði. Thule Stór hópur heimsþekktra íþróttamanna er væntanlegur til landsins í lok ágúst í tengslum við tökur á auglýsingaefni fyrir ferðavörufyrirtækið Thule. Undirbúningur hefur staðið yfir í heilt ár og kom fimmtán manna sendinefnd frá fyrirtækinu nýverið til landsins í vettvangsskoðun. Áætlað er að allt að 80 manns muni koma til Íslands í tengslum við verkefnið. Meðal þeirra talsmanna Thule sem koma fram í markaðsefninu er Elli Þór Magnússon, brimbrettakappi og ljósmyndari, Anja Pärson, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum, og Apa Sherpa, heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur 21 leiðangur upp á topp Everest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thule og Stillingu, umboðsaðila fyrirtækisins á Íslandi. Þar segir um sé að ræða kvikmynd sem verði tekin upp í ágúst og september og lögð verði áhersla á að sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi. Sérútbúnir kvikmyndabílar væntanlegir til landsins „Mikill viðbúnaður verður við framleiðsluna en til stendur að senda 10 tonn af búnaði til landsins ásamt sérbúnum kvikmyndabílum og bílategundum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptökur,“ segir í tilkynningu. Tökur munu fara fram um allt land dagana 30. ágúst til 9. september. Tina Liselius, samskiptastjóri Thule Group vörumerkisins mun leikstýra framleiðslunni og framleiðandi er Erik Pütsep frá Adventure Production. Eftirtaldir talsmenn og áhrifavaldar munu taka þátt í kvikmyndatökunum Garrett McNamara – Faðir og eitt stærsta nafn í „big wave“ brimbrettaíþróttinni frá Hawaii. HBO gaf út þætti með honum í júlí sem heita „100 feet wave“. Anja Pärson – Móðir, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum. Xavier de le rue – Faðir og goðsagnakenndur snjóbrettamaður frá Frakklandi. Eliot Jackson – Fjallahjólakappi, Redbull íþróttafréttaþulur og stofnandi Grow Cycling Foundation. Taylor Rees – Heimildargerðarmaður og mannvinur frá Bandaríkjunum. Kristoffer Turdell – Sænskur fjallaskíðamaður og verðlaunahafi í Freeride World Tour 2021. Ida Jansson – Sænskur fjallahjólakappi. Johanna Küchler – Sænskur fjallaskíðakappi og fjallahjólaiðkandi. Simon Johansson – Sænskur fjallahjólaiðkandi í „slopestyle“ og enduro greinum. Brooklyn Bell – Bandarískur fjallahjóla- og fjallaskíðaiðkandi. Apa Sherpa – Heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur með 21 leiðangra upp á topp Everest - með 13 met hjá Heimsmetabók Guinness. Matthias Giraud – Fransk-amerískur base jump fallhlífarstökkmaður. Markiz Tainton – Sænsk-marokkóskur kokkur sem elskar útieldun. Martin McFly Winkler – Austurrískur fjallaskíðamaður og íþróttaþulur hjá Free World Tour. Maria Kuzma – Nýsjálenskur snjóbrettakappi og arkitekt með sérstaka áherslu á sjálfbærni. Pedro Oliva – Kajakræðari frá Brasilíu sem hefur stokkið 40 metra háan foss á kajaknum sínum. Elli Þór Magnússon – Brimbrettakappi og ljósmyndari frá Íslandi. Elli var myndaður í Netflix heimildarmyndinni Under An Arctic Sky. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Undirbúningur hefur staðið yfir í heilt ár og kom fimmtán manna sendinefnd frá fyrirtækinu nýverið til landsins í vettvangsskoðun. Áætlað er að allt að 80 manns muni koma til Íslands í tengslum við verkefnið. Meðal þeirra talsmanna Thule sem koma fram í markaðsefninu er Elli Þór Magnússon, brimbrettakappi og ljósmyndari, Anja Pärson, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum, og Apa Sherpa, heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur 21 leiðangur upp á topp Everest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thule og Stillingu, umboðsaðila fyrirtækisins á Íslandi. Þar segir um sé að ræða kvikmynd sem verði tekin upp í ágúst og september og lögð verði áhersla á að sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi. Sérútbúnir kvikmyndabílar væntanlegir til landsins „Mikill viðbúnaður verður við framleiðsluna en til stendur að senda 10 tonn af búnaði til landsins ásamt sérbúnum kvikmyndabílum og bílategundum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptökur,“ segir í tilkynningu. Tökur munu fara fram um allt land dagana 30. ágúst til 9. september. Tina Liselius, samskiptastjóri Thule Group vörumerkisins mun leikstýra framleiðslunni og framleiðandi er Erik Pütsep frá Adventure Production. Eftirtaldir talsmenn og áhrifavaldar munu taka þátt í kvikmyndatökunum Garrett McNamara – Faðir og eitt stærsta nafn í „big wave“ brimbrettaíþróttinni frá Hawaii. HBO gaf út þætti með honum í júlí sem heita „100 feet wave“. Anja Pärson – Móðir, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum. Xavier de le rue – Faðir og goðsagnakenndur snjóbrettamaður frá Frakklandi. Eliot Jackson – Fjallahjólakappi, Redbull íþróttafréttaþulur og stofnandi Grow Cycling Foundation. Taylor Rees – Heimildargerðarmaður og mannvinur frá Bandaríkjunum. Kristoffer Turdell – Sænskur fjallaskíðamaður og verðlaunahafi í Freeride World Tour 2021. Ida Jansson – Sænskur fjallahjólakappi. Johanna Küchler – Sænskur fjallaskíðakappi og fjallahjólaiðkandi. Simon Johansson – Sænskur fjallahjólaiðkandi í „slopestyle“ og enduro greinum. Brooklyn Bell – Bandarískur fjallahjóla- og fjallaskíðaiðkandi. Apa Sherpa – Heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur með 21 leiðangra upp á topp Everest - með 13 met hjá Heimsmetabók Guinness. Matthias Giraud – Fransk-amerískur base jump fallhlífarstökkmaður. Markiz Tainton – Sænsk-marokkóskur kokkur sem elskar útieldun. Martin McFly Winkler – Austurrískur fjallaskíðamaður og íþróttaþulur hjá Free World Tour. Maria Kuzma – Nýsjálenskur snjóbrettakappi og arkitekt með sérstaka áherslu á sjálfbærni. Pedro Oliva – Kajakræðari frá Brasilíu sem hefur stokkið 40 metra háan foss á kajaknum sínum. Elli Þór Magnússon – Brimbrettakappi og ljósmyndari frá Íslandi. Elli var myndaður í Netflix heimildarmyndinni Under An Arctic Sky.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira