Stjörnurnar streyma til Íslands í auglýsingatökur Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 10:02 Fimmtán manna sendinefnd frá Thule kom nýverið til landsins til að skoða tökustaði. Thule Stór hópur heimsþekktra íþróttamanna er væntanlegur til landsins í lok ágúst í tengslum við tökur á auglýsingaefni fyrir ferðavörufyrirtækið Thule. Undirbúningur hefur staðið yfir í heilt ár og kom fimmtán manna sendinefnd frá fyrirtækinu nýverið til landsins í vettvangsskoðun. Áætlað er að allt að 80 manns muni koma til Íslands í tengslum við verkefnið. Meðal þeirra talsmanna Thule sem koma fram í markaðsefninu er Elli Þór Magnússon, brimbrettakappi og ljósmyndari, Anja Pärson, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum, og Apa Sherpa, heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur 21 leiðangur upp á topp Everest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thule og Stillingu, umboðsaðila fyrirtækisins á Íslandi. Þar segir um sé að ræða kvikmynd sem verði tekin upp í ágúst og september og lögð verði áhersla á að sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi. Sérútbúnir kvikmyndabílar væntanlegir til landsins „Mikill viðbúnaður verður við framleiðsluna en til stendur að senda 10 tonn af búnaði til landsins ásamt sérbúnum kvikmyndabílum og bílategundum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptökur,“ segir í tilkynningu. Tökur munu fara fram um allt land dagana 30. ágúst til 9. september. Tina Liselius, samskiptastjóri Thule Group vörumerkisins mun leikstýra framleiðslunni og framleiðandi er Erik Pütsep frá Adventure Production. Eftirtaldir talsmenn og áhrifavaldar munu taka þátt í kvikmyndatökunum Garrett McNamara – Faðir og eitt stærsta nafn í „big wave“ brimbrettaíþróttinni frá Hawaii. HBO gaf út þætti með honum í júlí sem heita „100 feet wave“. Anja Pärson – Móðir, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum. Xavier de le rue – Faðir og goðsagnakenndur snjóbrettamaður frá Frakklandi. Eliot Jackson – Fjallahjólakappi, Redbull íþróttafréttaþulur og stofnandi Grow Cycling Foundation. Taylor Rees – Heimildargerðarmaður og mannvinur frá Bandaríkjunum. Kristoffer Turdell – Sænskur fjallaskíðamaður og verðlaunahafi í Freeride World Tour 2021. Ida Jansson – Sænskur fjallahjólakappi. Johanna Küchler – Sænskur fjallaskíðakappi og fjallahjólaiðkandi. Simon Johansson – Sænskur fjallahjólaiðkandi í „slopestyle“ og enduro greinum. Brooklyn Bell – Bandarískur fjallahjóla- og fjallaskíðaiðkandi. Apa Sherpa – Heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur með 21 leiðangra upp á topp Everest - með 13 met hjá Heimsmetabók Guinness. Matthias Giraud – Fransk-amerískur base jump fallhlífarstökkmaður. Markiz Tainton – Sænsk-marokkóskur kokkur sem elskar útieldun. Martin McFly Winkler – Austurrískur fjallaskíðamaður og íþróttaþulur hjá Free World Tour. Maria Kuzma – Nýsjálenskur snjóbrettakappi og arkitekt með sérstaka áherslu á sjálfbærni. Pedro Oliva – Kajakræðari frá Brasilíu sem hefur stokkið 40 metra háan foss á kajaknum sínum. Elli Þór Magnússon – Brimbrettakappi og ljósmyndari frá Íslandi. Elli var myndaður í Netflix heimildarmyndinni Under An Arctic Sky. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn Sjá meira
Undirbúningur hefur staðið yfir í heilt ár og kom fimmtán manna sendinefnd frá fyrirtækinu nýverið til landsins í vettvangsskoðun. Áætlað er að allt að 80 manns muni koma til Íslands í tengslum við verkefnið. Meðal þeirra talsmanna Thule sem koma fram í markaðsefninu er Elli Þór Magnússon, brimbrettakappi og ljósmyndari, Anja Pärson, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum, og Apa Sherpa, heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur 21 leiðangur upp á topp Everest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thule og Stillingu, umboðsaðila fyrirtækisins á Íslandi. Þar segir um sé að ræða kvikmynd sem verði tekin upp í ágúst og september og lögð verði áhersla á að sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi. Sérútbúnir kvikmyndabílar væntanlegir til landsins „Mikill viðbúnaður verður við framleiðsluna en til stendur að senda 10 tonn af búnaði til landsins ásamt sérbúnum kvikmyndabílum og bílategundum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptökur,“ segir í tilkynningu. Tökur munu fara fram um allt land dagana 30. ágúst til 9. september. Tina Liselius, samskiptastjóri Thule Group vörumerkisins mun leikstýra framleiðslunni og framleiðandi er Erik Pütsep frá Adventure Production. Eftirtaldir talsmenn og áhrifavaldar munu taka þátt í kvikmyndatökunum Garrett McNamara – Faðir og eitt stærsta nafn í „big wave“ brimbrettaíþróttinni frá Hawaii. HBO gaf út þætti með honum í júlí sem heita „100 feet wave“. Anja Pärson – Móðir, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum. Xavier de le rue – Faðir og goðsagnakenndur snjóbrettamaður frá Frakklandi. Eliot Jackson – Fjallahjólakappi, Redbull íþróttafréttaþulur og stofnandi Grow Cycling Foundation. Taylor Rees – Heimildargerðarmaður og mannvinur frá Bandaríkjunum. Kristoffer Turdell – Sænskur fjallaskíðamaður og verðlaunahafi í Freeride World Tour 2021. Ida Jansson – Sænskur fjallahjólakappi. Johanna Küchler – Sænskur fjallaskíðakappi og fjallahjólaiðkandi. Simon Johansson – Sænskur fjallahjólaiðkandi í „slopestyle“ og enduro greinum. Brooklyn Bell – Bandarískur fjallahjóla- og fjallaskíðaiðkandi. Apa Sherpa – Heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur með 21 leiðangra upp á topp Everest - með 13 met hjá Heimsmetabók Guinness. Matthias Giraud – Fransk-amerískur base jump fallhlífarstökkmaður. Markiz Tainton – Sænsk-marokkóskur kokkur sem elskar útieldun. Martin McFly Winkler – Austurrískur fjallaskíðamaður og íþróttaþulur hjá Free World Tour. Maria Kuzma – Nýsjálenskur snjóbrettakappi og arkitekt með sérstaka áherslu á sjálfbærni. Pedro Oliva – Kajakræðari frá Brasilíu sem hefur stokkið 40 metra háan foss á kajaknum sínum. Elli Þór Magnússon – Brimbrettakappi og ljósmyndari frá Íslandi. Elli var myndaður í Netflix heimildarmyndinni Under An Arctic Sky.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn Sjá meira