Sara búin að finna eitt jákvætt við krossbandsslitið skelfilega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir hefur mikla ástríðu fyrir farahönnun og hannar fötin sjálf í Sigmundsdóttir línuna hjá WIT Fitness. Skjámynd/Instagram/morningchalkup Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir missti af öllu CrossFit tímabilinu 2021 vegna hnémeiðsla en Suðurnesjamærin nýtti auka frítíma til að fara út í fatahönnum fyrir WIT íþróttavöruframleiðandann. Það er því mikið í gangi hjá Söru þótt hún geti ekki keppt í íþróttinni sinni eftir að hafa slitið krossband nánast kvöldið áður en keppnistímabilið hófst. Það kemur ekki mikið á óvart þeim sem þekkja Söru að hún er auðvitað búin að finna eitthvað jákvætt við það að meiðast svona illa. Sara fór í viðtal á Morning Chalk Up þegar hún var stödd á heimsleikunum í Madison og ræddi þar á meðal nýju ástríðu sína sem er að hanna vörur fyrir nýju Sigmundsdóttur línuna. „Það er klikkun að hugsa út í það að fyrir aðeins ári hefði ég aldrei séð það fyrir mér að ég væri búin að hanna mína eigin vörulínu og taka svona mikinn þátt í fatahönnun. Ég hef alltaf verið mjög skapandi en hélt alltaf að það fengi bara að njóta sín eftir CrossFit ferlinn,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up. „Það er áætæða fyrir að allt gerist og þessi meiðsli komu kannski á besta tíma því ég gat því einbeitt mér að fatahönnunni. Það þýðir líka að þegar ég byrja aftur að keppa þá get ég ýtt þessu til hliðar,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í loftinu hjá Söru því fyrstu vörurnar verða kynntar opinberlega í ágúst 2019 og öll vörulínan fer síðan í sölu í janúar 2022. „Það eru þúsundir hluta í gangi í hausnum á mér. Ég er kannski að læra og þá fæ ég allt í einu hugmynd íþróttabrjóstahaldara og hugsa: Ég þarf að teikna þetta upp. Ég var því alltaf með blöð hjá mér í vinnunni til að teikna upp hugmyndirnar mínar,“ sagði Sara. „Ég sendi þetta síðan til hönnunardeildarinnar og sagði að þetta væri hugmyndin mín í dag. Þeir komu kannski til baka með: Þetta er frábær hugmynd en við þurfum að gera þetta svona. Við höfum unnið svo vel saman að búa þetta allt til,“ sagði Sara og hún er enginn áhorfandi í framleiðslunni. „Ég tek mikinn þátt í öllu. Fólk segir kannski við mig: Ó þú ert að fá þína vörulínu. Ertu þá bara að velja litina? Nei fjandinn hafi það ég er hanna allt saman sjálf. Ég hef fengið svo margar hugmyndir í svo langan tíma. Núna loksins get ég leyft þeim að verða að veruleika,“ sagði Sara. CrossFit Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Það er því mikið í gangi hjá Söru þótt hún geti ekki keppt í íþróttinni sinni eftir að hafa slitið krossband nánast kvöldið áður en keppnistímabilið hófst. Það kemur ekki mikið á óvart þeim sem þekkja Söru að hún er auðvitað búin að finna eitthvað jákvætt við það að meiðast svona illa. Sara fór í viðtal á Morning Chalk Up þegar hún var stödd á heimsleikunum í Madison og ræddi þar á meðal nýju ástríðu sína sem er að hanna vörur fyrir nýju Sigmundsdóttur línuna. „Það er klikkun að hugsa út í það að fyrir aðeins ári hefði ég aldrei séð það fyrir mér að ég væri búin að hanna mína eigin vörulínu og taka svona mikinn þátt í fatahönnun. Ég hef alltaf verið mjög skapandi en hélt alltaf að það fengi bara að njóta sín eftir CrossFit ferlinn,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up. „Það er áætæða fyrir að allt gerist og þessi meiðsli komu kannski á besta tíma því ég gat því einbeitt mér að fatahönnunni. Það þýðir líka að þegar ég byrja aftur að keppa þá get ég ýtt þessu til hliðar,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er mikil spenna í loftinu hjá Söru því fyrstu vörurnar verða kynntar opinberlega í ágúst 2019 og öll vörulínan fer síðan í sölu í janúar 2022. „Það eru þúsundir hluta í gangi í hausnum á mér. Ég er kannski að læra og þá fæ ég allt í einu hugmynd íþróttabrjóstahaldara og hugsa: Ég þarf að teikna þetta upp. Ég var því alltaf með blöð hjá mér í vinnunni til að teikna upp hugmyndirnar mínar,“ sagði Sara. „Ég sendi þetta síðan til hönnunardeildarinnar og sagði að þetta væri hugmyndin mín í dag. Þeir komu kannski til baka með: Þetta er frábær hugmynd en við þurfum að gera þetta svona. Við höfum unnið svo vel saman að búa þetta allt til,“ sagði Sara og hún er enginn áhorfandi í framleiðslunni. „Ég tek mikinn þátt í öllu. Fólk segir kannski við mig: Ó þú ert að fá þína vörulínu. Ertu þá bara að velja litina? Nei fjandinn hafi það ég er hanna allt saman sjálf. Ég hef fengið svo margar hugmyndir í svo langan tíma. Núna loksins get ég leyft þeim að verða að veruleika,“ sagði Sara.
CrossFit Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira