Lærisveinar Freys með fullt hús eftir stórsigur á Esbjerg Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 15:00 Sævar Atli spilaði sinn fyrsta leik í atvinnumennsku í dag, nokkrum dögum eftir að hafa skrifað undir. Mynd/Lyngby Sigurganga Freys Alexanderssonar sem stjóri Lyngby hélt áfram í dag er liðið vann sannfærandi 5-0 sigur á Esbjerg í Íslendingaslag. Vandræði á Esbjerg utan vallar virðast fylgja því innan vallar. Frederik Gytkjær kom Lyngby í forystu sjö mínútum fyrir hálfleik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Varamaðurinn Svenn Crone skoraði tvö mörk til að koma Lyngby 3-0 yfir áður en sitt hvort markið frá Færeyingnum Petri Knudsen og Kasper Jörgensen gulltryggðu stórsigur Lyngby. Freyr hefur farið frábærlega af stað í nýju starfi en Lyngby er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, ásamt Helsingör. Þá vann Lyngby einnig bikarleik í vikunni og er Freyr því með 100% sigurhlutfall eftir fjóra leiki með liðið. Allt hefur verið í bál og brand hjá Esbjerg þar sem leikmenn hófu uppreisn gegn þýska þjálfaranum Peter Hyballa. Fjölmargir í hópnum skrifuðu undir opið bréf þar sem einelti hans og fornaldarlegri meðferð á leikmönnum var mótmælt. Andri Rúnar Bjarnason og Ísak Óli Ólafsson voru þó ekki á meðal þeirra sem skrifuðu undir en hvorugur þeirra var í leikmannahópi Esbjerg í dag. Frederik Schram, sem er að stíga upp úr meiðslum, var varamarkvörður Lyngby en kom ekki við sögu. Það gerði hins vegar Sævar Atli Magnússon, sem kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Lyngby eftir skipti sín frá Leikni fyrr í vikunni. Esbjerg er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni. Danski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Frederik Gytkjær kom Lyngby í forystu sjö mínútum fyrir hálfleik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Varamaðurinn Svenn Crone skoraði tvö mörk til að koma Lyngby 3-0 yfir áður en sitt hvort markið frá Færeyingnum Petri Knudsen og Kasper Jörgensen gulltryggðu stórsigur Lyngby. Freyr hefur farið frábærlega af stað í nýju starfi en Lyngby er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, ásamt Helsingör. Þá vann Lyngby einnig bikarleik í vikunni og er Freyr því með 100% sigurhlutfall eftir fjóra leiki með liðið. Allt hefur verið í bál og brand hjá Esbjerg þar sem leikmenn hófu uppreisn gegn þýska þjálfaranum Peter Hyballa. Fjölmargir í hópnum skrifuðu undir opið bréf þar sem einelti hans og fornaldarlegri meðferð á leikmönnum var mótmælt. Andri Rúnar Bjarnason og Ísak Óli Ólafsson voru þó ekki á meðal þeirra sem skrifuðu undir en hvorugur þeirra var í leikmannahópi Esbjerg í dag. Frederik Schram, sem er að stíga upp úr meiðslum, var varamarkvörður Lyngby en kom ekki við sögu. Það gerði hins vegar Sævar Atli Magnússon, sem kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Lyngby eftir skipti sín frá Leikni fyrr í vikunni. Esbjerg er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni.
Danski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira