Hitti óvænt íslensku hetjuna sína og fékk flotta kveðjugjöf frá KAT Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir tók heldur betur vel á móti hinni fimmtán ára gömul Paige frá Montana. Instagram/paige_gersh Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir á sér fullt af aðdáendum út um allan heim eftir frábæran árangur sinn í mörg ár í CrossFit íþróttinni. Það er samt ekki víst að það séu til meiri aðdáendur en einn táningur frá Montana fylki. Paige Gershmel er fimmtán ára gömul bandarísk íþróttastelpa sem elskar CrossFit, amerískan fótbolta og glímu. Um helgina fékk hún að hitta hetjuna sína á heimsleikunum í CrossFit. Frá níu ára aldri hefur Paige haldið mest upp á íslensku CrossFit stjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Um helgina upplifði hún því sannkallaðan draum. Þetta byrjaði allt þegar Paige náði athygli Dave Castro, hæstráðandi á heimsleikunum. Hún ætlaði að biðja hann um að koma umslagi til hetjunnar sinnar. Dave hugsaði málið og ákvað síðan að taka Paige með sér og leyfa henni að tala við Katrínu sína í eigin persónu. Hann sagði síðan söguna af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Page nálgaðist Katrínu full aðdáunar og leit út eins að hún hafi verið að komast að því að einhyrningar séu til í alvörunni,“ skrifaði Dave, skáldlegur í lýsingunum. Hann hélt áfram: „Þegar Katrín sagði halló, þá roðnaði hún öll og leit út fyrir að ætla deyja úr spennu og ótta,“ skrifaði Dave. „Þú ert búinn að vera hetjan mín frá því að ég var níu ára,“ útskýrði Paige Gershmel og lét Katrínu fá teikningu sína af Sleðahundinum sem er gælunafn Katrínar í CrossFit heiminum. „Frábæra hugarfarið sem þú leggur í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar þú ferð í gegnum allt mótlæti eins og að hlutirnir eigi bara að vera svona,“ sagði Paige. Katrín var ánægð með að heyra þetta. „Þú veist ekki hversu máli þetta skiptir mig,“ sagði hvíslaði Katrín í eyra Paige. watch on YouTube Stelpurnar hittu líka Anníe Mist Þórisdóttur og þegar kom að því að kveðja þá fór Katrín ofan í pokann sinn og náði í bol merktum sér. Hún lét Paige hafa hann í kveðjugjöf. Dave er áfram í skáldlegum ham. „Paige horfir á bolinn eins og þetta sé Gryffindor sverðið. Hún þakkar Katrínu fyrir og setur aðra höndina á hjarta sér, lýsti Dave Castro. Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. Paige sagði líka sína sögu af deginum sem má sjá hér fyrir neðan. Svo skemmtilega vill til að Katrín Tanja var auðvitað búin að skrifa skilaboð og segist hlakka til að fylgjast með Paige keppa á heimsleikunum í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Paige Gershmel (@paige_gersh) CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Paige Gershmel er fimmtán ára gömul bandarísk íþróttastelpa sem elskar CrossFit, amerískan fótbolta og glímu. Um helgina fékk hún að hitta hetjuna sína á heimsleikunum í CrossFit. Frá níu ára aldri hefur Paige haldið mest upp á íslensku CrossFit stjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Um helgina upplifði hún því sannkallaðan draum. Þetta byrjaði allt þegar Paige náði athygli Dave Castro, hæstráðandi á heimsleikunum. Hún ætlaði að biðja hann um að koma umslagi til hetjunnar sinnar. Dave hugsaði málið og ákvað síðan að taka Paige með sér og leyfa henni að tala við Katrínu sína í eigin persónu. Hann sagði síðan söguna af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Page nálgaðist Katrínu full aðdáunar og leit út eins að hún hafi verið að komast að því að einhyrningar séu til í alvörunni,“ skrifaði Dave, skáldlegur í lýsingunum. Hann hélt áfram: „Þegar Katrín sagði halló, þá roðnaði hún öll og leit út fyrir að ætla deyja úr spennu og ótta,“ skrifaði Dave. „Þú ert búinn að vera hetjan mín frá því að ég var níu ára,“ útskýrði Paige Gershmel og lét Katrínu fá teikningu sína af Sleðahundinum sem er gælunafn Katrínar í CrossFit heiminum. „Frábæra hugarfarið sem þú leggur í allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar þú ferð í gegnum allt mótlæti eins og að hlutirnir eigi bara að vera svona,“ sagði Paige. Katrín var ánægð með að heyra þetta. „Þú veist ekki hversu máli þetta skiptir mig,“ sagði hvíslaði Katrín í eyra Paige. watch on YouTube Stelpurnar hittu líka Anníe Mist Þórisdóttur og þegar kom að því að kveðja þá fór Katrín ofan í pokann sinn og náði í bol merktum sér. Hún lét Paige hafa hann í kveðjugjöf. Dave er áfram í skáldlegum ham. „Paige horfir á bolinn eins og þetta sé Gryffindor sverðið. Hún þakkar Katrínu fyrir og setur aðra höndina á hjarta sér, lýsti Dave Castro. Hér fyrir ofan má sjá myndband af því þegar Paige hitti Katrínu Tönju. Paige sagði líka sína sögu af deginum sem má sjá hér fyrir neðan. Svo skemmtilega vill til að Katrín Tanja var auðvitað búin að skrifa skilaboð og segist hlakka til að fylgjast með Paige keppa á heimsleikunum í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by Paige Gershmel (@paige_gersh)
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira