Skilur ekki hvers vegna lokað er á sviðslistir Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 11:01 Friðrik Ómar skilur ekki hvers vegna er lokað á sviðslistir. Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar er hugsi yfir því hvers vegna lokað er á sviðslistir þegar tjaldsvæðum og sundlaugum er haldið opið. Friðrik Ómar ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun en hann vakti athygli á slæmri stöðu sviðslista á Facebooksíðu sinni á dögunum. Hann vill vekja athygli á málinu en tekur skýrt fram að sviðslistafólk sé ekki að fara fram á að fá meira en aðrir. „Ef einhver stígur fram í dag og tjáir sig um þetta, þá er hann bara tekinn og hakkaður í spað.“ segir Friðrik. Friðrik Ómar segir að þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð megi hundrað vera á sviði og tvö hundruð áhorfendur í hverju hólfi sé næsta ómögulegt að halda sviðslistaviðburði. Til þess séu einfaldlega ekki nægilega mörg hús sem rúmi svo marga, þau séu einungis tvö; Harpa í Reykjavík og Hof á Akureyri. Þá sé nánast ómögulegt að halda almennilega viðburði í minni húsum þar sem minnst hundrað gesti þurfi til að greiða leigu fyrir húsnæðið. Þá eigi eftir að borga laun og fyrir allan búnað. Friðrik Ómar kallar eftir því að ríki og borg komi til móts við sviðslistafólk. Til dæmis með því að greiða fyrir leigu á húsnæði. Ósanngjarnt að setja allar samkomur undir einn hatt Friðrik Ómar segist ekki skilja hvers vegna sömu reglur gilda um samkomur af öllu tagi. Hann tekur fram að á sitjandi viðburðum sé fólk í númeruðum sætum og búið að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar um sig. Því sé sóttvarnaryfirvöldum mjög auðvelt að rekja smit ef slíkt kemur upp. Hann segir mjög mikilvægt að halda sviðslistum gangandi, bæði til að tryggja afkomu sviðslistafólk og ekki síður vegna mikilvægis þess að fólk komi saman og njóti listanna. Sjötíu prósent samdráttur Friðrik Ómar segir sjötíu prósent samdrátt hafa verið í vinnu hjá sér á meðan faraldur Covid-19 hefur gengið yfir. Hann segist einnig hafa tapað miklum fjárhæðum á því að hafa hafið undirbúning fyrir þrjá viðburði. Þess vegna kallar hann eftir meiri fyrirvara og gagnsæi þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum. Að lokum segir Friðrik Ómar að hann finni að margir séu að gefast upp á skemmtanageiranum og að mikill missir sé af góðu fólki. Bæði sviðslistafólk og þeir sem koma að viðburðum á bak við tjöldin hafa margir hverjir gefist upp á ástandinu. Friðrik Ómar segir að þrjátíu til fjörutíu manns komi að meðalviðburði og allt að eitt hundrað þegar um stærri viðburði sé að ræða. Tónlist Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Friðrik Ómar ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun en hann vakti athygli á slæmri stöðu sviðslista á Facebooksíðu sinni á dögunum. Hann vill vekja athygli á málinu en tekur skýrt fram að sviðslistafólk sé ekki að fara fram á að fá meira en aðrir. „Ef einhver stígur fram í dag og tjáir sig um þetta, þá er hann bara tekinn og hakkaður í spað.“ segir Friðrik. Friðrik Ómar segir að þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð megi hundrað vera á sviði og tvö hundruð áhorfendur í hverju hólfi sé næsta ómögulegt að halda sviðslistaviðburði. Til þess séu einfaldlega ekki nægilega mörg hús sem rúmi svo marga, þau séu einungis tvö; Harpa í Reykjavík og Hof á Akureyri. Þá sé nánast ómögulegt að halda almennilega viðburði í minni húsum þar sem minnst hundrað gesti þurfi til að greiða leigu fyrir húsnæðið. Þá eigi eftir að borga laun og fyrir allan búnað. Friðrik Ómar kallar eftir því að ríki og borg komi til móts við sviðslistafólk. Til dæmis með því að greiða fyrir leigu á húsnæði. Ósanngjarnt að setja allar samkomur undir einn hatt Friðrik Ómar segist ekki skilja hvers vegna sömu reglur gilda um samkomur af öllu tagi. Hann tekur fram að á sitjandi viðburðum sé fólk í númeruðum sætum og búið að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar um sig. Því sé sóttvarnaryfirvöldum mjög auðvelt að rekja smit ef slíkt kemur upp. Hann segir mjög mikilvægt að halda sviðslistum gangandi, bæði til að tryggja afkomu sviðslistafólk og ekki síður vegna mikilvægis þess að fólk komi saman og njóti listanna. Sjötíu prósent samdráttur Friðrik Ómar segir sjötíu prósent samdrátt hafa verið í vinnu hjá sér á meðan faraldur Covid-19 hefur gengið yfir. Hann segist einnig hafa tapað miklum fjárhæðum á því að hafa hafið undirbúning fyrir þrjá viðburði. Þess vegna kallar hann eftir meiri fyrirvara og gagnsæi þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum. Að lokum segir Friðrik Ómar að hann finni að margir séu að gefast upp á skemmtanageiranum og að mikill missir sé af góðu fólki. Bæði sviðslistafólk og þeir sem koma að viðburðum á bak við tjöldin hafa margir hverjir gefist upp á ástandinu. Friðrik Ómar segir að þrjátíu til fjörutíu manns komi að meðalviðburði og allt að eitt hundrað þegar um stærri viðburði sé að ræða.
Tónlist Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira