Skilur ekki hvers vegna lokað er á sviðslistir Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 11:01 Friðrik Ómar skilur ekki hvers vegna er lokað á sviðslistir. Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar er hugsi yfir því hvers vegna lokað er á sviðslistir þegar tjaldsvæðum og sundlaugum er haldið opið. Friðrik Ómar ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun en hann vakti athygli á slæmri stöðu sviðslista á Facebooksíðu sinni á dögunum. Hann vill vekja athygli á málinu en tekur skýrt fram að sviðslistafólk sé ekki að fara fram á að fá meira en aðrir. „Ef einhver stígur fram í dag og tjáir sig um þetta, þá er hann bara tekinn og hakkaður í spað.“ segir Friðrik. Friðrik Ómar segir að þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð megi hundrað vera á sviði og tvö hundruð áhorfendur í hverju hólfi sé næsta ómögulegt að halda sviðslistaviðburði. Til þess séu einfaldlega ekki nægilega mörg hús sem rúmi svo marga, þau séu einungis tvö; Harpa í Reykjavík og Hof á Akureyri. Þá sé nánast ómögulegt að halda almennilega viðburði í minni húsum þar sem minnst hundrað gesti þurfi til að greiða leigu fyrir húsnæðið. Þá eigi eftir að borga laun og fyrir allan búnað. Friðrik Ómar kallar eftir því að ríki og borg komi til móts við sviðslistafólk. Til dæmis með því að greiða fyrir leigu á húsnæði. Ósanngjarnt að setja allar samkomur undir einn hatt Friðrik Ómar segist ekki skilja hvers vegna sömu reglur gilda um samkomur af öllu tagi. Hann tekur fram að á sitjandi viðburðum sé fólk í númeruðum sætum og búið að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar um sig. Því sé sóttvarnaryfirvöldum mjög auðvelt að rekja smit ef slíkt kemur upp. Hann segir mjög mikilvægt að halda sviðslistum gangandi, bæði til að tryggja afkomu sviðslistafólk og ekki síður vegna mikilvægis þess að fólk komi saman og njóti listanna. Sjötíu prósent samdráttur Friðrik Ómar segir sjötíu prósent samdrátt hafa verið í vinnu hjá sér á meðan faraldur Covid-19 hefur gengið yfir. Hann segist einnig hafa tapað miklum fjárhæðum á því að hafa hafið undirbúning fyrir þrjá viðburði. Þess vegna kallar hann eftir meiri fyrirvara og gagnsæi þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum. Að lokum segir Friðrik Ómar að hann finni að margir séu að gefast upp á skemmtanageiranum og að mikill missir sé af góðu fólki. Bæði sviðslistafólk og þeir sem koma að viðburðum á bak við tjöldin hafa margir hverjir gefist upp á ástandinu. Friðrik Ómar segir að þrjátíu til fjörutíu manns komi að meðalviðburði og allt að eitt hundrað þegar um stærri viðburði sé að ræða. Tónlist Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Friðrik Ómar ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun en hann vakti athygli á slæmri stöðu sviðslista á Facebooksíðu sinni á dögunum. Hann vill vekja athygli á málinu en tekur skýrt fram að sviðslistafólk sé ekki að fara fram á að fá meira en aðrir. „Ef einhver stígur fram í dag og tjáir sig um þetta, þá er hann bara tekinn og hakkaður í spað.“ segir Friðrik. Friðrik Ómar segir að þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð megi hundrað vera á sviði og tvö hundruð áhorfendur í hverju hólfi sé næsta ómögulegt að halda sviðslistaviðburði. Til þess séu einfaldlega ekki nægilega mörg hús sem rúmi svo marga, þau séu einungis tvö; Harpa í Reykjavík og Hof á Akureyri. Þá sé nánast ómögulegt að halda almennilega viðburði í minni húsum þar sem minnst hundrað gesti þurfi til að greiða leigu fyrir húsnæðið. Þá eigi eftir að borga laun og fyrir allan búnað. Friðrik Ómar kallar eftir því að ríki og borg komi til móts við sviðslistafólk. Til dæmis með því að greiða fyrir leigu á húsnæði. Ósanngjarnt að setja allar samkomur undir einn hatt Friðrik Ómar segist ekki skilja hvers vegna sömu reglur gilda um samkomur af öllu tagi. Hann tekur fram að á sitjandi viðburðum sé fólk í númeruðum sætum og búið að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar um sig. Því sé sóttvarnaryfirvöldum mjög auðvelt að rekja smit ef slíkt kemur upp. Hann segir mjög mikilvægt að halda sviðslistum gangandi, bæði til að tryggja afkomu sviðslistafólk og ekki síður vegna mikilvægis þess að fólk komi saman og njóti listanna. Sjötíu prósent samdráttur Friðrik Ómar segir sjötíu prósent samdrátt hafa verið í vinnu hjá sér á meðan faraldur Covid-19 hefur gengið yfir. Hann segist einnig hafa tapað miklum fjárhæðum á því að hafa hafið undirbúning fyrir þrjá viðburði. Þess vegna kallar hann eftir meiri fyrirvara og gagnsæi þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum. Að lokum segir Friðrik Ómar að hann finni að margir séu að gefast upp á skemmtanageiranum og að mikill missir sé af góðu fólki. Bæði sviðslistafólk og þeir sem koma að viðburðum á bak við tjöldin hafa margir hverjir gefist upp á ástandinu. Friðrik Ómar segir að þrjátíu til fjörutíu manns komi að meðalviðburði og allt að eitt hundrað þegar um stærri viðburði sé að ræða.
Tónlist Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira