Fór yfir tvær stórar ákvarðanir í Árbænum: „Stend fast á því að þetta er aldrei víti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2021 10:01 Egill Arnar Sigurþórsson fór yfir tvær ákvarðanir sínar í leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. stöð 2 sport Egill Arnar Sigurþórsson mætti í viðtal eftir leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max-deild karla í gær og fór yfir tvær ákvarðanir sínar í leiknum, rauða spjaldið sem Daði Ólafsson fékk og vítaspyrnuna sem Fylkismenn vildu fá. Egill stendur við þær báðar. „Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Frábærar aðstæður og þessi völlur er æðislegur. Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega, sérstaklega fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á fótbolta, en 0-0 leikur getur verið skemmtilegur. Þessi leikur hafði allt nema mörk,“ sagði Egill í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Árbænum í gær. Þegar Egill rak Daða af velli í uppbótartíma var hann í samskiptum við annan aðstoðardómarann og saman komust þeir að þeirri ákvörðun að lyfta rauða spjaldinu. „Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu. Eina sem hann gerir þarna er að taka Leiknismanninn niður, er í litlu leikfæri við boltann og þess vegna uppsker hann rautt spjald,“ sagði Egill. „Þetta er eins og með margar ákvarðanir í leiknum. Við tökum þær saman og við erum auðvitað lið. Ég tek ákvörðunina að lokum en fæ hjálp við hana og það var svo sannarlega þannig í þessu tilfelli.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Viðtal við Egil Arnar Sigurþórsson Egill segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Daða rauða spjaldið en skilur að einhverjir hafi ekki verið sáttir með hana. „Ég er alveg sáttur við þessa ákvörðun. En þegar við erum búnir að horfa á þetta nokkrum sinnum og hægja þetta niður get ég vel skilið að fólk horfi á þetta og segi að þetta sé ekki meira en gult. En við fáum bara eitt sjónarhorn og upplifðum þetta þannig að þetta væri stjórnlaus tækling og alvarlega grófur leikur og við stöndum við það,“ sagði Egill. Undir lok fyrri hálfleiks vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar Orri Sveinn Stefánsson féll í baráttu við Ósvald Jarl Traustason. „Mín upplifun í leiknum, og ég held að ég geti alveg staðið við það, er að Fylkismaðurinn hlaupi aftan á Leiknismanninn sem er í leikfæri við boltann. Hann er nær Leiknismanninum. Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti,“ sagði Egill. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
„Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Frábærar aðstæður og þessi völlur er æðislegur. Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega, sérstaklega fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á fótbolta, en 0-0 leikur getur verið skemmtilegur. Þessi leikur hafði allt nema mörk,“ sagði Egill í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Árbænum í gær. Þegar Egill rak Daða af velli í uppbótartíma var hann í samskiptum við annan aðstoðardómarann og saman komust þeir að þeirri ákvörðun að lyfta rauða spjaldinu. „Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu. Eina sem hann gerir þarna er að taka Leiknismanninn niður, er í litlu leikfæri við boltann og þess vegna uppsker hann rautt spjald,“ sagði Egill. „Þetta er eins og með margar ákvarðanir í leiknum. Við tökum þær saman og við erum auðvitað lið. Ég tek ákvörðunina að lokum en fæ hjálp við hana og það var svo sannarlega þannig í þessu tilfelli.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Viðtal við Egil Arnar Sigurþórsson Egill segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Daða rauða spjaldið en skilur að einhverjir hafi ekki verið sáttir með hana. „Ég er alveg sáttur við þessa ákvörðun. En þegar við erum búnir að horfa á þetta nokkrum sinnum og hægja þetta niður get ég vel skilið að fólk horfi á þetta og segi að þetta sé ekki meira en gult. En við fáum bara eitt sjónarhorn og upplifðum þetta þannig að þetta væri stjórnlaus tækling og alvarlega grófur leikur og við stöndum við það,“ sagði Egill. Undir lok fyrri hálfleiks vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar Orri Sveinn Stefánsson féll í baráttu við Ósvald Jarl Traustason. „Mín upplifun í leiknum, og ég held að ég geti alveg staðið við það, er að Fylkismaðurinn hlaupi aftan á Leiknismanninn sem er í leikfæri við boltann. Hann er nær Leiknismanninum. Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti,“ sagði Egill. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55