Gleðirendur málaðar í Ingólfsstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2021 13:49 Fólk á öllum aldri tók þátt í að mála rendur. Vísir/EinarÁ Hinsegin dagar 2021 hófust með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu í hádeginu. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri. Opnunarhátíð Hinsegin daga verður í Gamla bíó í kvöld kvöld. Húsið verður opnað klukkan sjö, en hátíðardagskrá hefst klukkan átta. Þar kemur fram úrval hinsegin listamanna. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Frá unidrbúningi málunar.Vísir/EinarÁ Fjölmargir viðburðir verða á Hinsegin dögum, sem standa til sunnudagsins áttunda ágúst. Þennan fyrsta dag verður fjarfundur með Aron-Winston Le Fevre mannréttindafulltrúa Copenhagen Pride 2021, um ástandið í Evrópu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, stýrir fundinum, sem er haldinn í Þjóðminjasafninu og hófst klukkan 13. Mála, mála, mála og mála.Vísir/EinarÁ Þekking og orðfæri innan hinsegin samfélagsins þróast hratt og kl. 15:30 gefst tækifæri til að fræðast saman um geima og víddir hinseginleikans í afslöppuðu umhverfi þar sem engin spurning er heimskuleg. Fræðsluna, sem kallast Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk, leiðir Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78, en viðburðurinn er haldinn í Máli & Menningu á Laugavegi. .... yndisleg?Vísir/EinarÁ Samtal kynslóða verður í Máli og menningu kl. 17, en þá spjalla þrír einstaklingar af þremur kynslóðum saman, þau Mars M. Proppé, Hilmar Hildar Magnúsar og Andrea Jónsdóttir. Þau segja frá sjálfum sér tvítugum og leiðinni þangað sem þau eru núna. Hvítur, bleikur, blár, brúnn, svartur, rauður...Vísir/EinarÁ Á hverjum degi er hægt að velja um ýmsa viðburði. Á opnunarhátíð og fræðsluviðburðum verður hólfaskipting, grímuskylda og skipað til sætis. Einnig þurfa allir þeir sem sækja viðburði að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skráning er undir hverjum viðburði á dagskránni á hinsegindagar.is Ingólfsstræti er orðið litríkt.Vísir/EinarÁ Viðburðum verður streymt beint á Facebook-síðu Hinsegin daga, svo þau sem ekki treysta sér til að mæta eða fengu ekki miða eiga kost á að fylgjast með dagskránni í beinni. Frá setningarathöfninni.Vísir/EinarÁ Regnbogafánarnir á og við Gamla bíó.Vísir/EinarÁ Hinsegin Reykjavík Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Opnunarhátíð Hinsegin daga verður í Gamla bíó í kvöld kvöld. Húsið verður opnað klukkan sjö, en hátíðardagskrá hefst klukkan átta. Þar kemur fram úrval hinsegin listamanna. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Frá unidrbúningi málunar.Vísir/EinarÁ Fjölmargir viðburðir verða á Hinsegin dögum, sem standa til sunnudagsins áttunda ágúst. Þennan fyrsta dag verður fjarfundur með Aron-Winston Le Fevre mannréttindafulltrúa Copenhagen Pride 2021, um ástandið í Evrópu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, stýrir fundinum, sem er haldinn í Þjóðminjasafninu og hófst klukkan 13. Mála, mála, mála og mála.Vísir/EinarÁ Þekking og orðfæri innan hinsegin samfélagsins þróast hratt og kl. 15:30 gefst tækifæri til að fræðast saman um geima og víddir hinseginleikans í afslöppuðu umhverfi þar sem engin spurning er heimskuleg. Fræðsluna, sem kallast Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk, leiðir Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78, en viðburðurinn er haldinn í Máli & Menningu á Laugavegi. .... yndisleg?Vísir/EinarÁ Samtal kynslóða verður í Máli og menningu kl. 17, en þá spjalla þrír einstaklingar af þremur kynslóðum saman, þau Mars M. Proppé, Hilmar Hildar Magnúsar og Andrea Jónsdóttir. Þau segja frá sjálfum sér tvítugum og leiðinni þangað sem þau eru núna. Hvítur, bleikur, blár, brúnn, svartur, rauður...Vísir/EinarÁ Á hverjum degi er hægt að velja um ýmsa viðburði. Á opnunarhátíð og fræðsluviðburðum verður hólfaskipting, grímuskylda og skipað til sætis. Einnig þurfa allir þeir sem sækja viðburði að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skráning er undir hverjum viðburði á dagskránni á hinsegindagar.is Ingólfsstræti er orðið litríkt.Vísir/EinarÁ Viðburðum verður streymt beint á Facebook-síðu Hinsegin daga, svo þau sem ekki treysta sér til að mæta eða fengu ekki miða eiga kost á að fylgjast með dagskránni í beinni. Frá setningarathöfninni.Vísir/EinarÁ Regnbogafánarnir á og við Gamla bíó.Vísir/EinarÁ
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning