Anníe Mist sagði frá símtali við Katrínu Tönju sem breytti svo miklu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 11:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir faðmar hér Anníe Mist Þórisdóttir eftir að sú síðarnefnda hafði tryggt sér bronsið. Skjámynd/Youtube Anníe Mist Þórisdóttir missti ömmu sína á meðan heimsleikunum í CrossFit stóð og hún naut stuðnings löndu sinnar og vinkonu Katrínu Tönju Davíðsdóttir þá sem og í aðdraganda heimsleikanna Anníe Mist endaði sjö sætum á undan Katrínu Tönju á heimsleikunum í CrossFit í ár en aðeins mánuði fyrir heimsleikana var útlitið ekki svo bjart hjá þriðji hraustu CrossFit konu heims í ár. Katrín Tanja undirbjó sig hinum megin við Atlantshafið og hún og Anníe Mist æfðu ekkert saman. Þær þekkjast gríðarlega vel og Katrín Tanja spilaði á endanum mikilvægt hlutverk í undirbúningi Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Eftir síðustu greinina mátti sjá innilegt faðmlag hjá Anníe og Katrínu eftir að Anníe hafði tryggt sér bronsið. Anníe var spurð út í það hversu miklu máli það skipti hana að hafa svona góða vinkonu og samlanda á gólfinu með sér. Anníe sagði þá frá mikilvægu símtali við Katrínu Tönju þegar stutt var í heimsleikana og æfingarnar voru ekki að ganga nógu vel heima á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að hafa hana hér og ekki síst á þessu ári. Mánuði fyrir leikana þá sendi ég henni skilboð og spurði hvort að það væri einhver möguleiki fyrir okkur að tala saman af því ég ætti erfitt,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu út á gólfi eftir lokagreinina. „Eftir símtalið þá sendi hún mér nokkrar æfingar sem hún var að gera sem og tímana þannig að ég gæti séð að ég væri yfir höfuð samkeppnishæf. Þannig gat ég farið að trúa á mig aftur,“ sagði Anníe. „Þetta var sérstaklega erfið helgi af því að amma mín dó á föstudaginn. Katrín hefur gengið í gegnum það sama og keppt. Það skipti öllu máli að hafa hana hér,“ sagði Anníe. „Fyrirgefið mér að ég sé að gráta því ég er rosalega ánægð,“ sagði Anníe síðan í lok viðtalsins í útsendingu CrossFit samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við Anníe Mist út á gólfi eftir keppnina. CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Anníe Mist endaði sjö sætum á undan Katrínu Tönju á heimsleikunum í CrossFit í ár en aðeins mánuði fyrir heimsleikana var útlitið ekki svo bjart hjá þriðji hraustu CrossFit konu heims í ár. Katrín Tanja undirbjó sig hinum megin við Atlantshafið og hún og Anníe Mist æfðu ekkert saman. Þær þekkjast gríðarlega vel og Katrín Tanja spilaði á endanum mikilvægt hlutverk í undirbúningi Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Eftir síðustu greinina mátti sjá innilegt faðmlag hjá Anníe og Katrínu eftir að Anníe hafði tryggt sér bronsið. Anníe var spurð út í það hversu miklu máli það skipti hana að hafa svona góða vinkonu og samlanda á gólfinu með sér. Anníe sagði þá frá mikilvægu símtali við Katrínu Tönju þegar stutt var í heimsleikana og æfingarnar voru ekki að ganga nógu vel heima á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að hafa hana hér og ekki síst á þessu ári. Mánuði fyrir leikana þá sendi ég henni skilboð og spurði hvort að það væri einhver möguleiki fyrir okkur að tala saman af því ég ætti erfitt,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu út á gólfi eftir lokagreinina. „Eftir símtalið þá sendi hún mér nokkrar æfingar sem hún var að gera sem og tímana þannig að ég gæti séð að ég væri yfir höfuð samkeppnishæf. Þannig gat ég farið að trúa á mig aftur,“ sagði Anníe. „Þetta var sérstaklega erfið helgi af því að amma mín dó á föstudaginn. Katrín hefur gengið í gegnum það sama og keppt. Það skipti öllu máli að hafa hana hér,“ sagði Anníe. „Fyrirgefið mér að ég sé að gráta því ég er rosalega ánægð,“ sagði Anníe síðan í lok viðtalsins í útsendingu CrossFit samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við Anníe Mist út á gólfi eftir keppnina.
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira