Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2021 22:13 Arnar Gunnlaugsson var hnarreistur eftir leikinn á Kópavogsvelli. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. Víkingar byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og fengu tvö hættuleg færi en tókst ekki að fylgja því eftir. „Eins og fyrstu tuttugu mínúturnar spiluðust var eins og við værum að fara að vinna þennan leik 4-0. Eftir fyrsta markið vorum við rosa viðkvæmir og Breiðablik gekk á lagið. En tökum ekkert af Blikunum, eftir tuttugu mínútur voru þeir frábærir og þetta var ákveðin kennslustund í fótbolta,“ sagði Arnar. Hann segir að Víkingar geti ekki látið tapið stóra of mikið á sig fá í framhaldinu. „Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þetta ekki skilgreina okkar tímabil. Svona gerist bara. Smáatriðin skipta svo miklu,“ sagði Arnar. Breiðablik spilaði ekki með neinn eiginlegan framherja í leiknum í kvöld. Arnar segir að það hafi ekki komið á óvart en Víkingar hafi samt ekki náð að leysa það. „Nei, nei. Þetta var bara sama kerfi og þeir spiluðu gegn Austria Vín. Vandamálið var að við vorum svo rosalega seinir að stíga inn á lausa manninn þeirra. Þetta er einföld stærðfærði, þegar þú spilar pressu spilarðu maður á mann. Þeir voru með þrjá frammi og við fjóra varnarmanni og einn af þeim hlaut að þurfa að stíga upp. Við gerðum það bara mjög illa eftir fyrstu tuttugu mínúturnar. Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis,“ sagði Arnar. Hann hefði viljað sjá varnarlínu Víkings vera framar í leiknum. „Hreyfanleiki í fótbolta er svolítil tálbeita. Stundum þarftu að lesa í stöðuna, hvenær þú mátt fara. Ég held að þú sæir yfirlitsmynd yfir Kópavogsvöll þegar Anton [Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks] var með boltann, þá verður varnarlínan að stíga ofar. Hún getur ekki bakkað tíu metra fyrir aftan miðlínuna því Anton er ekki Ederson þótt hann sé góður í löppunum,“ sagði Arnar. „Ég ætla ekki að spila mig sem sérfræðing en það þekkja allir hvernig Blikarnir spila. Við náðum að éta þá nokkuð vel í byrjun leiks en sjálftraustið hjá toppíþróttamönnum er fljótt að fara. Það er ótrúlegt hvað það er mikilvægt. Við koðnuðum niður en þeir stigu upp. Þetta er yndislegur leikur smáatriða. Blikarnir voru frábærir í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Víkingar byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og fengu tvö hættuleg færi en tókst ekki að fylgja því eftir. „Eins og fyrstu tuttugu mínúturnar spiluðust var eins og við værum að fara að vinna þennan leik 4-0. Eftir fyrsta markið vorum við rosa viðkvæmir og Breiðablik gekk á lagið. En tökum ekkert af Blikunum, eftir tuttugu mínútur voru þeir frábærir og þetta var ákveðin kennslustund í fótbolta,“ sagði Arnar. Hann segir að Víkingar geti ekki látið tapið stóra of mikið á sig fá í framhaldinu. „Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þetta ekki skilgreina okkar tímabil. Svona gerist bara. Smáatriðin skipta svo miklu,“ sagði Arnar. Breiðablik spilaði ekki með neinn eiginlegan framherja í leiknum í kvöld. Arnar segir að það hafi ekki komið á óvart en Víkingar hafi samt ekki náð að leysa það. „Nei, nei. Þetta var bara sama kerfi og þeir spiluðu gegn Austria Vín. Vandamálið var að við vorum svo rosalega seinir að stíga inn á lausa manninn þeirra. Þetta er einföld stærðfærði, þegar þú spilar pressu spilarðu maður á mann. Þeir voru með þrjá frammi og við fjóra varnarmanni og einn af þeim hlaut að þurfa að stíga upp. Við gerðum það bara mjög illa eftir fyrstu tuttugu mínúturnar. Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis,“ sagði Arnar. Hann hefði viljað sjá varnarlínu Víkings vera framar í leiknum. „Hreyfanleiki í fótbolta er svolítil tálbeita. Stundum þarftu að lesa í stöðuna, hvenær þú mátt fara. Ég held að þú sæir yfirlitsmynd yfir Kópavogsvöll þegar Anton [Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks] var með boltann, þá verður varnarlínan að stíga ofar. Hún getur ekki bakkað tíu metra fyrir aftan miðlínuna því Anton er ekki Ederson þótt hann sé góður í löppunum,“ sagði Arnar. „Ég ætla ekki að spila mig sem sérfræðing en það þekkja allir hvernig Blikarnir spila. Við náðum að éta þá nokkuð vel í byrjun leiks en sjálftraustið hjá toppíþróttamönnum er fljótt að fara. Það er ótrúlegt hvað það er mikilvægt. Við koðnuðum niður en þeir stigu upp. Þetta er yndislegur leikur smáatriða. Blikarnir voru frábærir í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30