Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2021 22:13 Arnar Gunnlaugsson var hnarreistur eftir leikinn á Kópavogsvelli. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. Víkingar byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og fengu tvö hættuleg færi en tókst ekki að fylgja því eftir. „Eins og fyrstu tuttugu mínúturnar spiluðust var eins og við værum að fara að vinna þennan leik 4-0. Eftir fyrsta markið vorum við rosa viðkvæmir og Breiðablik gekk á lagið. En tökum ekkert af Blikunum, eftir tuttugu mínútur voru þeir frábærir og þetta var ákveðin kennslustund í fótbolta,“ sagði Arnar. Hann segir að Víkingar geti ekki látið tapið stóra of mikið á sig fá í framhaldinu. „Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þetta ekki skilgreina okkar tímabil. Svona gerist bara. Smáatriðin skipta svo miklu,“ sagði Arnar. Breiðablik spilaði ekki með neinn eiginlegan framherja í leiknum í kvöld. Arnar segir að það hafi ekki komið á óvart en Víkingar hafi samt ekki náð að leysa það. „Nei, nei. Þetta var bara sama kerfi og þeir spiluðu gegn Austria Vín. Vandamálið var að við vorum svo rosalega seinir að stíga inn á lausa manninn þeirra. Þetta er einföld stærðfærði, þegar þú spilar pressu spilarðu maður á mann. Þeir voru með þrjá frammi og við fjóra varnarmanni og einn af þeim hlaut að þurfa að stíga upp. Við gerðum það bara mjög illa eftir fyrstu tuttugu mínúturnar. Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis,“ sagði Arnar. Hann hefði viljað sjá varnarlínu Víkings vera framar í leiknum. „Hreyfanleiki í fótbolta er svolítil tálbeita. Stundum þarftu að lesa í stöðuna, hvenær þú mátt fara. Ég held að þú sæir yfirlitsmynd yfir Kópavogsvöll þegar Anton [Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks] var með boltann, þá verður varnarlínan að stíga ofar. Hún getur ekki bakkað tíu metra fyrir aftan miðlínuna því Anton er ekki Ederson þótt hann sé góður í löppunum,“ sagði Arnar. „Ég ætla ekki að spila mig sem sérfræðing en það þekkja allir hvernig Blikarnir spila. Við náðum að éta þá nokkuð vel í byrjun leiks en sjálftraustið hjá toppíþróttamönnum er fljótt að fara. Það er ótrúlegt hvað það er mikilvægt. Við koðnuðum niður en þeir stigu upp. Þetta er yndislegur leikur smáatriða. Blikarnir voru frábærir í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Víkingar byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og fengu tvö hættuleg færi en tókst ekki að fylgja því eftir. „Eins og fyrstu tuttugu mínúturnar spiluðust var eins og við værum að fara að vinna þennan leik 4-0. Eftir fyrsta markið vorum við rosa viðkvæmir og Breiðablik gekk á lagið. En tökum ekkert af Blikunum, eftir tuttugu mínútur voru þeir frábærir og þetta var ákveðin kennslustund í fótbolta,“ sagði Arnar. Hann segir að Víkingar geti ekki látið tapið stóra of mikið á sig fá í framhaldinu. „Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þetta ekki skilgreina okkar tímabil. Svona gerist bara. Smáatriðin skipta svo miklu,“ sagði Arnar. Breiðablik spilaði ekki með neinn eiginlegan framherja í leiknum í kvöld. Arnar segir að það hafi ekki komið á óvart en Víkingar hafi samt ekki náð að leysa það. „Nei, nei. Þetta var bara sama kerfi og þeir spiluðu gegn Austria Vín. Vandamálið var að við vorum svo rosalega seinir að stíga inn á lausa manninn þeirra. Þetta er einföld stærðfærði, þegar þú spilar pressu spilarðu maður á mann. Þeir voru með þrjá frammi og við fjóra varnarmanni og einn af þeim hlaut að þurfa að stíga upp. Við gerðum það bara mjög illa eftir fyrstu tuttugu mínúturnar. Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis,“ sagði Arnar. Hann hefði viljað sjá varnarlínu Víkings vera framar í leiknum. „Hreyfanleiki í fótbolta er svolítil tálbeita. Stundum þarftu að lesa í stöðuna, hvenær þú mátt fara. Ég held að þú sæir yfirlitsmynd yfir Kópavogsvöll þegar Anton [Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks] var með boltann, þá verður varnarlínan að stíga ofar. Hún getur ekki bakkað tíu metra fyrir aftan miðlínuna því Anton er ekki Ederson þótt hann sé góður í löppunum,“ sagði Arnar. „Ég ætla ekki að spila mig sem sérfræðing en það þekkja allir hvernig Blikarnir spila. Við náðum að éta þá nokkuð vel í byrjun leiks en sjálftraustið hjá toppíþróttamönnum er fljótt að fara. Það er ótrúlegt hvað það er mikilvægt. Við koðnuðum niður en þeir stigu upp. Þetta er yndislegur leikur smáatriða. Blikarnir voru frábærir í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30