Björgvin Karl Guðmundsson kom, sá og sigraði í fyrstu grein dagsins sem jafnframt er þrettánda grein leikanna sem staðið hafa yfir síðan á miðvikudag.
Björgvin kláraði fyrstu grein á tæpum þremur mínútum minni tíma en Patrick Vellner sem varð annar og með þessum frábæra árangri aukast möguleikar Björgvins á að hafna í einu af þremur efstu sætunum í heildarkeppninni. Hann situr nú í 4.sæti þegar tveimur greinum er ólokið, 39 stigum á eftir næsta manni.
Anníe Mist Þórisdóttir hélt uppteknum hætti kvennamegin og varð í fjórða sæti en hún er einnig í fjórða sæti í heildarkeppninni. Katrín Tanja Davíðsdóttir í ellefta sæti og Þuríður Erla Helgadóttir í því fimmtánda fyrir síðustu tvær greinarnar en eiga báðar góðan möguleika á að lyfta sér ofar í heildarstöðunni.
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan.