Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2021 13:16 Íslefur Þórhalsson er framkvæmdastjóri Senu. vísir Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. Rætt var við Ísleif í hádegisfréttir Bylgjunnar. „Við ásamt Þjóðhátíðarnefnd og ÍBV ákváðum bara að kýla á dagskrá kvöldsins í fullri stærð. Þannig að það eru allir sem áttu að koma fram í kvöld þeir koma fram og meira að segja búið að bæta aðeins við dagskránna,“ sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er allur búnaður sem átti að vera: Ljós, LED skjáir og allar græjur. Þetta er bara „full on show“ í kvöld. Nema að af því að ástandið er svo furðulegt þá er þetta bara gert fyrir myndavélarnar og það er enginn í dalnum og enginn í brekkunni.“ Hálfgert „brjálæði“ en gaman Er þetta ekki í fyrsta sinn sem brekkusöngur fer fram fyrri tómri brekku? „Jú þetta er mjög sérstakt og það er sérstakt fyrir okkur að setja þetta upp, vitandi það að það verður enginn þarna í brekkunni. En þetta er líka mjög skemmtilegt og allir voða glaðir að það skyldi kýlt á þetta. En jú þetta er alveg örugglega í fyrsta skipti sem brekkusöngur fer fram fyrir tómri brekku en við ætlum að setja textann yfir skjáinn þannig að fólk geti sungið með heima hjá sér.“ Brekkan er vanalega troðin af fólki eina helgi á ári. Í kvöld verður hún tóm.Anna Thorsteinsson Líkt og fram hefur komið hefur Þjóðhátíð verið frestað. Stefnt er að því að halda hátíðina síðar í sumar. Eyjamenn hafa ekki leynt því að frestun á Þjóðhátíð er gríðarlegur skellur, ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður tilfinningalega. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að því að láta dagskránna verða að veruleika. „Crewið byrjaði að tínast hingað inn fyrir tveimur dögum þannig að þetta er svakalegt umfang og þetta er helvíti stór ákvörðun að ákveða að kýla á þetta í fullri stærð. Hálfgert brjálæði en samt mjög gaman að þetta sé að gerast svona. Mjög áhugavert.“ Sjá einnig: Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Lögregla vaktar svæðið Líkt og áður segir verða engir áhorfendur í brekkunni, mikil gæsla verður á svæðinu og passar lögregla að enginn komist inn í dalinn. „Við lokum svæðinu í dag. Við verðum með gæslu og ef einhver reynir að koma þá vísum við þeim frá. Reyndar er ekkert gaman að reyna að sjá þetta því þú hvorki sérð né heyrir. Það eru bara myndatökumenn úti um allt og hljóð fer bara í græjurnar. Þannig ekki reyna að koma. Þið komist ekkert inn og það er ekkert að sjá. Besta leiðin til að njóta þess er bara í tækjunum heima.“ Undirbúningur er í fullum gangi í Herjólfsdal.anna thorsteinsson Fjörið byrjar klukkan 21:00 Hægt er að kaupa miða í gegnum myndlykla Vodafone og Símans eða á Tix.is Útsending hefst klukkan hálf níu. Albatross og gestir stíga á svið klukkan níu og svo hefst brekkusöngurinn vinsæli klukkan ellefu. „Meðal þeirra sem koma fram eru Pálmi Gunnars, Ragga Gísla, Sverrir Bergmann. Sveinn Waage er kynnir og Hreimur er sérstakur gestur. Svo koma líka Guðrún Árný, Jóhanna Guðrún og Klara. Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir brekkusöng klukkan ellefu.“ Fæstum líst vel á rigningu í Herjólfsdal þegar brekkusöngur fer fram en í ár skiptir það ekki máli þar sem landsmenn hlusta á sönginn heima í stofu.anna thorsteinsson Hvorki blys né brenna í brekkunni Ekki fékkst leyfi til að vera með blys né brennu í kvöld. „Við ætlum samt að gera ýmislegt til að reyna að skapa þessa þjóðahátíðarstemningu þannig það kemur bara í ljós hvað við gerum.“ Lofið þið góðri skemmtun í kvöld? „Já við gerum það. Það er verið að leggja gríðarlega mikið í þetta. Eins og ég segi, full dagskrá, full stærð, her af fólki og græjum. Ég held að þetta verði engu líkt. Hvet alla til að horfa og upplifa þetta saman.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. 1. ágúst 2021 10:19 Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Rætt var við Ísleif í hádegisfréttir Bylgjunnar. „Við ásamt Þjóðhátíðarnefnd og ÍBV ákváðum bara að kýla á dagskrá kvöldsins í fullri stærð. Þannig að það eru allir sem áttu að koma fram í kvöld þeir koma fram og meira að segja búið að bæta aðeins við dagskránna,“ sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er allur búnaður sem átti að vera: Ljós, LED skjáir og allar græjur. Þetta er bara „full on show“ í kvöld. Nema að af því að ástandið er svo furðulegt þá er þetta bara gert fyrir myndavélarnar og það er enginn í dalnum og enginn í brekkunni.“ Hálfgert „brjálæði“ en gaman Er þetta ekki í fyrsta sinn sem brekkusöngur fer fram fyrri tómri brekku? „Jú þetta er mjög sérstakt og það er sérstakt fyrir okkur að setja þetta upp, vitandi það að það verður enginn þarna í brekkunni. En þetta er líka mjög skemmtilegt og allir voða glaðir að það skyldi kýlt á þetta. En jú þetta er alveg örugglega í fyrsta skipti sem brekkusöngur fer fram fyrir tómri brekku en við ætlum að setja textann yfir skjáinn þannig að fólk geti sungið með heima hjá sér.“ Brekkan er vanalega troðin af fólki eina helgi á ári. Í kvöld verður hún tóm.Anna Thorsteinsson Líkt og fram hefur komið hefur Þjóðhátíð verið frestað. Stefnt er að því að halda hátíðina síðar í sumar. Eyjamenn hafa ekki leynt því að frestun á Þjóðhátíð er gríðarlegur skellur, ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður tilfinningalega. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að því að láta dagskránna verða að veruleika. „Crewið byrjaði að tínast hingað inn fyrir tveimur dögum þannig að þetta er svakalegt umfang og þetta er helvíti stór ákvörðun að ákveða að kýla á þetta í fullri stærð. Hálfgert brjálæði en samt mjög gaman að þetta sé að gerast svona. Mjög áhugavert.“ Sjá einnig: Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Lögregla vaktar svæðið Líkt og áður segir verða engir áhorfendur í brekkunni, mikil gæsla verður á svæðinu og passar lögregla að enginn komist inn í dalinn. „Við lokum svæðinu í dag. Við verðum með gæslu og ef einhver reynir að koma þá vísum við þeim frá. Reyndar er ekkert gaman að reyna að sjá þetta því þú hvorki sérð né heyrir. Það eru bara myndatökumenn úti um allt og hljóð fer bara í græjurnar. Þannig ekki reyna að koma. Þið komist ekkert inn og það er ekkert að sjá. Besta leiðin til að njóta þess er bara í tækjunum heima.“ Undirbúningur er í fullum gangi í Herjólfsdal.anna thorsteinsson Fjörið byrjar klukkan 21:00 Hægt er að kaupa miða í gegnum myndlykla Vodafone og Símans eða á Tix.is Útsending hefst klukkan hálf níu. Albatross og gestir stíga á svið klukkan níu og svo hefst brekkusöngurinn vinsæli klukkan ellefu. „Meðal þeirra sem koma fram eru Pálmi Gunnars, Ragga Gísla, Sverrir Bergmann. Sveinn Waage er kynnir og Hreimur er sérstakur gestur. Svo koma líka Guðrún Árný, Jóhanna Guðrún og Klara. Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir brekkusöng klukkan ellefu.“ Fæstum líst vel á rigningu í Herjólfsdal þegar brekkusöngur fer fram en í ár skiptir það ekki máli þar sem landsmenn hlusta á sönginn heima í stofu.anna thorsteinsson Hvorki blys né brenna í brekkunni Ekki fékkst leyfi til að vera með blys né brennu í kvöld. „Við ætlum samt að gera ýmislegt til að reyna að skapa þessa þjóðahátíðarstemningu þannig það kemur bara í ljós hvað við gerum.“ Lofið þið góðri skemmtun í kvöld? „Já við gerum það. Það er verið að leggja gríðarlega mikið í þetta. Eins og ég segi, full dagskrá, full stærð, her af fólki og græjum. Ég held að þetta verði engu líkt. Hvet alla til að horfa og upplifa þetta saman.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. 1. ágúst 2021 10:19 Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. 1. ágúst 2021 10:19
Aðeins „orðrómur“ að fólk sé að flykkjast til Eyja um helgina Þrátt fyrir að stærstu hátíðum landsins hafi verið aflýst eru fjölmargir Íslendingar á ferðalagi um landið og eru tjaldsvæði víða þéttsetin. Tjaldvörður í Vestmannaeyjum segir stöðuna þar þó afar ólíka því sem vant er um verslunarmannahelgi. 31. júlí 2021 16:36
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. 31. júlí 2021 15:00