Klaesson kemur til Leeds frá norska úrvalsdeildarliðinu Valerenga og gerir fjögurra ára samning við Leeds.
Talið er að norska félagið fái 1,6 milljónir punda í sinn hlut fyrir félagaskiptin.
"I've heard the atmosphere in the stadium here is crazy, so I'm really excited." - pic.twitter.com/mvDT0GPk57
— Leeds United (@LUFC) July 31, 2021
Klaesson er tvítugur að aldri líkt og aðalmarkvörður Leeds, Frakkinn Ilan Meslier.
Þrátt fyrir ungan aldur á Klaesson 55 leiki að baki í norsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður Valerenga undanfarin þrjú ár.
Íslenski sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Valerenga.