Segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2021 18:30 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Yfirmaður smitrakningarteymisins segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur af stöðunni. Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands á einum degi og vegna álags getur smitrakningarteymið ekki hringt í þá sem þurfa í sóttkví. 145 greindust með smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru lang flestir utan sóttkvíar. 38 þeirra smituðu eru óbólusettir. Einn var lagður inn á Landspítala í gær með Covid-19 og eru samtals tíu inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Hefur áhyggjur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymisins segist ekki eiga von á að sjá lægri smittölur næstu daga. Á þessari stundu með þessar smittölur, 145 smit. Telur þú enn að við séum með yfirhöndina, að þetta sé ekki komið út böndunum? „Það er svolítið erfitt að svara þessu, ég sé engar vísbendingar um að þetta sé á leiðinni niður þannig að ég hef alveg áhyggjur.“ Dæmi séu um að fyrirtæki hafi þurft að loka þar sem allir starfsmenn séu smitaðir. Í faraldrinum hefur smitrakningarteymið hringt í alla þá sem þurfa í sóttkví. Vegna álags og fjölda smitaðra hefur teymið ekki lengur tök á því. „Núna látum við það nægja að senda þeim skilaboð sem eru innbyggð í kerfinu hjá okkur, sms og tölvupóst í flestum tilvikum. Svo þarf fólk að fóta sig innan þess. Núna þekkir fólk þetta, ef ekki þá spyrðu vin.“ Sjá einnig: Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Spilum ekki á veiruna Fólk sem greinist smitað mun þó áfram fá símtal frá teyminu. Mikið álag er í rakningunni og segir Jóhann marga vilja sniðganga sóttkví og fara beint í sýnatöku á fyrsta degi sóttkvíar til að losna úr prísundinni. Slíkt sé ekki í boði. Sjö daga sóttkví er áfram reglan. „Við getum alveg spilað á það en við spilum ekki á veiruna hvað það varðar, svo fá þeir einkenni á fjórða eða fimmta degi og þá eru þeir búnir að smita einhvern fjölda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. 31. júlí 2021 12:17 Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. 31. júlí 2021 10:56 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
145 greindust með smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru lang flestir utan sóttkvíar. 38 þeirra smituðu eru óbólusettir. Einn var lagður inn á Landspítala í gær með Covid-19 og eru samtals tíu inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Hefur áhyggjur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymisins segist ekki eiga von á að sjá lægri smittölur næstu daga. Á þessari stundu með þessar smittölur, 145 smit. Telur þú enn að við séum með yfirhöndina, að þetta sé ekki komið út böndunum? „Það er svolítið erfitt að svara þessu, ég sé engar vísbendingar um að þetta sé á leiðinni niður þannig að ég hef alveg áhyggjur.“ Dæmi séu um að fyrirtæki hafi þurft að loka þar sem allir starfsmenn séu smitaðir. Í faraldrinum hefur smitrakningarteymið hringt í alla þá sem þurfa í sóttkví. Vegna álags og fjölda smitaðra hefur teymið ekki lengur tök á því. „Núna látum við það nægja að senda þeim skilaboð sem eru innbyggð í kerfinu hjá okkur, sms og tölvupóst í flestum tilvikum. Svo þarf fólk að fóta sig innan þess. Núna þekkir fólk þetta, ef ekki þá spyrðu vin.“ Sjá einnig: Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Spilum ekki á veiruna Fólk sem greinist smitað mun þó áfram fá símtal frá teyminu. Mikið álag er í rakningunni og segir Jóhann marga vilja sniðganga sóttkví og fara beint í sýnatöku á fyrsta degi sóttkvíar til að losna úr prísundinni. Slíkt sé ekki í boði. Sjö daga sóttkví er áfram reglan. „Við getum alveg spilað á það en við spilum ekki á veiruna hvað það varðar, svo fá þeir einkenni á fjórða eða fimmta degi og þá eru þeir búnir að smita einhvern fjölda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. 31. júlí 2021 12:17 Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. 31. júlí 2021 10:56 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56
Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. 31. júlí 2021 12:17
Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. 31. júlí 2021 10:56