Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Óttar Kolbeinsson Proppé og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. júlí 2021 12:17 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri almannavarna. vísir/vilhelm Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. „Rakningin okkar er enn þá í fullum gangi en það sjá það náttúrulega allir að þegar við erum með svona ástand eins og í dag að þá er rakningin ekki að ná að gefa jafn frábæra þjónustu eins og hefur verið,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Þessi þjónusta, þegar hefur verið náð að hringja í alla og segja þú ert að fara í sóttkví og útskýrt hvernig sóttkví virkar, þessu náum við ekki í dag,“ heldur hún áfram. „Við náum að benda fólki á að það eigi að vera í sóttkví og að það geti lesið sér til um hvað það þýðir. Þetta er okkar nýi veruleiki akkúrat í dag. Við þurfum svolítið að passa upp á okkur sjálf og bera ábyrgð.“ Fólk með einkenni tregt til að fara í sýnatöku Hún telur að fólk sé orðið hálfkærulaust þegar það finni fyrir einkennum: „Margir eru með einkenni en hugsa: Ég er bólusettur eða bólusett og þetta er bara eitthvað kvef,“ segir hún og telur þetta eina skýringu þess að svo margir greinist áfram utan sóttkvíar. Aldrei hafa fleiri greinst með virkt smit á einum degi og í gær, þegar 145 greindust hér innanlands. Af þeim voru 98 utan sóttkvíar við greiningu. Ekki eru nema örfáir dagar síðan fyrra met var slegið og má búast við að smittölur næstu daga verði svipaðar og tölur gærdagsins ef ekki hærri, að sögn Hjördísar. „Talan er há og þetta er eiginlega orðið þannig að okkur finnst hundrað orðið eitthvað venjulegt, en auðvitað er það ekki venjulegt og það er ástæða fyrir því að við erum að tala um það sem við þurfum að vera að gera öll saman,“ segir Hjördís. „Ég held við þurfum bara enn og aftur að hvetja fólk, sem er með einkenni til að fara í sýnatöku. Það er bara það sem skiptir okkur öllu máli, fyrir allt samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Rakningin okkar er enn þá í fullum gangi en það sjá það náttúrulega allir að þegar við erum með svona ástand eins og í dag að þá er rakningin ekki að ná að gefa jafn frábæra þjónustu eins og hefur verið,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Þessi þjónusta, þegar hefur verið náð að hringja í alla og segja þú ert að fara í sóttkví og útskýrt hvernig sóttkví virkar, þessu náum við ekki í dag,“ heldur hún áfram. „Við náum að benda fólki á að það eigi að vera í sóttkví og að það geti lesið sér til um hvað það þýðir. Þetta er okkar nýi veruleiki akkúrat í dag. Við þurfum svolítið að passa upp á okkur sjálf og bera ábyrgð.“ Fólk með einkenni tregt til að fara í sýnatöku Hún telur að fólk sé orðið hálfkærulaust þegar það finni fyrir einkennum: „Margir eru með einkenni en hugsa: Ég er bólusettur eða bólusett og þetta er bara eitthvað kvef,“ segir hún og telur þetta eina skýringu þess að svo margir greinist áfram utan sóttkvíar. Aldrei hafa fleiri greinst með virkt smit á einum degi og í gær, þegar 145 greindust hér innanlands. Af þeim voru 98 utan sóttkvíar við greiningu. Ekki eru nema örfáir dagar síðan fyrra met var slegið og má búast við að smittölur næstu daga verði svipaðar og tölur gærdagsins ef ekki hærri, að sögn Hjördísar. „Talan er há og þetta er eiginlega orðið þannig að okkur finnst hundrað orðið eitthvað venjulegt, en auðvitað er það ekki venjulegt og það er ástæða fyrir því að við erum að tala um það sem við þurfum að vera að gera öll saman,“ segir Hjördís. „Ég held við þurfum bara enn og aftur að hvetja fólk, sem er með einkenni til að fara í sýnatöku. Það er bara það sem skiptir okkur öllu máli, fyrir allt samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir framan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira