Versta bylgjan hafin síðan veiran reið yfir Wuhan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 21:09 Yfirvöld hafa fyrirskipað að allar 9,3 milljónir íbúa í Nanjing skuli skimaðar fyrir Covid-19. Getty/Shao Ying Ný bylgja kórónuveirufaraldursins ríður nú yfir Kína og er hún sögð sú versta síðan fyrsta bylgja faraldursins reið yfir fyrir rúmu ári síðan. Nýjasta bylgjan hófst í borginni Nanjing og hefur breiðst út til fimm héraða auk Peking. Meira en 200 hafa smitast af veirunni frá því að hún greindist á flugvelli Nanjing þann 20. júlí síðastliðinn. Ríkisútvarp Kína segir að um verstu bylgju faraldursins sé að ræða síðan veiran greindist fyrst í Wuhan í nóvember 2019. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Flugvellinum í Nanjing hefur verið lokað og verður ekki flogið aftur um hann fyrr en 11. agúst næstkomandi. Þá hafa yfirvöld gripið til skimunarátaks: allar 9,3 milljónir íbúa Nanjing verða skimaðar fyrir veirunni. Langar raðir hafa myndast fyrir utan skimunarstöðvar en yfirvöld hafa hvatt íbúa til að bera grímur fyrir vitum, halda metra fjarlægð og takmarka tal á meðan á biðinni stendur. Samkvæmt yfirvöldum er það Delta-afbrigði veirunnar sem um er að ræða en afbrigðið er talið smitast mun auðveldar milli fólks og leiða til alvarlegri veikinda hjá fleirum. Yfirvöld segja að veiran hafi dreifst víðar vegna þess að smitaðir hafi verið staddir á mannmörgum flugvelli. Veiran er sögð hafa borist til Ninjang með rússneskum ræstitæknum sem voru um borð í flugvél sem lenti í Ninjang. Að sögn yfirvalda fylgdu þeir ekki ströngum sóttvarnareglum. Bylgjan er þó sögð á byrjunarstigi og enn sé hægt að ná utan um hana. Sjö af þeim tvö hundruð sem hafa greinst smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi mikið veikir. Fjöldi smitaðra hefur leitt til þess að einhverjir hafi velt upp þeirri spurningu hvort kínversk bóluefni gegn veirunni virki nokkuð gegn Delta-afbrigðinu. Ekki liggur þó fyrir hvort hinir smituðu séu bólusettir. Fjöldi ríkja í Suðaustur-Asíu, sem keypt hafa kínversk bóluefni, tilkynntu í vikunni að þau hyggist snúa sér til annarra bóluefnaframleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Meira en 200 hafa smitast af veirunni frá því að hún greindist á flugvelli Nanjing þann 20. júlí síðastliðinn. Ríkisútvarp Kína segir að um verstu bylgju faraldursins sé að ræða síðan veiran greindist fyrst í Wuhan í nóvember 2019. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Flugvellinum í Nanjing hefur verið lokað og verður ekki flogið aftur um hann fyrr en 11. agúst næstkomandi. Þá hafa yfirvöld gripið til skimunarátaks: allar 9,3 milljónir íbúa Nanjing verða skimaðar fyrir veirunni. Langar raðir hafa myndast fyrir utan skimunarstöðvar en yfirvöld hafa hvatt íbúa til að bera grímur fyrir vitum, halda metra fjarlægð og takmarka tal á meðan á biðinni stendur. Samkvæmt yfirvöldum er það Delta-afbrigði veirunnar sem um er að ræða en afbrigðið er talið smitast mun auðveldar milli fólks og leiða til alvarlegri veikinda hjá fleirum. Yfirvöld segja að veiran hafi dreifst víðar vegna þess að smitaðir hafi verið staddir á mannmörgum flugvelli. Veiran er sögð hafa borist til Ninjang með rússneskum ræstitæknum sem voru um borð í flugvél sem lenti í Ninjang. Að sögn yfirvalda fylgdu þeir ekki ströngum sóttvarnareglum. Bylgjan er þó sögð á byrjunarstigi og enn sé hægt að ná utan um hana. Sjö af þeim tvö hundruð sem hafa greinst smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi mikið veikir. Fjöldi smitaðra hefur leitt til þess að einhverjir hafi velt upp þeirri spurningu hvort kínversk bóluefni gegn veirunni virki nokkuð gegn Delta-afbrigðinu. Ekki liggur þó fyrir hvort hinir smituðu séu bólusettir. Fjöldi ríkja í Suðaustur-Asíu, sem keypt hafa kínversk bóluefni, tilkynntu í vikunni að þau hyggist snúa sér til annarra bóluefnaframleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira