Sofa í bílnum með Covid-19 Snorri Másson skrifar 30. júlí 2021 18:41 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill Dæmi eru um að Covid-sjúklingar hafi neyðst til þess að sofa í bílum sínum undanfarna daga vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Farsóttarhús í Reykjavík eru yfirfull. Langstærsta farsóttarhótel sem íslenska ríkið er með í notkun er fullt af óbólusettum ferðamönnum í sóttkví. Rauði krossinn vill fá þá á venjuleg hótel, svo að hægt sé að koma fólki í einangrun í viðunandi aðstæðum. Farsóttarhúsin hafa þurft að vísa Covid-sjúkum Íslendingum frá sem eiga bókstaflega í engin önnur hús að venda. „Ég veit um tvö dæmi þess að fólk þurfti að sofa út í bíl í nótt,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna. Skýtur það skökku við? „Það gerir það óneitanlega, en þetta er mál sem við þurfum að leysa.“ Fosshótel í Reykjavík er stærsta farsóttarhúsið hér á landi. Vísir/Egill Það gæti orðið bót í máli fyrir farsóttarhúsin að sóttvarnalæknir hefur stytt einangrunartíma hraustra Covid-sjúklinga úr tveimur vikum niður í 10 daga, að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga. Það breytir því þó ekki að farsóttarhúsin þurfa pláss. Þegar eru 250 í einangrun í farsóttarhúsi eftir innanlandssmit og 40 í sóttkví vegna slíkrar útsetningar. Á móti eru 170 herbergi tekin undir, sem eru þar óbólusettir í sóttkví eftir komuna til landsins. „Ef að þeir gætu verið annars staðar væri málið leyst,“ segir Gylfi. Álagið á sjúkrahúsinu er enn nokkuð, meðal annars vegna sumarleyfa. Enn meira er það á smitrakningarteyminu þessa stundina eftir að fréttir bárust af styttri einangrunartíma: Fólk vill vita hvort það er sloppið úr einangruninni. Í gær greindust að minnsta kosti 112 með veiruna og fyrirséð er að smitum fjölgar enn á næstu dögum. Krabbameinsdeild Landspítalans slapp með skrekkinn í dag þegar í ljós kom að jákvæð niðurstaða sjúklings úr Covid-sýnatöku reyndist fölsk, og sjúklingurinn veirufrír. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Langstærsta farsóttarhótel sem íslenska ríkið er með í notkun er fullt af óbólusettum ferðamönnum í sóttkví. Rauði krossinn vill fá þá á venjuleg hótel, svo að hægt sé að koma fólki í einangrun í viðunandi aðstæðum. Farsóttarhúsin hafa þurft að vísa Covid-sjúkum Íslendingum frá sem eiga bókstaflega í engin önnur hús að venda. „Ég veit um tvö dæmi þess að fólk þurfti að sofa út í bíl í nótt,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna. Skýtur það skökku við? „Það gerir það óneitanlega, en þetta er mál sem við þurfum að leysa.“ Fosshótel í Reykjavík er stærsta farsóttarhúsið hér á landi. Vísir/Egill Það gæti orðið bót í máli fyrir farsóttarhúsin að sóttvarnalæknir hefur stytt einangrunartíma hraustra Covid-sjúklinga úr tveimur vikum niður í 10 daga, að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga. Það breytir því þó ekki að farsóttarhúsin þurfa pláss. Þegar eru 250 í einangrun í farsóttarhúsi eftir innanlandssmit og 40 í sóttkví vegna slíkrar útsetningar. Á móti eru 170 herbergi tekin undir, sem eru þar óbólusettir í sóttkví eftir komuna til landsins. „Ef að þeir gætu verið annars staðar væri málið leyst,“ segir Gylfi. Álagið á sjúkrahúsinu er enn nokkuð, meðal annars vegna sumarleyfa. Enn meira er það á smitrakningarteyminu þessa stundina eftir að fréttir bárust af styttri einangrunartíma: Fólk vill vita hvort það er sloppið úr einangruninni. Í gær greindust að minnsta kosti 112 með veiruna og fyrirséð er að smitum fjölgar enn á næstu dögum. Krabbameinsdeild Landspítalans slapp með skrekkinn í dag þegar í ljós kom að jákvæð niðurstaða sjúklings úr Covid-sýnatöku reyndist fölsk, og sjúklingurinn veirufrír.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20
„Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50
Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent