Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Snorri Másson skrifar 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin eru sprungin, og það gæti þurft að beina ferðamönnum í sóttkví á hefðbundin hótel. Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. Frá því að 200 manna samkomutakmarkanir tóku gildi síðasta sunnudag hafa 558 greinst með veiruna og alls eru 1.072 í einangrun. Staðan er að sögn Víðis óbreytt á sjúkrahúsinu, með 10 inniliggjandi sjúklinga og tvo á gjörgæslu. Víðir segir að faraldsfræðilega sé matið einnig óbreytt frá því sem verið hefur síðustu daga. Ef fram fer sem horfir geti bylgjan staðið í átta vikur, eins og fyrri bylgjur. Ekkert skýrt er þó að sögn Víðis komið fram sem kallar á að herða aðgerðir. Ástandið á farsóttarhúsum er alveg komið að þolmörkum. „Farsóttarhúsin eru nánast full og við þurftum að beita mjög stífu vali á því í gær hverjir fengu pláss. Það voru ekki allir sem vildu komast í einangrun sem fengu pláss í gær, þannig að við erum alveg á tampi með það núna,“ segir Víðir. Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.Vísir/Vilhelm Mikið hótelpláss fer nú undir ferðamenn í sóttkví og lausnin gæti falist í að beina þeim á hefðbundin hótel. „Ein leiðin til þess að gera þetta væri bara að hefja gjaldtöku á þessu. Þá væri það ekki valkostur fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví að dvelja í fimm daga á kostnað ríkisins, heldur yrðu menn að borga fyrir það og gætu þá valið það hótel sem myndi henta þeim.” Landspítalinn þurfi að gæta að persónuvernd Stefna Landspítalans um að veita ekki upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 hefur reynst umdeild, en það kveðst spítalinn gera af persónuverndarsjónarmiðum. Víðir segir spítalann þurfa að fylgja þeim reglum, en að ekki sé þar með um mikla breytingu að ræða, enda hafi í gegnum faraldurinn lítið verið gefið upp um einstaka Covid-sjúklinga. „Þetta er bara það starfsumhverfi sem menn búa við og þeir þurfa að reyna að fylgja þessum Persónuverndarreglum. Ef einhver hagaðili í málinu er að gera athugasemdir við það þarf Landspítalinn auðvitað að bregðast við því,“ segir Víðir. Og verslunarmannahelgin er fram undan. Skilaboð Víðis eru þessi: „Haldið ykkur í litlum hópum og haldið ykkur með sama fólkinu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Frá því að 200 manna samkomutakmarkanir tóku gildi síðasta sunnudag hafa 558 greinst með veiruna og alls eru 1.072 í einangrun. Staðan er að sögn Víðis óbreytt á sjúkrahúsinu, með 10 inniliggjandi sjúklinga og tvo á gjörgæslu. Víðir segir að faraldsfræðilega sé matið einnig óbreytt frá því sem verið hefur síðustu daga. Ef fram fer sem horfir geti bylgjan staðið í átta vikur, eins og fyrri bylgjur. Ekkert skýrt er þó að sögn Víðis komið fram sem kallar á að herða aðgerðir. Ástandið á farsóttarhúsum er alveg komið að þolmörkum. „Farsóttarhúsin eru nánast full og við þurftum að beita mjög stífu vali á því í gær hverjir fengu pláss. Það voru ekki allir sem vildu komast í einangrun sem fengu pláss í gær, þannig að við erum alveg á tampi með það núna,“ segir Víðir. Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum.Vísir/Vilhelm Mikið hótelpláss fer nú undir ferðamenn í sóttkví og lausnin gæti falist í að beina þeim á hefðbundin hótel. „Ein leiðin til þess að gera þetta væri bara að hefja gjaldtöku á þessu. Þá væri það ekki valkostur fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví að dvelja í fimm daga á kostnað ríkisins, heldur yrðu menn að borga fyrir það og gætu þá valið það hótel sem myndi henta þeim.” Landspítalinn þurfi að gæta að persónuvernd Stefna Landspítalans um að veita ekki upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 hefur reynst umdeild, en það kveðst spítalinn gera af persónuverndarsjónarmiðum. Víðir segir spítalann þurfa að fylgja þeim reglum, en að ekki sé þar með um mikla breytingu að ræða, enda hafi í gegnum faraldurinn lítið verið gefið upp um einstaka Covid-sjúklinga. „Þetta er bara það starfsumhverfi sem menn búa við og þeir þurfa að reyna að fylgja þessum Persónuverndarreglum. Ef einhver hagaðili í málinu er að gera athugasemdir við það þarf Landspítalinn auðvitað að bregðast við því,“ segir Víðir. Og verslunarmannahelgin er fram undan. Skilaboð Víðis eru þessi: „Haldið ykkur í litlum hópum og haldið ykkur með sama fólkinu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira