Þakkaði mömmu sérstaklega eftir fyrsta leikinn með aðalliði FCK Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 13:15 Hákon Arnor Haraldsson samdi við FC København fyrir tveimur árum. getty/Lars Ronbog Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar Haraldsson lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FC København í gær. Hann þakkaði móður sinni eftir frumraunina. FCK vann 0-5 sigur á Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Danska liðið vann einvígið, 9-1 samanlagt. Hákon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir William Bøving sem var þá nýbúinn að koma FCK í 0-5. „Ég er bara ánægður að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir jafn stórt félag og FCK svo þetta er stór dagur,“ sagði hinn átján ára Hákon við heimasíðu FCK eftir leikinn í gær. En glad og stolt Hákon Arnar Haraldsson fik sin officielle debut i 2. halvleg af Torpedo-kampen #fcklive https://t.co/75EXXz3yUn— F.C. København (@FCKobenhavn) July 29, 2021 „Ég vissi ekki fyrirfram að ég myndi spila en þú vonast alltaf til þess þegar þú ert á bekknum og sem betur fer fékk ég tækifæri í dag. Ég skoraði en fékk gult spjald því það var búið að dæma. En það eyðilagði ekkert fyrir mér.“ Hákon þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn eftir leikinn. „Þetta hvetur mig áfram til að halda áfram að leggja mig allan fram á æfingum og ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér, fyrst og fremst fjölskyldunni og sérstaklega mömmu minni sem flutti til Kaupmannahafnar með mér,“ sagði Hákon. Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Mamma hans, Jónína Víglundsdóttir, átti farsælan feril með ÍA og var ein besta fótboltakona landsins á sínum tíma. Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var svo einn af máttarstólpunum í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á 10. áratug síðustu aldar. Foreldrar Hákons léku bæði fyrir landslið Íslands. Eldri bróðir Hákons er Tryggvi Hrafn, leikmaður Vals, sem hefur einnig leikið með A-landsliðinu og sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir FCK Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu. Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
FCK vann 0-5 sigur á Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Danska liðið vann einvígið, 9-1 samanlagt. Hákon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir William Bøving sem var þá nýbúinn að koma FCK í 0-5. „Ég er bara ánægður að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir jafn stórt félag og FCK svo þetta er stór dagur,“ sagði hinn átján ára Hákon við heimasíðu FCK eftir leikinn í gær. En glad og stolt Hákon Arnar Haraldsson fik sin officielle debut i 2. halvleg af Torpedo-kampen #fcklive https://t.co/75EXXz3yUn— F.C. København (@FCKobenhavn) July 29, 2021 „Ég vissi ekki fyrirfram að ég myndi spila en þú vonast alltaf til þess þegar þú ert á bekknum og sem betur fer fékk ég tækifæri í dag. Ég skoraði en fékk gult spjald því það var búið að dæma. En það eyðilagði ekkert fyrir mér.“ Hákon þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn eftir leikinn. „Þetta hvetur mig áfram til að halda áfram að leggja mig allan fram á æfingum og ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér, fyrst og fremst fjölskyldunni og sérstaklega mömmu minni sem flutti til Kaupmannahafnar með mér,“ sagði Hákon. Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Mamma hans, Jónína Víglundsdóttir, átti farsælan feril með ÍA og var ein besta fótboltakona landsins á sínum tíma. Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var svo einn af máttarstólpunum í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á 10. áratug síðustu aldar. Foreldrar Hákons léku bæði fyrir landslið Íslands. Eldri bróðir Hákons er Tryggvi Hrafn, leikmaður Vals, sem hefur einnig leikið með A-landsliðinu og sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir FCK Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu.
Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira