Var stressuð að byrja elleftu heimsleikana: „Snýst jafnmikið um andlega þáttinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir fékk að hvíla sig í gær en keppnin á heimsleikunum heldur síðan áfram í dag. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir fer ekki felur með neitt. Hún viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir fyrsta daginn á heimsleikunum og það þótt hún væri reyndasti keppandinn á svæðinu og mætt á sína elleftu heimsleika á ferlinum. „Ég var stressuð fyrir keppnina í gær. Það hafði liðið langur tími síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast Ég vissi ekki alveg hvar ég stæði gagnvart hinum stelpunum og öðruvísi aðdragandi að heimsleikunum í ár þýddi að efinn var meiri sem og óttinn að vera ekki nógu góð,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína í gær þegar keppendur fengu frídag til að safna kröftum eftir mjög viðburðaríkan miðvikudag. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Ég sagði sjálfri mér þetta: Anníe, þú hefur lagt allt þetta á þig í tólf mánuði og nú áttu það skilið að sýna það og sanna á keppnisgólfinu,“ skrifaði Anníe. „Dagur eitt er baki og ég er mjög stolt af frammistöðunni og það sem ég lagði í keppnina. Ég skildi ekkert eftir á tanknum í fyrstu, annarri og fjórðu greininni. Í þriðju greininni var lítill api mættur inn í hausinn á mér. Ég sagði sjálfri mér: Ég veit ekki hversu hratt ég kemst og hinar eru örugglega miklu fljótari en ég af því að ég hef ekki hlaupið það mikið. Ég vil bara ekki vera síðust,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Á þessu stigi í þessari keppni þá máttu alls ekki efast um hæfileika þína. Þú verður að gefa allt til að finna þröskuldinn þinn og ef hjólin detta af þá verður þú bara að gera þitt besta með það sem þú átt eftir,“ skrifaði Anníe. „Heimsleikarnir í CrossFit snúast alveg jafnmikið um það andlega og það líkamlega. Ég vildi bara gefa ykkur smá innsýn í það sem maður lendir í jafnvel þótt að þetta séu mínir elleftu heimsleikar,“ skrifaði Anníe. „Enginn efi lengur og engar afsakanir. Ég ætla bara að keyra á þetta og njóta þess í leiðinni,“ skrifaði Anníe Mist að lokum eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi. CrossFit Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Sjá meira
„Ég var stressuð fyrir keppnina í gær. Það hafði liðið langur tími síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast Ég vissi ekki alveg hvar ég stæði gagnvart hinum stelpunum og öðruvísi aðdragandi að heimsleikunum í ár þýddi að efinn var meiri sem og óttinn að vera ekki nógu góð,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína í gær þegar keppendur fengu frídag til að safna kröftum eftir mjög viðburðaríkan miðvikudag. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Ég sagði sjálfri mér þetta: Anníe, þú hefur lagt allt þetta á þig í tólf mánuði og nú áttu það skilið að sýna það og sanna á keppnisgólfinu,“ skrifaði Anníe. „Dagur eitt er baki og ég er mjög stolt af frammistöðunni og það sem ég lagði í keppnina. Ég skildi ekkert eftir á tanknum í fyrstu, annarri og fjórðu greininni. Í þriðju greininni var lítill api mættur inn í hausinn á mér. Ég sagði sjálfri mér: Ég veit ekki hversu hratt ég kemst og hinar eru örugglega miklu fljótari en ég af því að ég hef ekki hlaupið það mikið. Ég vil bara ekki vera síðust,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Á þessu stigi í þessari keppni þá máttu alls ekki efast um hæfileika þína. Þú verður að gefa allt til að finna þröskuldinn þinn og ef hjólin detta af þá verður þú bara að gera þitt besta með það sem þú átt eftir,“ skrifaði Anníe. „Heimsleikarnir í CrossFit snúast alveg jafnmikið um það andlega og það líkamlega. Ég vildi bara gefa ykkur smá innsýn í það sem maður lendir í jafnvel þótt að þetta séu mínir elleftu heimsleikar,“ skrifaði Anníe. „Enginn efi lengur og engar afsakanir. Ég ætla bara að keyra á þetta og njóta þess í leiðinni,“ skrifaði Anníe Mist að lokum eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi.
CrossFit Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti