Valur kemur langbest út úr „ef og hefði“ tölfræðinni en HK langverst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 10:01 Valsmenn eru með eins stigs forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. vísir/bára Valur kemur langbest út úr xG tölfræðinni í Pepsi Max-deild karla en HK langverst. Valsmenn eru með sjö stigum meira en þeir „ættu“ að vera með en HK-ingar átta stigum minna. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk lið eiga að skora miðað við færin sem þau búa til. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fá sig miðað sem færin sem þau fá á sig. Með því er svo hægt að reikna út hversu mörg stig lið „eiga“ að vera með. Wyscout heldur utan um þessa tölfræði. Flest liðin í Pepsi Max-deildinni eru nokkurn veginn á pari miðað við xG tölfræðina, það er með um þremur stigum meira eða minna en þau ættu að vera með. En Valur og HK skera sig úr. Valur er með þrjátíu stig á toppi Pepsi Max-deildarinnar en samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið aðeins að vera með 22,8 stig og í 4. sætinu. Íslandsmeistararnir hafa því fengið 7,2 stigum meira en þeir ættu að vera búnir að fá. Valsmenn eru búnir að skora 1,78 mörkum meira en þeir ættu að vera búnir að skora og fá á sig 5,34 mörkum minna en þeir ættu að hafa fengið á sig. Hannes Þór Halldórsson hefur verið drjúgur í marki Vals í sumar.vísir/bára Nýliðar Leiknis koma næstbest út úr xG tölfræðinni en þeir eru með 3,2 stigum meira en þeir ættu að vera með. Víkingur fær einnig uppreisn æru í xG tölfræðinni. Víkingar eru með 2,7 stigum meira en þeir ættu að vera með en undanfarin ár hafa þeir komið afar illa út úr xG tölfræðinni. Í fyrra fékk Víkingur aðeins sautján stig en átti að fá 28,2. Tímabilið 2019 fengu Víkingar svo fimm stigum minna en þeir áttu að fá. Í viðtölum eftir leiki í sumar hefur Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, ítrekað talað um að sínir menn hafi ekki alveg uppskorið eins og þeir hafa sáð. Og xG tölfræðin rennir stoðum undir þá kenningu hans. Framherjar HK hafa farið illa með færin sín í sumar.vísir/vilhelm HK er aðeins með tíu stig en ætti að vera með 18,1 stig samkvæmt xG tölfræðinni. Og í staðinn fyrir að vera í ellefta og næstneðsta sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti, ættu HK-ingar að vera í 7. sætinu, fjórum stigum frá fallsæti. HK kemur samt ekki alveg jafn illa út úr xG tölfræðinni og Fjölnir á síðasta tímabili. Fjölnismenn hefðu þá átt að fá fimmtán fleiri stig en þeir fengu og vera í góðum málum um miðja deild. Þeir unnu hins vegar ekki leik, enduðu í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og féllu. Valur kom einnig afar vel út úr xG tölfræðinni í fyrra. Þá fengu Valsmenn 8,3 stigum meira en þeir áttu að fá og hefðu átt að enda í 2. sæti á eftir Blikum. Ekkert lið kom samt betur út xG tölfræðinni í fyrra en Stjarnan sem fékk 10,1 stigi meira en hún átti að fá. Það sama er ekki uppi á teningnum í sumar en Stjörnumenn hafa verið „sviknir“ um 3,3 stig, eða næstflest allra liða í deildinni. Lítið hefur gengið upp hjá Stjörnunni í sumar.vísir/Hulda Margrét Stjarnan og HK eru efst á listanum yfir þau lið sem ættu að vera búin að skora meira en þau hafa gert í sumar. Stjörnumenn hefur skorað 6,33 mörkum minna en þeir ættu að vera búnir að skora og HK-ingar 6,32 mörkum minna. Kópavogsliðin tróna á toppi listans yfir þau lið sem hafa fengið á sig fleiri mörk en þau ættu að hafa fengið á sig. HK-ingar hafa fengið á sig 4,54 mörkum meira en þeir ættu að hafa fengið á sig. Þar á eftir koma Blikar með 3,95 mörkum meira en þeir ættu að vera búnir að fá á sig. Á hinum enda listans eru Keflavík og KA sem ættu að vera búin að fá á sig mun fleiri mörk en þau hafa fengið á sig; Keflvíkingar 7,67 og KA-menn 7,32. KA kom einnig afar vel út úr þessari tölfræði í fyrra. Þá fékk liðið aðeins 21 mark á sig en átti að fá á sig 32,2. Kristijan Jajalo lék afar vel í marki KA í fyrra og Steinþór Már Auðunsson, sem tók sæti hans fyrir tímabilið, hefur ekki verið síðri í sumar. Munur á stigum og væntum stigum (xP) Valur +7,2 Leiknir +3,2 Víkingur +2,7 KA +2,6 Keflavík +0,9 KR -0,1 Fylkir -1,2 FH -1,2 ÍA -1,5 Breiðablik -3,2 Stjarnan -3,3 HK -8,1 Staðan í Pepsi Max-deild karla. Staðan miðað við xG tölfræðina Víkingur 26,3 Breiðablik 26,2 KR 25,1 Valur 22,8 KA 20,4 FH 19,2 HK 18,1 Stjarnan 16,3 Fylkir 15,2 Keflavík 15,1 Leiknir 13,8 ÍA 10,5 Munur á mörkum og væntum mörkum (xG) Valur +1,78 Fylkir +1,61 Leiknir -0,45 Breiðablik -2,03 KR -2,18 FH -2,45 KA -3,16 ÍA -3,56 Keflavík -4,09 Víkingur -4,17 HK -6,32 Stjarnan -6,33 Munur á mörkum fengnum á sig og væntum mörkum á sig (xGA) HK +4,54 Breiðablik +3,95 Fylkir +2,55 FH -0,78 Víkingur -2,23 Stjarnan -3,39 KR -3,61 Valur -5,34 ÍA -5,39 Leiknir -6,66 KA -7,32 Keflavík -7,67 Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur HK Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk lið eiga að skora miðað við færin sem þau búa til. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fá sig miðað sem færin sem þau fá á sig. Með því er svo hægt að reikna út hversu mörg stig lið „eiga“ að vera með. Wyscout heldur utan um þessa tölfræði. Flest liðin í Pepsi Max-deildinni eru nokkurn veginn á pari miðað við xG tölfræðina, það er með um þremur stigum meira eða minna en þau ættu að vera með. En Valur og HK skera sig úr. Valur er með þrjátíu stig á toppi Pepsi Max-deildarinnar en samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið aðeins að vera með 22,8 stig og í 4. sætinu. Íslandsmeistararnir hafa því fengið 7,2 stigum meira en þeir ættu að vera búnir að fá. Valsmenn eru búnir að skora 1,78 mörkum meira en þeir ættu að vera búnir að skora og fá á sig 5,34 mörkum minna en þeir ættu að hafa fengið á sig. Hannes Þór Halldórsson hefur verið drjúgur í marki Vals í sumar.vísir/bára Nýliðar Leiknis koma næstbest út úr xG tölfræðinni en þeir eru með 3,2 stigum meira en þeir ættu að vera með. Víkingur fær einnig uppreisn æru í xG tölfræðinni. Víkingar eru með 2,7 stigum meira en þeir ættu að vera með en undanfarin ár hafa þeir komið afar illa út úr xG tölfræðinni. Í fyrra fékk Víkingur aðeins sautján stig en átti að fá 28,2. Tímabilið 2019 fengu Víkingar svo fimm stigum minna en þeir áttu að fá. Í viðtölum eftir leiki í sumar hefur Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, ítrekað talað um að sínir menn hafi ekki alveg uppskorið eins og þeir hafa sáð. Og xG tölfræðin rennir stoðum undir þá kenningu hans. Framherjar HK hafa farið illa með færin sín í sumar.vísir/vilhelm HK er aðeins með tíu stig en ætti að vera með 18,1 stig samkvæmt xG tölfræðinni. Og í staðinn fyrir að vera í ellefta og næstneðsta sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti, ættu HK-ingar að vera í 7. sætinu, fjórum stigum frá fallsæti. HK kemur samt ekki alveg jafn illa út úr xG tölfræðinni og Fjölnir á síðasta tímabili. Fjölnismenn hefðu þá átt að fá fimmtán fleiri stig en þeir fengu og vera í góðum málum um miðja deild. Þeir unnu hins vegar ekki leik, enduðu í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og féllu. Valur kom einnig afar vel út úr xG tölfræðinni í fyrra. Þá fengu Valsmenn 8,3 stigum meira en þeir áttu að fá og hefðu átt að enda í 2. sæti á eftir Blikum. Ekkert lið kom samt betur út xG tölfræðinni í fyrra en Stjarnan sem fékk 10,1 stigi meira en hún átti að fá. Það sama er ekki uppi á teningnum í sumar en Stjörnumenn hafa verið „sviknir“ um 3,3 stig, eða næstflest allra liða í deildinni. Lítið hefur gengið upp hjá Stjörnunni í sumar.vísir/Hulda Margrét Stjarnan og HK eru efst á listanum yfir þau lið sem ættu að vera búin að skora meira en þau hafa gert í sumar. Stjörnumenn hefur skorað 6,33 mörkum minna en þeir ættu að vera búnir að skora og HK-ingar 6,32 mörkum minna. Kópavogsliðin tróna á toppi listans yfir þau lið sem hafa fengið á sig fleiri mörk en þau ættu að hafa fengið á sig. HK-ingar hafa fengið á sig 4,54 mörkum meira en þeir ættu að hafa fengið á sig. Þar á eftir koma Blikar með 3,95 mörkum meira en þeir ættu að vera búnir að fá á sig. Á hinum enda listans eru Keflavík og KA sem ættu að vera búin að fá á sig mun fleiri mörk en þau hafa fengið á sig; Keflvíkingar 7,67 og KA-menn 7,32. KA kom einnig afar vel út úr þessari tölfræði í fyrra. Þá fékk liðið aðeins 21 mark á sig en átti að fá á sig 32,2. Kristijan Jajalo lék afar vel í marki KA í fyrra og Steinþór Már Auðunsson, sem tók sæti hans fyrir tímabilið, hefur ekki verið síðri í sumar. Munur á stigum og væntum stigum (xP) Valur +7,2 Leiknir +3,2 Víkingur +2,7 KA +2,6 Keflavík +0,9 KR -0,1 Fylkir -1,2 FH -1,2 ÍA -1,5 Breiðablik -3,2 Stjarnan -3,3 HK -8,1 Staðan í Pepsi Max-deild karla. Staðan miðað við xG tölfræðina Víkingur 26,3 Breiðablik 26,2 KR 25,1 Valur 22,8 KA 20,4 FH 19,2 HK 18,1 Stjarnan 16,3 Fylkir 15,2 Keflavík 15,1 Leiknir 13,8 ÍA 10,5 Munur á mörkum og væntum mörkum (xG) Valur +1,78 Fylkir +1,61 Leiknir -0,45 Breiðablik -2,03 KR -2,18 FH -2,45 KA -3,16 ÍA -3,56 Keflavík -4,09 Víkingur -4,17 HK -6,32 Stjarnan -6,33 Munur á mörkum fengnum á sig og væntum mörkum á sig (xGA) HK +4,54 Breiðablik +3,95 Fylkir +2,55 FH -0,78 Víkingur -2,23 Stjarnan -3,39 KR -3,61 Valur -5,34 ÍA -5,39 Leiknir -6,66 KA -7,32 Keflavík -7,67 Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur +7,2 Leiknir +3,2 Víkingur +2,7 KA +2,6 Keflavík +0,9 KR -0,1 Fylkir -1,2 FH -1,2 ÍA -1,5 Breiðablik -3,2 Stjarnan -3,3 HK -8,1
Víkingur 26,3 Breiðablik 26,2 KR 25,1 Valur 22,8 KA 20,4 FH 19,2 HK 18,1 Stjarnan 16,3 Fylkir 15,2 Keflavík 15,1 Leiknir 13,8 ÍA 10,5
Valur +1,78 Fylkir +1,61 Leiknir -0,45 Breiðablik -2,03 KR -2,18 FH -2,45 KA -3,16 ÍA -3,56 Keflavík -4,09 Víkingur -4,17 HK -6,32 Stjarnan -6,33
HK +4,54 Breiðablik +3,95 Fylkir +2,55 FH -0,78 Víkingur -2,23 Stjarnan -3,39 KR -3,61 Valur -5,34 ÍA -5,39 Leiknir -6,66 KA -7,32 Keflavík -7,67
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Valur HK Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira