Norðurá aflahæst af laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2021 08:40 Nýjar vikutölur voru birtar á vef Landssambands Veiðifélaga í morgun og nú ber svo við að Norðurá er aflahæst laxveiðiánna. Það er töluvert síðan Norðurá hefur verið efst á þessum lista en Rangárnar, Þverá/Kjarrá og Miðfjarðará hafa oftast setið efst á þessum lista undanfarin ár yfir mestu veiðina. Norðurá situr þessa vikuna hæst á listanum með vikuveiði upp á 194 laxa sem er ljómandi fín vika og algjörlega í takt við það sem hefur verið að gerast í ánum á vesturlandi. Veiðimenn og leigutakar eru sammála um að göngurnar eru tveimur vikum hið minnsta seinna á ferðinni en í venjulegu ári og þrátt fyrir að júlí sé að renna á enda eru ennþá ágætar göngur í árnar í Borgarfirði og víðar á vesturlandi. Eystri Rangá er önnur á listanum en það er ansi mikill munur að sjá veiðitölur úr henni núna miðað við í fyrra. Alls hafa veiðst 864 laxar í ánni hingað til en takið engu að síður eftir því að vikuveiðin var 372 laxar sem er frábær vika. Það er greinileg aukning í göngum í Eystri Rangá og ætli hún sé ekki bara eins og trendið virðist vera í sumar, svolítið sein af stað. Urriðafoss er með 787 laxa, Þverá og Kjarrá með 736 laxa og vikuveiði upp á 167 laxa og í fimmta sæti er Ytri Rangá með 715 laxa og það er sama stökkið þar eins og í Eystri Rangá, vikuveiði upp á 331 lax. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði
Það er töluvert síðan Norðurá hefur verið efst á þessum lista en Rangárnar, Þverá/Kjarrá og Miðfjarðará hafa oftast setið efst á þessum lista undanfarin ár yfir mestu veiðina. Norðurá situr þessa vikuna hæst á listanum með vikuveiði upp á 194 laxa sem er ljómandi fín vika og algjörlega í takt við það sem hefur verið að gerast í ánum á vesturlandi. Veiðimenn og leigutakar eru sammála um að göngurnar eru tveimur vikum hið minnsta seinna á ferðinni en í venjulegu ári og þrátt fyrir að júlí sé að renna á enda eru ennþá ágætar göngur í árnar í Borgarfirði og víðar á vesturlandi. Eystri Rangá er önnur á listanum en það er ansi mikill munur að sjá veiðitölur úr henni núna miðað við í fyrra. Alls hafa veiðst 864 laxar í ánni hingað til en takið engu að síður eftir því að vikuveiðin var 372 laxar sem er frábær vika. Það er greinileg aukning í göngum í Eystri Rangá og ætli hún sé ekki bara eins og trendið virðist vera í sumar, svolítið sein af stað. Urriðafoss er með 787 laxa, Þverá og Kjarrá með 736 laxa og vikuveiði upp á 167 laxa og í fimmta sæti er Ytri Rangá með 715 laxa og það er sama stökkið þar eins og í Eystri Rangá, vikuveiði upp á 331 lax.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði