Þingmenn deila vegna grímuskyldu: „Hann er svo mikill fáviti“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2021 23:06 Nancy Pelosi og Kevin McCarthy. AP/J. Scott Applewhite Miklar deilur áttu sér stað í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að grímuskyldu var komið á í fulltrúadeildinni aftur, að ráðleggingu læknis þingsins. Repúblikanar hafa fordæmt ákvörðunina og margir þingmenn hafa neitað að vera með grímur, þó þeim hafi verið hótað sektum. Fregnir hafa borist af því að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi kallað Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, fávita vegna andstöðu hans við grímuskylduna. Talsmaður hennar svo gott sem staðfesti það eftir á og sagði Pelosi „í þeirri trú að það að segja að grímuskylda væri ekki ákvörðun byggð á vísindum sé fávitalegt. Unfortunately, we can't verify this audio because of poor quality, but I can confirm that the Speaker believes that saying a mask requirement is "not a decision based on science" is moronic. https://t.co/vf30E4Ggic— Drew Hammill (@Drew_Hammill) July 28, 2021 McCarthy hefur einnig haldið því fram að frjálslyndir embættismenn séu að reyna að þvinga Bandaríkjamenn til að lifa í ótta, án þess þó að taka fram hvað embættismennirnir frjálslyndu eiga að græða á því. Grímur til að hægja á dreifingu Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) gaf út í vikunni að fólk ætti að byrja að nota grímur aftur til að stemma stigu við útbreiðslu Delta-afbrigðis nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi og að mestu á svæðum þar sem lágt hlutfall íbúa er bólusett. Yfirmaður CDC sagði í dag að ákvörðunin væri byggð á nýlegum gögnum um að bólusett fólk sem smitist af Covid-19 geti smitað aðra. Það fólk sé með sama magn veirunnar og óbólusettir. Repúblikanar hafa haldið því fram í dag að það séu þeir sem séu að fylgja vísindunum, ekki vísindamenn. Vísindin sýni að grímur virki ekki. Samkvæmt Reuters hafa um 57,6 prósent Bandaríkjamann fengið minnst einn skammt af bóluefni. Í fjórum af fimm ríkjum þar sem hlutfallið er lægst eru ríkisstjórar Repúblikanar. Það eru ríkin Mississippi, Idaho, Wyoming og Alaska. Í Louisiana er ríkisstjórinn Demókrati. Sjá einnig: Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á Delta-afbrigðið Allir þingmenn Demókrataflokksins hafa opinberað að þeir séu bólusettir. Nærri því helmingur þingmanna Repúblikanaflokksins hafa ekki gert það, samkvæmt talningu CNN. Í ræðu sinni á þingi í kvöld sagði McCarthy að um 85 prósent þingmanna væru bólusettir, sem þýðir að um það bil 65 þingmenn Repúblikanaflokksins eru það ekki, samkvæmt útreikningi einnar blaðakonu. „Skiptu þér ekki af“ Politico vísar í atvik þar sem Demókratinn Jared Huffman, frá Kaliforníu, sá Repúblikanann Byron Donalds, frá Flórída, fara með öðru fólki inn í lyftu án þess að vera með grímu. Huffman skammaði Donalds og kallaði hann eigingjarnan. „Hér er maður sem kemur frá ríki sem er þungamiðja Delta-afbrigðisins og segir heiminum í sjónvarpsviðtali að hann sé ekki bólusettur,“ sagði Huffman um Donalds við blaðamann Politico. Donalds, sem fékk Covid-19 síðasta haust, sagði að Huffman ætti ekki að skipta sér af því sem komi honum ekki við. Í samtali við New York Times vildi hann ekki segja hvort hann ætlaði að láta bólusetja sig og sagðist þess í stað í þeirri trú að hann væri enn með mótefni frá því hann smitaðist í haust. Hann bætti við að honum þætti ákvörðunin um grímuskyldu heimskuleg. Þingmenn hefðu verið í þingsal í rúma tvo tíma í gær og ef Covid-19 væri í dreifingu í þinghúsinu væru allir veikir. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bólusettir frá Evrópu og Bandaríkjunum þurfi ekki að fara í sóttkví í Bretlandi Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á svokölluðum rafgulum lista. 28. júlí 2021 11:59 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Fregnir hafa borist af því að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi kallað Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, fávita vegna andstöðu hans við grímuskylduna. Talsmaður hennar svo gott sem staðfesti það eftir á og sagði Pelosi „í þeirri trú að það að segja að grímuskylda væri ekki ákvörðun byggð á vísindum sé fávitalegt. Unfortunately, we can't verify this audio because of poor quality, but I can confirm that the Speaker believes that saying a mask requirement is "not a decision based on science" is moronic. https://t.co/vf30E4Ggic— Drew Hammill (@Drew_Hammill) July 28, 2021 McCarthy hefur einnig haldið því fram að frjálslyndir embættismenn séu að reyna að þvinga Bandaríkjamenn til að lifa í ótta, án þess þó að taka fram hvað embættismennirnir frjálslyndu eiga að græða á því. Grímur til að hægja á dreifingu Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) gaf út í vikunni að fólk ætti að byrja að nota grímur aftur til að stemma stigu við útbreiðslu Delta-afbrigðis nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi og að mestu á svæðum þar sem lágt hlutfall íbúa er bólusett. Yfirmaður CDC sagði í dag að ákvörðunin væri byggð á nýlegum gögnum um að bólusett fólk sem smitist af Covid-19 geti smitað aðra. Það fólk sé með sama magn veirunnar og óbólusettir. Repúblikanar hafa haldið því fram í dag að það séu þeir sem séu að fylgja vísindunum, ekki vísindamenn. Vísindin sýni að grímur virki ekki. Samkvæmt Reuters hafa um 57,6 prósent Bandaríkjamann fengið minnst einn skammt af bóluefni. Í fjórum af fimm ríkjum þar sem hlutfallið er lægst eru ríkisstjórar Repúblikanar. Það eru ríkin Mississippi, Idaho, Wyoming og Alaska. Í Louisiana er ríkisstjórinn Demókrati. Sjá einnig: Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á Delta-afbrigðið Allir þingmenn Demókrataflokksins hafa opinberað að þeir séu bólusettir. Nærri því helmingur þingmanna Repúblikanaflokksins hafa ekki gert það, samkvæmt talningu CNN. Í ræðu sinni á þingi í kvöld sagði McCarthy að um 85 prósent þingmanna væru bólusettir, sem þýðir að um það bil 65 þingmenn Repúblikanaflokksins eru það ekki, samkvæmt útreikningi einnar blaðakonu. „Skiptu þér ekki af“ Politico vísar í atvik þar sem Demókratinn Jared Huffman, frá Kaliforníu, sá Repúblikanann Byron Donalds, frá Flórída, fara með öðru fólki inn í lyftu án þess að vera með grímu. Huffman skammaði Donalds og kallaði hann eigingjarnan. „Hér er maður sem kemur frá ríki sem er þungamiðja Delta-afbrigðisins og segir heiminum í sjónvarpsviðtali að hann sé ekki bólusettur,“ sagði Huffman um Donalds við blaðamann Politico. Donalds, sem fékk Covid-19 síðasta haust, sagði að Huffman ætti ekki að skipta sér af því sem komi honum ekki við. Í samtali við New York Times vildi hann ekki segja hvort hann ætlaði að láta bólusetja sig og sagðist þess í stað í þeirri trú að hann væri enn með mótefni frá því hann smitaðist í haust. Hann bætti við að honum þætti ákvörðunin um grímuskyldu heimskuleg. Þingmenn hefðu verið í þingsal í rúma tvo tíma í gær og ef Covid-19 væri í dreifingu í þinghúsinu væru allir veikir.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bólusettir frá Evrópu og Bandaríkjunum þurfi ekki að fara í sóttkví í Bretlandi Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á svokölluðum rafgulum lista. 28. júlí 2021 11:59 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Bólusettir frá Evrópu og Bandaríkjunum þurfi ekki að fara í sóttkví í Bretlandi Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á svokölluðum rafgulum lista. 28. júlí 2021 11:59
Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00
Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31
Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað. 23. júlí 2021 08:51