Björgvin Karl upp í annað sætið eftir aðra grein dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 18:31 Björgvin Karl er í góðum gír á heimsleikunum í Madison. Björgvin Karl Guðmundsson er í toppbaráttunni í keppni karla á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er jafn tveimur öðrum í öðru sæti keppninnar eftir tvær greinar. Björgvin Karl var sjötti eftir mjög svo krefjandi fyrstu grein þar sem keppendur syntu 1600 metra á sundblöðkum áður en þeir fóru yfir þrjá kílómetra á kajak á opnu vatni við Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem leikarnir fara fram. Í annarri grein dagsins þurftu keppendur að draga tæplega 100 kg sleða eftir braut áður en þeir sneru níðþungum ílöngum kassa, eða svokölluðu svíni (e. pig flips), sem vó 230 kg fimm sinnum. Þá tóku við tólf upphífingar í hringjum, og svo tólf upphífingar á stöng þar sem lyfta þarf mjöðm að stönginni (e. muscle-ups). Þetta fernt var svo endurtekið í öfugri röð til að klára hringinn. Kanadamaðurinn Patrick Vellner stóð sig best í brautinni og kláraði hana á 7:42,42 mínútum, hann er í 14. sæti eftir tvær greinar þar sem hann var 35. í fyrstu greininni. Finninn Jonne Koski sem var fyrstur í mark í fyrstu grein dagsins heldur efsta sætinu eftir að hafa verið ellefti á 9:02,46 mín. Næstur á eftir honum er Björgvin Karl Guðmundsson sem kláraði brautina á 8:45,81 mín. Hann var níundi að klára aðra greinina og sjötti í þeirri fyrstu sem dugar honum í annað sætið með 161 stig, aðeins sex stigum á eftir Koski. Hann er jafn bæði Serbanum Lazar Djukic og Kanadamanninum Brent Fikowski sem einnig eru með 161 stig. Næstur kemur landi Fikowski, Samuel Cournoyer, með 158 stig. Annie Mist fyrst íslensku kvennanna - Toomey með yfirburði Í kvennaflokki lágu sömu greinar fyrir og tóku þær sama hring, en þó með lægri þyngdir á bæði sleðanum og í svíninu. Fátt virðist fá Tiu-Clair Toomey, heimsmeistara síðustu fjögurra ára, stöðvað. Eftir sigur í fyrstu greininni var hún einnig fyrst í mark í þeirri næstu. Hún er því með örugga forystu með 200 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Næst á eftir henni kemur heimakonan Haley Adams með 176 stig og Laura Horváth frá Ungverjalandi er þriðja með 173 stig. Annie Mist Þórisdóttir var fyrst íslensku keppendanna í mark en hún var sjötta að klára brautina á tímanum 10:32,40 mín. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði naumlega í mark innan tímamarka, en ekki mátti vera lengur en tólf mínútur með brautina, hún kom í mark á 11:48,27 mín. Þuríður Erla Helgadóttir var yfir þeim mörkum og var 26. í röðinni að klára brautina. Annie Mist er í 10. sæti í heildina eftir fyrstu tvær greinarnar með 131 stig, Katrín Tanja er í 14. sæti með 116 stig En Þuríður Erla er með 62 stig í 30. sæti. CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Sjá meira
Björgvin Karl var sjötti eftir mjög svo krefjandi fyrstu grein þar sem keppendur syntu 1600 metra á sundblöðkum áður en þeir fóru yfir þrjá kílómetra á kajak á opnu vatni við Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem leikarnir fara fram. Í annarri grein dagsins þurftu keppendur að draga tæplega 100 kg sleða eftir braut áður en þeir sneru níðþungum ílöngum kassa, eða svokölluðu svíni (e. pig flips), sem vó 230 kg fimm sinnum. Þá tóku við tólf upphífingar í hringjum, og svo tólf upphífingar á stöng þar sem lyfta þarf mjöðm að stönginni (e. muscle-ups). Þetta fernt var svo endurtekið í öfugri röð til að klára hringinn. Kanadamaðurinn Patrick Vellner stóð sig best í brautinni og kláraði hana á 7:42,42 mínútum, hann er í 14. sæti eftir tvær greinar þar sem hann var 35. í fyrstu greininni. Finninn Jonne Koski sem var fyrstur í mark í fyrstu grein dagsins heldur efsta sætinu eftir að hafa verið ellefti á 9:02,46 mín. Næstur á eftir honum er Björgvin Karl Guðmundsson sem kláraði brautina á 8:45,81 mín. Hann var níundi að klára aðra greinina og sjötti í þeirri fyrstu sem dugar honum í annað sætið með 161 stig, aðeins sex stigum á eftir Koski. Hann er jafn bæði Serbanum Lazar Djukic og Kanadamanninum Brent Fikowski sem einnig eru með 161 stig. Næstur kemur landi Fikowski, Samuel Cournoyer, með 158 stig. Annie Mist fyrst íslensku kvennanna - Toomey með yfirburði Í kvennaflokki lágu sömu greinar fyrir og tóku þær sama hring, en þó með lægri þyngdir á bæði sleðanum og í svíninu. Fátt virðist fá Tiu-Clair Toomey, heimsmeistara síðustu fjögurra ára, stöðvað. Eftir sigur í fyrstu greininni var hún einnig fyrst í mark í þeirri næstu. Hún er því með örugga forystu með 200 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Næst á eftir henni kemur heimakonan Haley Adams með 176 stig og Laura Horváth frá Ungverjalandi er þriðja með 173 stig. Annie Mist Þórisdóttir var fyrst íslensku keppendanna í mark en hún var sjötta að klára brautina á tímanum 10:32,40 mín. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði naumlega í mark innan tímamarka, en ekki mátti vera lengur en tólf mínútur með brautina, hún kom í mark á 11:48,27 mín. Þuríður Erla Helgadóttir var yfir þeim mörkum og var 26. í röðinni að klára brautina. Annie Mist er í 10. sæti í heildina eftir fyrstu tvær greinarnar með 131 stig, Katrín Tanja er í 14. sæti með 116 stig En Þuríður Erla er með 62 stig í 30. sæti.
CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Sjá meira