Björgvin Karl upp í annað sætið eftir aðra grein dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 18:31 Björgvin Karl er í góðum gír á heimsleikunum í Madison. Björgvin Karl Guðmundsson er í toppbaráttunni í keppni karla á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er jafn tveimur öðrum í öðru sæti keppninnar eftir tvær greinar. Björgvin Karl var sjötti eftir mjög svo krefjandi fyrstu grein þar sem keppendur syntu 1600 metra á sundblöðkum áður en þeir fóru yfir þrjá kílómetra á kajak á opnu vatni við Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem leikarnir fara fram. Í annarri grein dagsins þurftu keppendur að draga tæplega 100 kg sleða eftir braut áður en þeir sneru níðþungum ílöngum kassa, eða svokölluðu svíni (e. pig flips), sem vó 230 kg fimm sinnum. Þá tóku við tólf upphífingar í hringjum, og svo tólf upphífingar á stöng þar sem lyfta þarf mjöðm að stönginni (e. muscle-ups). Þetta fernt var svo endurtekið í öfugri röð til að klára hringinn. Kanadamaðurinn Patrick Vellner stóð sig best í brautinni og kláraði hana á 7:42,42 mínútum, hann er í 14. sæti eftir tvær greinar þar sem hann var 35. í fyrstu greininni. Finninn Jonne Koski sem var fyrstur í mark í fyrstu grein dagsins heldur efsta sætinu eftir að hafa verið ellefti á 9:02,46 mín. Næstur á eftir honum er Björgvin Karl Guðmundsson sem kláraði brautina á 8:45,81 mín. Hann var níundi að klára aðra greinina og sjötti í þeirri fyrstu sem dugar honum í annað sætið með 161 stig, aðeins sex stigum á eftir Koski. Hann er jafn bæði Serbanum Lazar Djukic og Kanadamanninum Brent Fikowski sem einnig eru með 161 stig. Næstur kemur landi Fikowski, Samuel Cournoyer, með 158 stig. Annie Mist fyrst íslensku kvennanna - Toomey með yfirburði Í kvennaflokki lágu sömu greinar fyrir og tóku þær sama hring, en þó með lægri þyngdir á bæði sleðanum og í svíninu. Fátt virðist fá Tiu-Clair Toomey, heimsmeistara síðustu fjögurra ára, stöðvað. Eftir sigur í fyrstu greininni var hún einnig fyrst í mark í þeirri næstu. Hún er því með örugga forystu með 200 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Næst á eftir henni kemur heimakonan Haley Adams með 176 stig og Laura Horváth frá Ungverjalandi er þriðja með 173 stig. Annie Mist Þórisdóttir var fyrst íslensku keppendanna í mark en hún var sjötta að klára brautina á tímanum 10:32,40 mín. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði naumlega í mark innan tímamarka, en ekki mátti vera lengur en tólf mínútur með brautina, hún kom í mark á 11:48,27 mín. Þuríður Erla Helgadóttir var yfir þeim mörkum og var 26. í röðinni að klára brautina. Annie Mist er í 10. sæti í heildina eftir fyrstu tvær greinarnar með 131 stig, Katrín Tanja er í 14. sæti með 116 stig En Þuríður Erla er með 62 stig í 30. sæti. CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Björgvin Karl var sjötti eftir mjög svo krefjandi fyrstu grein þar sem keppendur syntu 1600 metra á sundblöðkum áður en þeir fóru yfir þrjá kílómetra á kajak á opnu vatni við Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem leikarnir fara fram. Í annarri grein dagsins þurftu keppendur að draga tæplega 100 kg sleða eftir braut áður en þeir sneru níðþungum ílöngum kassa, eða svokölluðu svíni (e. pig flips), sem vó 230 kg fimm sinnum. Þá tóku við tólf upphífingar í hringjum, og svo tólf upphífingar á stöng þar sem lyfta þarf mjöðm að stönginni (e. muscle-ups). Þetta fernt var svo endurtekið í öfugri röð til að klára hringinn. Kanadamaðurinn Patrick Vellner stóð sig best í brautinni og kláraði hana á 7:42,42 mínútum, hann er í 14. sæti eftir tvær greinar þar sem hann var 35. í fyrstu greininni. Finninn Jonne Koski sem var fyrstur í mark í fyrstu grein dagsins heldur efsta sætinu eftir að hafa verið ellefti á 9:02,46 mín. Næstur á eftir honum er Björgvin Karl Guðmundsson sem kláraði brautina á 8:45,81 mín. Hann var níundi að klára aðra greinina og sjötti í þeirri fyrstu sem dugar honum í annað sætið með 161 stig, aðeins sex stigum á eftir Koski. Hann er jafn bæði Serbanum Lazar Djukic og Kanadamanninum Brent Fikowski sem einnig eru með 161 stig. Næstur kemur landi Fikowski, Samuel Cournoyer, með 158 stig. Annie Mist fyrst íslensku kvennanna - Toomey með yfirburði Í kvennaflokki lágu sömu greinar fyrir og tóku þær sama hring, en þó með lægri þyngdir á bæði sleðanum og í svíninu. Fátt virðist fá Tiu-Clair Toomey, heimsmeistara síðustu fjögurra ára, stöðvað. Eftir sigur í fyrstu greininni var hún einnig fyrst í mark í þeirri næstu. Hún er því með örugga forystu með 200 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Næst á eftir henni kemur heimakonan Haley Adams með 176 stig og Laura Horváth frá Ungverjalandi er þriðja með 173 stig. Annie Mist Þórisdóttir var fyrst íslensku keppendanna í mark en hún var sjötta að klára brautina á tímanum 10:32,40 mín. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði naumlega í mark innan tímamarka, en ekki mátti vera lengur en tólf mínútur með brautina, hún kom í mark á 11:48,27 mín. Þuríður Erla Helgadóttir var yfir þeim mörkum og var 26. í röðinni að klára brautina. Annie Mist er í 10. sæti í heildina eftir fyrstu tvær greinarnar með 131 stig, Katrín Tanja er í 14. sæti með 116 stig En Þuríður Erla er með 62 stig í 30. sæti.
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira