Nik Chamberlain: Frábær leið til að byrja leikinn Sverrir Már Smárason skrifar 27. júlí 2021 22:15 Nik var að vonum ánægður í kvöld. vísir/hulda margrét Þróttur R. unnu góðan 3-0 sigur á Keflvíkingum í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar var sáttur í leikslok. „Mjög ánægður með sigurinn. Í fyrri hálfleik skorum við snemma mjög gott mark en verðum svo frekar kærulausar, gerðum illa í ákveðnum stöðum og gáfum Keflavík nokkrar opnanir. Í seinni hálfleik stýrðum við leiknum og vorum heilt yfir mjög góðar. Taktíska frammistaðan var góð og þetta var góð leikstjórn,“ sagði Nik um sigurinn. Þróttur skoraði snemma í bæði fyrri og seinni hálfleik og fékk við það smá andrými. Nik var ánægður með mörkin en ósáttur við það sem fylgdi á köflum. „Frábær leið til að byrja leikinn, þetta var líkt leiknum gegn Fylki að mörgu leyti þar sem við gefum aðeins eftir á köflum. Í seinni skorum við snemma líka og höldum svo út eftir það,“ sagði Nik. Linda Líf Boama byrjaði á bekknum í kvöld og sömuleiðis Guðrún Gyða sem skoraði síðast gegn Val og aftur í kvöld. Nik er ánægður með samkeppnina sem er að myndast en þó eru nokkrir leikmenn á leið út í Háskólanám. „Mjög góð staða fyrir þjálfara, Guðrún Gyða er þó á leið til Bandaríkjanna í skóla en hún hefur verið frábær í síðustu leikjum. Linda Líf hefur spilað vel en við vildum breyta aðeins til og að geta skipt leikmanni inná með hennar hraða og kraft hræðir önnur lið. Þetta er góður hausverkur en í hverjum leik skiptir það máli móti hverjum við spilum,“ sagði Nik. Með sigri fer Þróttur upp í 3.sæti deildarinnar, í bili í það minnsta, en með tapi hefði liðið getað sogast niður í fallbaráttu. „Við erum ánægð þar sem við erum í dag, þetta var 6 stiga leikur. Hefðum við tapað þá hefðu aðeins verið 3 stig niður í fallsæti en með sigri erum við 9 stigum frá. Vonandi getum við bætt það. Við settum okkur markmið um að halda okkur í deildinni og fall er ennþá tölfræðilega mögulegt en við sýnum gæði og viljum hafa gaman að þessu,“ sagði Nik svo að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
„Mjög ánægður með sigurinn. Í fyrri hálfleik skorum við snemma mjög gott mark en verðum svo frekar kærulausar, gerðum illa í ákveðnum stöðum og gáfum Keflavík nokkrar opnanir. Í seinni hálfleik stýrðum við leiknum og vorum heilt yfir mjög góðar. Taktíska frammistaðan var góð og þetta var góð leikstjórn,“ sagði Nik um sigurinn. Þróttur skoraði snemma í bæði fyrri og seinni hálfleik og fékk við það smá andrými. Nik var ánægður með mörkin en ósáttur við það sem fylgdi á köflum. „Frábær leið til að byrja leikinn, þetta var líkt leiknum gegn Fylki að mörgu leyti þar sem við gefum aðeins eftir á köflum. Í seinni skorum við snemma líka og höldum svo út eftir það,“ sagði Nik. Linda Líf Boama byrjaði á bekknum í kvöld og sömuleiðis Guðrún Gyða sem skoraði síðast gegn Val og aftur í kvöld. Nik er ánægður með samkeppnina sem er að myndast en þó eru nokkrir leikmenn á leið út í Háskólanám. „Mjög góð staða fyrir þjálfara, Guðrún Gyða er þó á leið til Bandaríkjanna í skóla en hún hefur verið frábær í síðustu leikjum. Linda Líf hefur spilað vel en við vildum breyta aðeins til og að geta skipt leikmanni inná með hennar hraða og kraft hræðir önnur lið. Þetta er góður hausverkur en í hverjum leik skiptir það máli móti hverjum við spilum,“ sagði Nik. Með sigri fer Þróttur upp í 3.sæti deildarinnar, í bili í það minnsta, en með tapi hefði liðið getað sogast niður í fallbaráttu. „Við erum ánægð þar sem við erum í dag, þetta var 6 stiga leikur. Hefðum við tapað þá hefðu aðeins verið 3 stig niður í fallsæti en með sigri erum við 9 stigum frá. Vonandi getum við bætt það. Við settum okkur markmið um að halda okkur í deildinni og fall er ennþá tölfræðilega mögulegt en við sýnum gæði og viljum hafa gaman að þessu,“ sagði Nik svo að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira