Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2021 19:35 Alma D. Möller segir að það sé til skoðunar að taka upp hraðpróf í meiri mæli, til dæmis fyrir fjölmenna viðburði. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. „Það er verið að skoða notkun hraðprófa í meiri mæli og verður settur sérstakur hópur í það. Það getur vel verið að til lengri tíma verði einmitt meira notað af þeim fyrir fjölmenna viðburði og þess háttar,” segir Alma Möller landlæknir. Hér á landi eru hraðpróf notuð af heilsugæslunni til að sýna fram á neikvæða niðurstöðu á landamærum Annars staðar í heiminum eru hraðpróf notuð á fjölmennum vinnustöðum og í skólum, svo dæmi séu tekin, og í Frakklandi hafa verið settir upp sérstakir hraðprófsbásar fyrir fólk á leið á næturlífið. Sömuleiðis er þar gerð krafa um að fólk framvísi neikvæðu prófi áður en það sækir vinsæla ferðamannastaði. Sama var upp á teningnum fyrir fjölmenna tónlistarhátíð í Bretlandi í nýliðinni viku og í Austurríki, Belgíu og Danmörku eru prófin notuð í miklum mæli, svo dæmi séu tekin. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að taka prófin í meiri notkun. „Það er í farvatninu og við erum að tala um að við séum tilbúin að taka við hraðprófum hjá fólki sem er að koma til landsins en ekki bara PCR-prófum þannig að útbreiðslan verður meiri og þetta er eitthvað sem mér finnst að við þurfum að skoða á stórum vinnustöðum og svo framvegis, hvort það sé rétt að taka með reglubundnum hætti hraðpróf,” segir hún. Aðspurð segir hún þó ekki standa til bjóða upp á svokölluð heimapróf sem fólk geti sjálft keypt í apótekum, en það er hægt víða í Evrópu. „En þetta mun örugglega verða partur af þessari nýju mynd í bólusetningum á Íslandi,“ segir Svandís Alma tekur undir. „Landspítalinn er að ríða á vaðið og notar hraðpróf við skimun innanhúss þannig að við munum sjá hvernig það kemur út. En við höfum alltaf viljað nota PCR-prófin því þau eru best en kannski til lengri tíma munu hraðprófin koma meira inn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
„Það er verið að skoða notkun hraðprófa í meiri mæli og verður settur sérstakur hópur í það. Það getur vel verið að til lengri tíma verði einmitt meira notað af þeim fyrir fjölmenna viðburði og þess háttar,” segir Alma Möller landlæknir. Hér á landi eru hraðpróf notuð af heilsugæslunni til að sýna fram á neikvæða niðurstöðu á landamærum Annars staðar í heiminum eru hraðpróf notuð á fjölmennum vinnustöðum og í skólum, svo dæmi séu tekin, og í Frakklandi hafa verið settir upp sérstakir hraðprófsbásar fyrir fólk á leið á næturlífið. Sömuleiðis er þar gerð krafa um að fólk framvísi neikvæðu prófi áður en það sækir vinsæla ferðamannastaði. Sama var upp á teningnum fyrir fjölmenna tónlistarhátíð í Bretlandi í nýliðinni viku og í Austurríki, Belgíu og Danmörku eru prófin notuð í miklum mæli, svo dæmi séu tekin. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að taka prófin í meiri notkun. „Það er í farvatninu og við erum að tala um að við séum tilbúin að taka við hraðprófum hjá fólki sem er að koma til landsins en ekki bara PCR-prófum þannig að útbreiðslan verður meiri og þetta er eitthvað sem mér finnst að við þurfum að skoða á stórum vinnustöðum og svo framvegis, hvort það sé rétt að taka með reglubundnum hætti hraðpróf,” segir hún. Aðspurð segir hún þó ekki standa til bjóða upp á svokölluð heimapróf sem fólk geti sjálft keypt í apótekum, en það er hægt víða í Evrópu. „En þetta mun örugglega verða partur af þessari nýju mynd í bólusetningum á Íslandi,“ segir Svandís Alma tekur undir. „Landspítalinn er að ríða á vaðið og notar hraðpróf við skimun innanhúss þannig að við munum sjá hvernig það kemur út. En við höfum alltaf viljað nota PCR-prófin því þau eru best en kannski til lengri tíma munu hraðprófin koma meira inn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira